NBA dagsins: Skildi vonbrigðin eftir á flugvellinum og stimplaði Clippers inn Sindri Sverrisson skrifar 25. júní 2021 15:00 Paul George fagnar körfu gegn Phoenix í nótt. AP/Mark J. Terrill Skömmu eftir að flugvél LA Clippers lenti í Los Angeles, eftir annað tap gegn Phoenix Suns, hringdi þjálfarinn Ty Lue í Paul George og sagði honum að hætta strax að hugsa um vítaskotin tvö sem fóru í súginn hjá honum og einbeita sér að leik númer þrjú. Þar fór George á kostum. Lue kvaðst einfaldlega hafa viljað ítreka við George að Clippers væru ekki komnir í úrslitaeinvígið í vesturdeild NBA-deildarinnar nema vegna framgöngu George í vetur. Að það þýddi ekkert að dvelja við naumt tap á þessum tímapunkti. Clippers unnu svo 106-92 í nótt þar sem George skoraði 27 stig, tók 15 fráköst og gaf átta stoðsendingar, en hluta af tilþrifum hans má sjá í NBA dagsins hér að neðan þar sem farið er í gegnum leikinn: Klippa: NBA dagsins 25. júní George segir að leikmenn hafi verið fljótir að jafna sig á tapinu í Phoenix: „Við vorum í flugvélinni og töluðum um þetta. Við fórum yfir málin og um leið vorum við tilbúnir í leik númer þrjú. Svo einfalt er það. Við urðum að halda áfram. Mér fannst við standa okkur frábærlega í að skilja við hið liðna,“ sagði George. „Ég horfði fram á við. Ég veit að ég þarf að gera betur [en ég gerði í leik tvö]. Öll mín orka fór í að ná betri leik í leik þrjú,“ sagði George. Clippers hafa nú lent 2-0 undir í öllum þremur einvígum sínum í úrslitakeppninni og alltaf unnið leik númer þrjú. Phoenix endurheimti Chris Paul í leiknum í gær en hann hitti illa í leiknum og miðað við hvernig saga úrslitakeppninnar hefur verið hjá Clippers ættu Paul og félagar að vera óttaslegnir. Næsti leikur einvígisins er annað kvöld, eða réttara sagt kl. 1 eftir miðnætti aðfaranótt sunnudags, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Milwaukee Bucks og Atlanta Hawks mætast í beinni útsendingu kl. 00:30 í nótt. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Sjá meira
Lue kvaðst einfaldlega hafa viljað ítreka við George að Clippers væru ekki komnir í úrslitaeinvígið í vesturdeild NBA-deildarinnar nema vegna framgöngu George í vetur. Að það þýddi ekkert að dvelja við naumt tap á þessum tímapunkti. Clippers unnu svo 106-92 í nótt þar sem George skoraði 27 stig, tók 15 fráköst og gaf átta stoðsendingar, en hluta af tilþrifum hans má sjá í NBA dagsins hér að neðan þar sem farið er í gegnum leikinn: Klippa: NBA dagsins 25. júní George segir að leikmenn hafi verið fljótir að jafna sig á tapinu í Phoenix: „Við vorum í flugvélinni og töluðum um þetta. Við fórum yfir málin og um leið vorum við tilbúnir í leik númer þrjú. Svo einfalt er það. Við urðum að halda áfram. Mér fannst við standa okkur frábærlega í að skilja við hið liðna,“ sagði George. „Ég horfði fram á við. Ég veit að ég þarf að gera betur [en ég gerði í leik tvö]. Öll mín orka fór í að ná betri leik í leik þrjú,“ sagði George. Clippers hafa nú lent 2-0 undir í öllum þremur einvígum sínum í úrslitakeppninni og alltaf unnið leik númer þrjú. Phoenix endurheimti Chris Paul í leiknum í gær en hann hitti illa í leiknum og miðað við hvernig saga úrslitakeppninnar hefur verið hjá Clippers ættu Paul og félagar að vera óttaslegnir. Næsti leikur einvígisins er annað kvöld, eða réttara sagt kl. 1 eftir miðnætti aðfaranótt sunnudags, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Milwaukee Bucks og Atlanta Hawks mætast í beinni útsendingu kl. 00:30 í nótt. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Sjá meira