Sjáðu umdeilt sigurmark KA-manna sem Stjörnumenn voru æfir yfir Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. júní 2021 14:25 Eins og sjá má var boltinn farinn út af þegar Sveinn Margeir Hauksson tæklaði hann til Elfars Árna Aðalsteinssonar. stöð 2 sport Stjörnumenn voru afar ósáttir með að sigurmark KA-manna í leik liðanna í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í gær hafi fengið að standa. Í uppbótartíma skoraði Elfar Árni Aðalsteinsson sigurmark KA eftir sendingu frá Sveini Margeiri Haukssyni. Stjörnumenn voru langt frá því að vera sáttir enda var boltinn farinn út af þegar Sveinn Margeir tæklaði boltann til Elfars Árna. „Miðað við viðbrögð allra þá var boltinn farinn út af í sigurmarki KA svo það er hægt að segja að dómarar leiksins stjórnuðu úrslitum leiksins,“ sagði Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, í samtali við Vísi eftir leikinn. „Það er líklegra að ég vinni í lottói um helgina heldur en ég fái útskýringar frá dómurunum, það er betra fyrir mig að taka þátt í lottóinu heldur en að eltast við dómarana.“ Stjarnan komst yfir á 55. mínútu með marki Emils Atlasonar og það virtist ætla að skila Garðbæingum í sextán liða úrslitin. KA-menn gáfust þó ekki upp og á 85. mínútu jafnaði belgíski miðjumaðurinn Sebastiaan Brebels. Elfar Árni tryggði KA svo sigurinn í uppbótartíma eins og áður sagði. Þetta var annað sigurmark hans gegn Stjörnunni í Garðabænum í sumar en hann skoraði eina mark leiksins þegar liðin mættust í Pepsi Max-deildinni 24. maí. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá mörkin úr leik Stjörnunnar og KA í gær. Klippa: Stjarnan 1-2 KA Síðustu fjórir leikir 32-liða úrslita Mjólkurbikarsins fara fram í kvöld. Þá mætast Víkingur R. og Sindri, Kári og KR, Fylkir og Úlfarnir og Valur og Leiknir R. Leikur Vals og Leiknis R. hefst klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Klukkan 21:15 verður svo farið yfir alla leikina í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í Mjólkurbikarmörkunum á Stöð 2 Sport 4. Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Mjólkurbikarinn Stjarnan KA Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - KA 1-2| Elfar Árni með sigurmark KA í uppbótatíma Elfar Árni Aðalsteinsson reyndist hetja KA er hann skoraði sigurmark leiksins í uppbótatíma. KA fer því áfram í 16-liða úrslit eftir umdeilt sigurmark. 23. júní 2021 21:03 Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Sjá meira
Í uppbótartíma skoraði Elfar Árni Aðalsteinsson sigurmark KA eftir sendingu frá Sveini Margeiri Haukssyni. Stjörnumenn voru langt frá því að vera sáttir enda var boltinn farinn út af þegar Sveinn Margeir tæklaði boltann til Elfars Árna. „Miðað við viðbrögð allra þá var boltinn farinn út af í sigurmarki KA svo það er hægt að segja að dómarar leiksins stjórnuðu úrslitum leiksins,“ sagði Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, í samtali við Vísi eftir leikinn. „Það er líklegra að ég vinni í lottói um helgina heldur en ég fái útskýringar frá dómurunum, það er betra fyrir mig að taka þátt í lottóinu heldur en að eltast við dómarana.“ Stjarnan komst yfir á 55. mínútu með marki Emils Atlasonar og það virtist ætla að skila Garðbæingum í sextán liða úrslitin. KA-menn gáfust þó ekki upp og á 85. mínútu jafnaði belgíski miðjumaðurinn Sebastiaan Brebels. Elfar Árni tryggði KA svo sigurinn í uppbótartíma eins og áður sagði. Þetta var annað sigurmark hans gegn Stjörnunni í Garðabænum í sumar en hann skoraði eina mark leiksins þegar liðin mættust í Pepsi Max-deildinni 24. maí. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá mörkin úr leik Stjörnunnar og KA í gær. Klippa: Stjarnan 1-2 KA Síðustu fjórir leikir 32-liða úrslita Mjólkurbikarsins fara fram í kvöld. Þá mætast Víkingur R. og Sindri, Kári og KR, Fylkir og Úlfarnir og Valur og Leiknir R. Leikur Vals og Leiknis R. hefst klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Klukkan 21:15 verður svo farið yfir alla leikina í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í Mjólkurbikarmörkunum á Stöð 2 Sport 4. Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Mjólkurbikarinn Stjarnan KA Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - KA 1-2| Elfar Árni með sigurmark KA í uppbótatíma Elfar Árni Aðalsteinsson reyndist hetja KA er hann skoraði sigurmark leiksins í uppbótatíma. KA fer því áfram í 16-liða úrslit eftir umdeilt sigurmark. 23. júní 2021 21:03 Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - KA 1-2| Elfar Árni með sigurmark KA í uppbótatíma Elfar Árni Aðalsteinsson reyndist hetja KA er hann skoraði sigurmark leiksins í uppbótatíma. KA fer því áfram í 16-liða úrslit eftir umdeilt sigurmark. 23. júní 2021 21:03