Segja alþýðuna miður sín yfir þyngdartapi Kim Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 27. júní 2021 14:05 Hér má sjá Kim Jong Un eftir hið gífurlega þyngdartap. Hvort lýsingar viðmælanda ríkismiðilsins á holdafari hans séu nákvæmar er umdeilt. AP/KCNA Á meðan hungursneyð ríkir í Norður-Kóreu greinir ríkismiðillinn, sem lýtur stjórn ríkisstjórnarinnar, frá því að alþýðan hafi áhyggjur af þyngdartapi leiðtoga síns, Kim Jong Un. Eins og hefur verið greint frá benda nýlegar myndir sem birtust af Kim til þess að hann hafi grennst töluvert að undanförnu. Sérfræðingar í Suður-Kóreu hafa áætlað að Kim hafi tapað um tíu til tuttugu kílóum. Orðinn „skinhoraður“ Ríkismiðill Norður-Kóreu hefur nú tekið málið til umfjöllunar í fyrsta sinn síðan erlendir miðlar fóru að fjalla um það fyrr í mánuðinum. Í frétt miðilsins er rætt við ónefndan borgara ríkisins sem fullyrðir að allir í landinu séu í molum yfir þyngdartapi leiðtogans. „Að sjá hæstvirtan leiðtoga okkar skinhoraðan brýtur í okkur hjartað,“ sagði maðurinn í viðtalinu. Hann segir að allir borgarar ríkisins hafi fellt tár yfir ástandinu. Hvort orðið skinhoraður sé best til að lýsa líkamsbyggingu Kim eftir þyngdartapið er kannski umdeilanlegt. Miðillinn greinir ekki frá því hvað orsakar þyngdartap leiðtogans en einhverjir erlendir sérfræðingar hafa velt því fyrir sér hvort leiðtoginn sé heilsuveill. Hong Min, greinandi við Þjóðareiningarstofnunina í Suður-Kóreu, sagði um miðjan mánuð að þyngdartapið bendi líklega frekar til þess að Kim hafi farið í heilsuátak en að hann þjáist af sjúkdómi. Norður-Kórea Tengdar fréttir Búa sig undir viðræður og átök við Bandaríkin Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, segir að ríkið verði að búa sig undir að eiga bæði samtal og í átökum við Bandaríkin á næstunni. Hann lagði þó sérstaka áherslu á möguleg átök. 18. júní 2021 08:23 Aðdáendur erlendra sjónvarpsþátta og kvikmynda dæmdir til dauða „Ég á sterkar minningar af manninum sem var með bundið fyrir augun; ég get enn séð tárin hans streyma. Þetta var trámatískt fyrir mig. Augnbindið var gjörsamlega gegnsósa í tárum hans.“ 7. júní 2021 09:53 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Eins og hefur verið greint frá benda nýlegar myndir sem birtust af Kim til þess að hann hafi grennst töluvert að undanförnu. Sérfræðingar í Suður-Kóreu hafa áætlað að Kim hafi tapað um tíu til tuttugu kílóum. Orðinn „skinhoraður“ Ríkismiðill Norður-Kóreu hefur nú tekið málið til umfjöllunar í fyrsta sinn síðan erlendir miðlar fóru að fjalla um það fyrr í mánuðinum. Í frétt miðilsins er rætt við ónefndan borgara ríkisins sem fullyrðir að allir í landinu séu í molum yfir þyngdartapi leiðtogans. „Að sjá hæstvirtan leiðtoga okkar skinhoraðan brýtur í okkur hjartað,“ sagði maðurinn í viðtalinu. Hann segir að allir borgarar ríkisins hafi fellt tár yfir ástandinu. Hvort orðið skinhoraður sé best til að lýsa líkamsbyggingu Kim eftir þyngdartapið er kannski umdeilanlegt. Miðillinn greinir ekki frá því hvað orsakar þyngdartap leiðtogans en einhverjir erlendir sérfræðingar hafa velt því fyrir sér hvort leiðtoginn sé heilsuveill. Hong Min, greinandi við Þjóðareiningarstofnunina í Suður-Kóreu, sagði um miðjan mánuð að þyngdartapið bendi líklega frekar til þess að Kim hafi farið í heilsuátak en að hann þjáist af sjúkdómi.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Búa sig undir viðræður og átök við Bandaríkin Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, segir að ríkið verði að búa sig undir að eiga bæði samtal og í átökum við Bandaríkin á næstunni. Hann lagði þó sérstaka áherslu á möguleg átök. 18. júní 2021 08:23 Aðdáendur erlendra sjónvarpsþátta og kvikmynda dæmdir til dauða „Ég á sterkar minningar af manninum sem var með bundið fyrir augun; ég get enn séð tárin hans streyma. Þetta var trámatískt fyrir mig. Augnbindið var gjörsamlega gegnsósa í tárum hans.“ 7. júní 2021 09:53 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Búa sig undir viðræður og átök við Bandaríkin Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, segir að ríkið verði að búa sig undir að eiga bæði samtal og í átökum við Bandaríkin á næstunni. Hann lagði þó sérstaka áherslu á möguleg átök. 18. júní 2021 08:23
Aðdáendur erlendra sjónvarpsþátta og kvikmynda dæmdir til dauða „Ég á sterkar minningar af manninum sem var með bundið fyrir augun; ég get enn séð tárin hans streyma. Þetta var trámatískt fyrir mig. Augnbindið var gjörsamlega gegnsósa í tárum hans.“ 7. júní 2021 09:53