13 laxar á fyrstu vakt í Stóru Laxá IV Karl Lúðvíksson skrifar 27. júní 2021 15:05 Árni Baldursson með lax sem hann veiddi í morgun af svæði 4 í Stóru Laxá Mynd: Árni Baldursson FB Hefð er fyrir því að svæði IV (4) í Stóru Laxá opni fyrst en veiði hófst á svæðinu í morgun og það með látum. Án þess að vera með allar tölur aftur í tímann á hreinu erum við nokkuð viss um að þetta sé besta opnun á vakt í Stóru Laxá fyrr og síðar. Alls var þrettán löxum landað á fyrstu vakt og töluvert líf var víða í ánni. Hvort þetta sé strax árangur af því að netin séu að stærstum hluta farin er erfitt að fullyrða en það verður að teljast nokkuð víst að svo sé. Stærsti laxinn sem kom upp í morgun var 86 sm en annars var um ágætt bland tveggja ára laxa og eins árs laxa. Þessar fréttir koma afskaplega vel við veiðimenn sem síðustu daga hafa lítið annað heyrt en að fámennt sé af laxi í mörgum ánum. Við erum þó alveg pollróleg ennþá, þetta var eiginlega bara að byrja. Stangveiði Mest lesið Yfirlýsing frá Skotvís: Týndar rjúpnaskyttur afleiðing sinnuleysis ráðherra Veiði 11 og 12 punda laxar í opnun Hvannadalsár Veiði 60 sm bleikjur úr Hjaltadalsá og Kolku Veiði Frábær tími fyrir ísdorg Veiði Góð opnun í Blöndu Veiði Laxinn gengin upp á svæði II og III í Blöndu Veiði Góður frágangur fer betur með búnaðinn Veiði Þingvallaurriðinn gefur sig ekki án fyrirhafnar Veiði Svona nærðu árangri í Þingvallavatni Veiði 170 laxa vika í Eystri Rangá Veiði
Án þess að vera með allar tölur aftur í tímann á hreinu erum við nokkuð viss um að þetta sé besta opnun á vakt í Stóru Laxá fyrr og síðar. Alls var þrettán löxum landað á fyrstu vakt og töluvert líf var víða í ánni. Hvort þetta sé strax árangur af því að netin séu að stærstum hluta farin er erfitt að fullyrða en það verður að teljast nokkuð víst að svo sé. Stærsti laxinn sem kom upp í morgun var 86 sm en annars var um ágætt bland tveggja ára laxa og eins árs laxa. Þessar fréttir koma afskaplega vel við veiðimenn sem síðustu daga hafa lítið annað heyrt en að fámennt sé af laxi í mörgum ánum. Við erum þó alveg pollróleg ennþá, þetta var eiginlega bara að byrja.
Stangveiði Mest lesið Yfirlýsing frá Skotvís: Týndar rjúpnaskyttur afleiðing sinnuleysis ráðherra Veiði 11 og 12 punda laxar í opnun Hvannadalsár Veiði 60 sm bleikjur úr Hjaltadalsá og Kolku Veiði Frábær tími fyrir ísdorg Veiði Góð opnun í Blöndu Veiði Laxinn gengin upp á svæði II og III í Blöndu Veiði Góður frágangur fer betur með búnaðinn Veiði Þingvallaurriðinn gefur sig ekki án fyrirhafnar Veiði Svona nærðu árangri í Þingvallavatni Veiði 170 laxa vika í Eystri Rangá Veiði