„Sjaldgæft að heimildarmyndir komist á hvíta tjaldið vestan hafs“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 25. júní 2021 14:31 Íslenska heimildamyndin „Á móti straumnum/Against the Current„ verður frumsýnd í Bandaríkjunum í dag. Á móti straumnum Íslenska heimildamyndin Á móti straumnum/Against the Current eftir Óskar Pál Sveinsson kvikmyndagerðamann verður frumsýnd í dag í kvikmyndahúsum í New York og Los Angeles í Bandaríkjunum. Myndin segir frá lífshlaupi Veigu Grétarsdóttur, kynleiðréttingu og ótrúlegu ferðalagi hennar á kajak í kringum Ísland, en hún er fyrsta manneskjan í heiminum til að róa á kajak 2.100 km í kringum um landið rangsælis, á móti straumnum. Á móti straumnum var frumsýnd á RIFF (Reykjavik International Film Festival) í október 2020 og sýnd á Stöð 2 í lok síðasta árs. Hún er tilnefnd til tveggja Edduverðlauna 2021, í flokkunum heimildamynd ársins og hljóð ársins. Myndin er framleidd af Klikk Productions og Pétri Einarssyni en hið virta Zeitgeist Films, sem hefur áratuga reynslu af dreifingu alþjóðlegra verðlaunamynda, hefur tryggt sér rétt á sýningum í N-Ameríku. Klikk Productions var stofnað árið 2002 af Kristínu Ólafsdóttur leikstjóra og framleiðanda og hefur það að markmiði að framleiða myndir tengdar mannúðarmálum, einkum sem snúa að réttindum barna og kvenna. Á meðal mynda má nefna Innsæi, Town of Runners, og Sólskinsdrenginn sem hlotið hafa fjölda tilnefninga og verðlauna. „Við erum innilega glöð og ánægð með þann áhuga og viðtökur sem Á móti straumnum hefur fengið. Erum við ekki síður stolt af að myndin verði frumsýnd í kvikmyndahúsum, en það er fremur sjaldgæft að heimildarmyndir komist á hvíta tjaldið vestan hafs. Það sýnir okkur kannski best hve vel Óskari Páli og teyminu öllu tókst að fanga þessa mikilvægu sögu og ferðalag Veigu, sem á svo mikið erindi og fór fram við hreint ótrúlegar aðstæður“ segir Kristín Ólafsdóttir. Það er skammt stórra högga á milli hjá Kristínu og hennar samstarfsfólki því sunnudaginn 27. júní verður heimildamyndin Rebel Hearts, sem einnig er framleidd af Klikk, frumsýnd á Discovery+. Er henni leikstýrt af Pedro Kos og fjallar um baráttu sem nunnur kaþólsku reglunnar Sisters of the Immaculate Heart í Los Angeles hófu gegn feðraveldi kaþólsku kirkjunnar fyrir 50 árum og stendur en. Myndin hefur hlotið mikla athygli, tilnefningar og verðlaun, meðal annars á Sundance kvikmyndahátíðinni í janúar á þessu ári. „Segja má að það sé mikið framundan hjá okkur hjá Klikk Productions, Á móti straumnum frumsýnd í Bandaríkjunum á morgun, Rebel Hearts á Discovery+ á sunnudaginn og í haust frumsýnum við stuttmyndina Footsteps On The Wind. Er hún byggð á laginu Inshallah eftir tónlistarmanninn Sting og fjallar um flóttamenn og er sögð frá sjónarhóli barna á flótta.“ Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Rær á móti straumnum til styrktar Pieta Fyrsta íslenska konan til að freista þess að róa á kajak hringinn í kringum landið hóf ferð sína í dag sem mun taka tvo til fjóra mánuði. Hún er líklega fyrsta transkonan í heiminum til að reyna slíkt afrek og mun þar að auki róa á móti straumnum sem hún segir táknrænt fyrir líf sitt. 14. maí 2019 20:00 Segist ekki upplifa fordóma í sundi: Fólk horfi en það sé saklaus forvitni „Ég er búin að fara í margar sundlaugar á Íslandi og ég hef ekki upplifað neina fordóma,“ sagði Veiga Grétarsdóttir í Bítinu á Bylgunni í morgun. „Ég hef alveg upplifað að fólk horfir, það er ekki það, en ekki fordóma.“ 14. apríl 2021 11:27 Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Myndin segir frá lífshlaupi Veigu Grétarsdóttur, kynleiðréttingu og ótrúlegu ferðalagi hennar á kajak í kringum Ísland, en hún er fyrsta manneskjan í heiminum til að róa á kajak 2.100 km í kringum um landið rangsælis, á móti straumnum. Á móti straumnum var frumsýnd á RIFF (Reykjavik International Film Festival) í október 2020 og sýnd á Stöð 2 í lok síðasta árs. Hún er tilnefnd til tveggja Edduverðlauna 2021, í flokkunum heimildamynd ársins og hljóð ársins. Myndin er framleidd af Klikk Productions og Pétri Einarssyni en hið virta Zeitgeist Films, sem hefur áratuga reynslu af dreifingu alþjóðlegra verðlaunamynda, hefur tryggt sér rétt á sýningum í N-Ameríku. Klikk Productions var stofnað árið 2002 af Kristínu Ólafsdóttur leikstjóra og framleiðanda og hefur það að markmiði að framleiða myndir tengdar mannúðarmálum, einkum sem snúa að réttindum barna og kvenna. Á meðal mynda má nefna Innsæi, Town of Runners, og Sólskinsdrenginn sem hlotið hafa fjölda tilnefninga og verðlauna. „Við erum innilega glöð og ánægð með þann áhuga og viðtökur sem Á móti straumnum hefur fengið. Erum við ekki síður stolt af að myndin verði frumsýnd í kvikmyndahúsum, en það er fremur sjaldgæft að heimildarmyndir komist á hvíta tjaldið vestan hafs. Það sýnir okkur kannski best hve vel Óskari Páli og teyminu öllu tókst að fanga þessa mikilvægu sögu og ferðalag Veigu, sem á svo mikið erindi og fór fram við hreint ótrúlegar aðstæður“ segir Kristín Ólafsdóttir. Það er skammt stórra högga á milli hjá Kristínu og hennar samstarfsfólki því sunnudaginn 27. júní verður heimildamyndin Rebel Hearts, sem einnig er framleidd af Klikk, frumsýnd á Discovery+. Er henni leikstýrt af Pedro Kos og fjallar um baráttu sem nunnur kaþólsku reglunnar Sisters of the Immaculate Heart í Los Angeles hófu gegn feðraveldi kaþólsku kirkjunnar fyrir 50 árum og stendur en. Myndin hefur hlotið mikla athygli, tilnefningar og verðlaun, meðal annars á Sundance kvikmyndahátíðinni í janúar á þessu ári. „Segja má að það sé mikið framundan hjá okkur hjá Klikk Productions, Á móti straumnum frumsýnd í Bandaríkjunum á morgun, Rebel Hearts á Discovery+ á sunnudaginn og í haust frumsýnum við stuttmyndina Footsteps On The Wind. Er hún byggð á laginu Inshallah eftir tónlistarmanninn Sting og fjallar um flóttamenn og er sögð frá sjónarhóli barna á flótta.“
Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Rær á móti straumnum til styrktar Pieta Fyrsta íslenska konan til að freista þess að róa á kajak hringinn í kringum landið hóf ferð sína í dag sem mun taka tvo til fjóra mánuði. Hún er líklega fyrsta transkonan í heiminum til að reyna slíkt afrek og mun þar að auki róa á móti straumnum sem hún segir táknrænt fyrir líf sitt. 14. maí 2019 20:00 Segist ekki upplifa fordóma í sundi: Fólk horfi en það sé saklaus forvitni „Ég er búin að fara í margar sundlaugar á Íslandi og ég hef ekki upplifað neina fordóma,“ sagði Veiga Grétarsdóttir í Bítinu á Bylgunni í morgun. „Ég hef alveg upplifað að fólk horfir, það er ekki það, en ekki fordóma.“ 14. apríl 2021 11:27 Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Rær á móti straumnum til styrktar Pieta Fyrsta íslenska konan til að freista þess að róa á kajak hringinn í kringum landið hóf ferð sína í dag sem mun taka tvo til fjóra mánuði. Hún er líklega fyrsta transkonan í heiminum til að reyna slíkt afrek og mun þar að auki róa á móti straumnum sem hún segir táknrænt fyrir líf sitt. 14. maí 2019 20:00
Segist ekki upplifa fordóma í sundi: Fólk horfi en það sé saklaus forvitni „Ég er búin að fara í margar sundlaugar á Íslandi og ég hef ekki upplifað neina fordóma,“ sagði Veiga Grétarsdóttir í Bítinu á Bylgunni í morgun. „Ég hef alveg upplifað að fólk horfir, það er ekki það, en ekki fordóma.“ 14. apríl 2021 11:27