Enski boltinn

Staðfestir að vera á leið til Leciester

Anton Ingi Leifsson skrifar
Brendan Rodgers og stjórnarformaður Leicester.
Brendan Rodgers og stjórnarformaður Leicester. EPA-EFE/Nick Potts

Leicester virðist vera styrkja framlínuna sína en Patson Daka er á leið til félagsins frá Salzburg í Austurríki.

Patson staðfesti þetta í samtali við austurríska fjölmiðla en hann hefur leikið með Salzburg frá 2017.

Daka er frá Sambíu en hann hefur skorað 54 mörk í 82 leikjum fyrir liðið í Austurríki.

„Ég mun fara til Englands og spila með Leicester City,“ sagði Patson í samtali við Kronen Zeitung.

„Ég átti frábæran tíma hérna og Salzburg mun alltaf verða mitt annað heimili. Ég kem hingað glaður aftur en enska úrvalsdeildin hefur alltaf verið draumurinn.“

Þrátt fyrir að vera einungis 22 ára þá á hann einnig 25 A-landsleiki fyrir þjóð sína.

Brendan Rodgers er þjálfari Leicester en þeir leika í Meistaradeildinni á næstu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×