Heyrt margt verra frá Mourinho: „Augljóslega með mig á heilanum“ Sindri Sverrisson skrifar 28. júní 2021 08:00 Luke Shaw gekk illa að festa sig í sessi í liði United undir stjórn Jose Mourinho en hefur verið helsti vinstri bakvörður liðsins síðan Ole Gunnar Solskjær tók við því og átti mjög gott tímabil í vetur. EPA/PETER POWELL Luke Shaw segir að hann og liðsfélagar hans í enska landsliðinu eigi bágt með að skilja hversu áfjáður José Mourinho sé í að setja út á Shaw. Shaw hefur verið á uppleið síðustu tvö og hálft ár eftir að Mourinho var rekinn frá Manchester United. Arftaki Mourinho, Ole Gunnar Solskjær, hefur lagt traust á hinn 25 ára gamla Shaw sem Mourinho virðist hafa lagt í hálfgert einelti hjá United. Mourinho er ekki hættur að setja út á Shaw því þó að portúgalski stjórinn sé nú tekinn við Roma, eftir að hafa stýrt Tottenham í 18 mánuði, þá nýtti hann tækifærið sem álitsgjafi hjá Talksport til að gagnrýna bakvörðinn. Mourinho sagði að sendingar Shaw úr föstum leikatriðum væru „hrikalega lélegar“ eftir sigur Englands á Tékklandi á EM. Shaw hefur byrjað síðustu tvo leiki Englands á mótinu og gæti verið í liðinu sem mætir Þýskalandi í stórleiknum í 16-liða úrslitum annað kvöld. Liðsfélagarnir undrandi á Mourinho „Hann er augljóslega með mig á heilanum,“ sagði Shaw aðspurður um gagnrýni Mourinho. „Því er ekki að leyna að okkur samdi ekki. Ég held að hann hafi verið afar fær knattspyrnustjóri en, þið vitið, hið liðna tilheyrir fortíðinni. Það er tímabært að líta fram á við. Ég er að reyna að gera það en hann getur það augljóslega ekki,“ sagði Shaw og segir liðsfélaga sína furða sig á hátterni Mourinho. „Hann heldur alltaf áfram að tala um mig, sem mér finnst undarlegt. Sumir af strákunum hafa spurt „hvað er að hrjá hann?“ og „af hverju heldur hann áfram að tala?“ Hann þarf bara að snúa sér að öðru,“ sagði Shaw. „Það sem hann er að segja núna er ekkert í samanburði við það sem var áður fyrr, ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Ég er þó alveg kominn yfir það núna. Ég hef þroskast mikið. Ég lærði mikið á þessum þremur árum hjá honum. Ég á auðvelt með það núna að hundsa hann og jafnvel hlæja að þessu. En það er betra að ég hundsi þetta og haldi áfram með mitt líf,“ sagði Shaw. Næst á dagskrá í því lífi er stórleikurinn við Þýskaland á morgun. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Enski boltinn Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Fleiri fréttir „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Sjá meira
Shaw hefur verið á uppleið síðustu tvö og hálft ár eftir að Mourinho var rekinn frá Manchester United. Arftaki Mourinho, Ole Gunnar Solskjær, hefur lagt traust á hinn 25 ára gamla Shaw sem Mourinho virðist hafa lagt í hálfgert einelti hjá United. Mourinho er ekki hættur að setja út á Shaw því þó að portúgalski stjórinn sé nú tekinn við Roma, eftir að hafa stýrt Tottenham í 18 mánuði, þá nýtti hann tækifærið sem álitsgjafi hjá Talksport til að gagnrýna bakvörðinn. Mourinho sagði að sendingar Shaw úr föstum leikatriðum væru „hrikalega lélegar“ eftir sigur Englands á Tékklandi á EM. Shaw hefur byrjað síðustu tvo leiki Englands á mótinu og gæti verið í liðinu sem mætir Þýskalandi í stórleiknum í 16-liða úrslitum annað kvöld. Liðsfélagarnir undrandi á Mourinho „Hann er augljóslega með mig á heilanum,“ sagði Shaw aðspurður um gagnrýni Mourinho. „Því er ekki að leyna að okkur samdi ekki. Ég held að hann hafi verið afar fær knattspyrnustjóri en, þið vitið, hið liðna tilheyrir fortíðinni. Það er tímabært að líta fram á við. Ég er að reyna að gera það en hann getur það augljóslega ekki,“ sagði Shaw og segir liðsfélaga sína furða sig á hátterni Mourinho. „Hann heldur alltaf áfram að tala um mig, sem mér finnst undarlegt. Sumir af strákunum hafa spurt „hvað er að hrjá hann?“ og „af hverju heldur hann áfram að tala?“ Hann þarf bara að snúa sér að öðru,“ sagði Shaw. „Það sem hann er að segja núna er ekkert í samanburði við það sem var áður fyrr, ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Ég er þó alveg kominn yfir það núna. Ég hef þroskast mikið. Ég lærði mikið á þessum þremur árum hjá honum. Ég á auðvelt með það núna að hundsa hann og jafnvel hlæja að þessu. En það er betra að ég hundsi þetta og haldi áfram með mitt líf,“ sagði Shaw. Næst á dagskrá í því lífi er stórleikurinn við Þýskaland á morgun. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Enski boltinn Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Fleiri fréttir „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Sjá meira