„Öruggara að boltinn var út af en öll bóluefnin sem er búið að setja í líkama okkar“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. júní 2021 16:31 Markið sem Stjörnumenn voru svo ósáttir við. stöð 2 sport Þorkell Máni Pétursson og Henry Birgir Gunnarsson fóru yfir leikina í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í Mjólkurbikarsmörkunum í gær. Þeir ræddu að sjálfsögðu um umdeilt sigurmark KA gegn Stjörnunni. Elfar Árni tryggði KA sigurinn á Stjörnunni þegar hann skoraði á fjórðu mínútu í uppbótartíma í leik liðanna á miðvikudaginn. Markið átti þó ekki að standa því boltinn var farinn út af þegar Sveinn Margeir Hauksson tæklaði hann á Elfar Árna. „Það voru allir hættir og héldu að boltinn væri farinn út af. Miðað við þessar myndir getur maður aldrei sagt hundrað prósent en ég ætla að segja 99 prósent. Þetta er öruggara en öll bóluefni sem við erum búin að setja í líkama okkar,“ sagði Máni í Mjólkurbikarmörkunum. Hann benti á að KA hafi orðið fyrir óréttlæti í bikarkeppninni fyrir tveimur árum, í vítaspyrnukeppni gegn Víkingi, og hefðu kannski fengið plús fyrir þann mínus. Klippa: Mjólkurbikarmörkin - Umræða um sigurmark KA „Það er alltaf talað um að fótboltinn leiðrétti sig. Ég man að KA-menn voru dæmdir út úr bikarnum fyrir tveimur árum þegar þeir skoruðu mark úr vítaspyrnu þar sem boltinn var fyrir innan en var dæmdur fyrir utan. Ég veit ekki hvort þetta er réttlæti sem KA fær með þessu ólöglega marki því staðreyndin er að þetta er ólöglegt mark. Reiði Stjörnumanna var skiljanleg,“ sagði Máni. „Það er staðreynd að þetta eru mistök, dómaramistök. En við verðum kannski að passa okkur á því hvað við verðum brjálaðir. Ég skrifaði einhverja Twitter-færslu í gríni að þessi línuvörður ætti næst að dæma á EM en ég meinti það ekki þannig og biðst bara afsökunar á að hafa sagt þetta. Við skulum alveg gera okkur grein fyrir því að dómararnir eru ekkert verri en leikmennirnir eða fótboltinn sem er verið að bjóða upp á. Stjarnan verður líka að horfa í eigin barm að því leyti að þeir fengu endalaus færi til að klára þennan leik en gerði það ekki. Þetta mark hefði aldrei ráðið neinum úrslitum ef menn hefðu nýtt eitthvað af þessum færum.“ Dregið verður í sextán liða úrslit Mjólkurbikarsins á mánudaginn. Eftirtalin lið verða í pottinum: FH, Fjölnir, Fylkir, Haukar, HK, ÍA, ÍR, KA, Keflavík, KR, KFS, Valur, Vestri, Víkingur R., Völsungur, Þór Ak. Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Mjólkurbikarinn KA Stjarnan Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Handbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Fleiri fréttir „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Sjá meira
Elfar Árni tryggði KA sigurinn á Stjörnunni þegar hann skoraði á fjórðu mínútu í uppbótartíma í leik liðanna á miðvikudaginn. Markið átti þó ekki að standa því boltinn var farinn út af þegar Sveinn Margeir Hauksson tæklaði hann á Elfar Árna. „Það voru allir hættir og héldu að boltinn væri farinn út af. Miðað við þessar myndir getur maður aldrei sagt hundrað prósent en ég ætla að segja 99 prósent. Þetta er öruggara en öll bóluefni sem við erum búin að setja í líkama okkar,“ sagði Máni í Mjólkurbikarmörkunum. Hann benti á að KA hafi orðið fyrir óréttlæti í bikarkeppninni fyrir tveimur árum, í vítaspyrnukeppni gegn Víkingi, og hefðu kannski fengið plús fyrir þann mínus. Klippa: Mjólkurbikarmörkin - Umræða um sigurmark KA „Það er alltaf talað um að fótboltinn leiðrétti sig. Ég man að KA-menn voru dæmdir út úr bikarnum fyrir tveimur árum þegar þeir skoruðu mark úr vítaspyrnu þar sem boltinn var fyrir innan en var dæmdur fyrir utan. Ég veit ekki hvort þetta er réttlæti sem KA fær með þessu ólöglega marki því staðreyndin er að þetta er ólöglegt mark. Reiði Stjörnumanna var skiljanleg,“ sagði Máni. „Það er staðreynd að þetta eru mistök, dómaramistök. En við verðum kannski að passa okkur á því hvað við verðum brjálaðir. Ég skrifaði einhverja Twitter-færslu í gríni að þessi línuvörður ætti næst að dæma á EM en ég meinti það ekki þannig og biðst bara afsökunar á að hafa sagt þetta. Við skulum alveg gera okkur grein fyrir því að dómararnir eru ekkert verri en leikmennirnir eða fótboltinn sem er verið að bjóða upp á. Stjarnan verður líka að horfa í eigin barm að því leyti að þeir fengu endalaus færi til að klára þennan leik en gerði það ekki. Þetta mark hefði aldrei ráðið neinum úrslitum ef menn hefðu nýtt eitthvað af þessum færum.“ Dregið verður í sextán liða úrslit Mjólkurbikarsins á mánudaginn. Eftirtalin lið verða í pottinum: FH, Fjölnir, Fylkir, Haukar, HK, ÍA, ÍR, KA, Keflavík, KR, KFS, Valur, Vestri, Víkingur R., Völsungur, Þór Ak. Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Mjólkurbikarinn KA Stjarnan Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Handbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Fleiri fréttir „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki