Átta holu umspil þurfti til á PGA mótaröðinni í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júní 2021 16:02 Harris English virðir fyrir sér bikarinn eftir sigur sinn í nótt. AP/John Minchillo Bandaríkjamaðurinn Harris English fagnaði í nótt sigri á Travelers Championship á PGA mótaröðinni í golfi. English fór ekkert í felur með það að hann var þreyttur í höndunum eftir að hafa spilað 26 holur og alls í sex og hálfan tíma á lokadeginum. Það þurfti nefnilega átta holu bráðabana til að skera út um sigurvegara á mótinu og slíkt hefur aðeins gerst fimm sinnum í sögunni. Metið er reyndar ellefu holu umspil en þá, árið 1949, sættust menn á jafntefli því það var komið of mikið myrkur til að halda. Absolute theatre. @Harris_English birdies the eighth playoff hole to claim the @TravelersChamp. pic.twitter.com/3MmLjcqpI6— PGA TOUR (@PGATOUR) June 28, 2021 English og Kramer Hickok voru báðir á þrettán undir pari eftir 72 holur og því þurfti umspil. Þar gekk eins og áður sagði afar illa að fá sigurvegara þar sem þeir skiptust á að spila sautjándu og átjándu holuna. „Það var erfitt að halda einbeitingunni,“ sagði Harris English en bætti við: „Ég tek samt ofan fyrir honum fyrir góða baráttu,“ sagði English. .@Harris_English wins the @TravelersChamp in what ties the second-longest playoff in PGA Tour history. pic.twitter.com/KMkBYIlM2D— Golf Digest (@GolfDigest) June 28, 2021 Báðir spiluðu þeir fyrstu sjö holurnar á pari en á endanum setti English niður um fimm metra pútt og tryggði sér sigurinn. „Við vorum báðir að grínast með það að annar hvor okkur þyrfti nú að fara á ná fugli. Ég var í færi nokkrum sinnum en náði loksins að lesa það rétt,“ sagði English. Þetta var annar sigur English á þessu tímabili og sá fjórði á ferlinum á PGA-mótaröðinni. English náði að fylgja eftir flottri spilamennsku sinni á Opna bandaríska mótinu á dögunum þar sem hann náði þriðja sætinu. English fékk 1,368 milljónir dollara í verðlauna fé eða meira en 169 milljónir íslenskra króna. No need to apologize, @Harris_English. It was eight playoff holes of fun drama. pic.twitter.com/Pjx07zhsQf— PGA TOUR (@PGATOUR) June 28, 2021 Golf Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Svona var þing KKÍ Körfubolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Fleiri fréttir Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
English fór ekkert í felur með það að hann var þreyttur í höndunum eftir að hafa spilað 26 holur og alls í sex og hálfan tíma á lokadeginum. Það þurfti nefnilega átta holu bráðabana til að skera út um sigurvegara á mótinu og slíkt hefur aðeins gerst fimm sinnum í sögunni. Metið er reyndar ellefu holu umspil en þá, árið 1949, sættust menn á jafntefli því það var komið of mikið myrkur til að halda. Absolute theatre. @Harris_English birdies the eighth playoff hole to claim the @TravelersChamp. pic.twitter.com/3MmLjcqpI6— PGA TOUR (@PGATOUR) June 28, 2021 English og Kramer Hickok voru báðir á þrettán undir pari eftir 72 holur og því þurfti umspil. Þar gekk eins og áður sagði afar illa að fá sigurvegara þar sem þeir skiptust á að spila sautjándu og átjándu holuna. „Það var erfitt að halda einbeitingunni,“ sagði Harris English en bætti við: „Ég tek samt ofan fyrir honum fyrir góða baráttu,“ sagði English. .@Harris_English wins the @TravelersChamp in what ties the second-longest playoff in PGA Tour history. pic.twitter.com/KMkBYIlM2D— Golf Digest (@GolfDigest) June 28, 2021 Báðir spiluðu þeir fyrstu sjö holurnar á pari en á endanum setti English niður um fimm metra pútt og tryggði sér sigurinn. „Við vorum báðir að grínast með það að annar hvor okkur þyrfti nú að fara á ná fugli. Ég var í færi nokkrum sinnum en náði loksins að lesa það rétt,“ sagði English. Þetta var annar sigur English á þessu tímabili og sá fjórði á ferlinum á PGA-mótaröðinni. English náði að fylgja eftir flottri spilamennsku sinni á Opna bandaríska mótinu á dögunum þar sem hann náði þriðja sætinu. English fékk 1,368 milljónir dollara í verðlauna fé eða meira en 169 milljónir íslenskra króna. No need to apologize, @Harris_English. It was eight playoff holes of fun drama. pic.twitter.com/Pjx07zhsQf— PGA TOUR (@PGATOUR) June 28, 2021
Golf Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Svona var þing KKÍ Körfubolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Fleiri fréttir Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira