„Guðs mildi að hún skuli fá þetta tækifæri“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 28. júní 2021 14:31 Geir Ólafsson söngvari var gestur í Bítinu í dag. Vísir/Vilhelm Tónlistarmaðurinn Geir Ólafsson verður með annan fótinn í Kólumbíu á næstunni, þar sem kona hans og dóttir eru að flytja þangað. Geir segir að hún hafi ekki fengið vinnu hér á landi þrátt fyrir góða menntun. Adriana Patricia Sanches Krieger og Geir kynntust árið 2009 en þau eru búin að vera gift í fjögur ár. „Konan mín er búin að fá góða stöðu í Kólumbíu hjá VISA. Ég er náttúrulega gríðarlega stoltur af henni. Hún er búin að vera hérna heima á Íslandi og lokaðist hérna inni í veirunni í fyrra.“ Geir var í viðtali í Bítinu í dag og ræddi þessar breytingar. Hann segir að Adriana, sem er frá Kólumbíu, hafi viljað búa áfram á Íslandi en það hafi því miður ekki gengið upp. „Hún reyndi að sækja um vinnur hérna en það gekk ekki nægilega vel.“ Adriana hafi því ekki getað sagt nei við að vinna fyrir eitt stærsta fjármálafyrirtæki í heimi. „Hún er markaðs- og efnahagsfræðingur og búin að vinna í fjármálaheiminum í ótrúlega mörg ár.“ Hefði átt að fá meiri virðingu Geir segir að hann viti ekki af hverju eiginkonan hafi ekki fengið vinnu á Íslandi. Ég hef engar skýringar á því en engu að síður fannst mér skrítið alltaf að svona kona með hennar hæfileika, að skyldi ekki hafa gengið betur hvað það varðar. Oft á tíðum hefðu einhverjir átt kannski að sýna henni meiri virðingu. En ég ætla ekki að fara nánar út í það. Við erum bara þakklát fyrir þessa stöðu sem hún er komin í í dag.“ Hann segir að þau elski Ísland og líði vel hér. Geir segir að fimm ára dóttur þeirra líði vel hér, spili fótbolta með Val og tali íslensku ásamt þremur öðrum tungumálum. „Dóttir mín fer með henni og verður þarna þennan tíma sem hún er þarna úti,“ útskýrir Geir. „Ég verð hérna fram og til baka svo þið losnið ekki alveg við mig.“ Söngvarinn er þakklátur fyrir að á tímum sem þessum hafi hún fengið starf sem þetta. „Það er að mínu mati guðs mildi að hún skyldi fá þetta tækifæri.“ Hálf milljón fyrir afmæliskveðju Geir var spurður út í það hvort að hann tæki virkilega hálfa milljón fyrir persónulega kveðju, í gegnum fyrirtækið Boomerang sem sagt var frá á Vísi á dögunum. Hann staðfesti það. „Mér er full alvara með þetta. Vegna þess að ég fæ kannski fimmtán til tuttugu símtöl á mánuði um að taka upp myndbönd og senda fólki afmæliskveðjur. Ég hef alltaf gert það og hef aldrei tekið krónu fyrir það.“ Geir Ólafsson tekur að sér að gera myndbönd en það kostar sitt.Skjáskot/Boomerang.is Hann ætlar með þessu að nota vettvanginn til þess að láta gott af sér leiða. Var hann þá aðallega með stóra hópa og fyrirtæki í huga. „Allur peningurinn myndi renna algjörlega óskiptur til einhvers málefnis fyrir börn.“ Enginn hefur pantað kveðju eftir að verðskráin var birt en Geir hefur þó fengið einhverjar fyrirspurnir. Annars ræddi Geir líka um kvíðann, nýju plötuna og svo söng hann brot úr Nessun Dorma. Viðtalið má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Tónlist Bítið Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira
Adriana Patricia Sanches Krieger og Geir kynntust árið 2009 en þau eru búin að vera gift í fjögur ár. „Konan mín er búin að fá góða stöðu í Kólumbíu hjá VISA. Ég er náttúrulega gríðarlega stoltur af henni. Hún er búin að vera hérna heima á Íslandi og lokaðist hérna inni í veirunni í fyrra.“ Geir var í viðtali í Bítinu í dag og ræddi þessar breytingar. Hann segir að Adriana, sem er frá Kólumbíu, hafi viljað búa áfram á Íslandi en það hafi því miður ekki gengið upp. „Hún reyndi að sækja um vinnur hérna en það gekk ekki nægilega vel.“ Adriana hafi því ekki getað sagt nei við að vinna fyrir eitt stærsta fjármálafyrirtæki í heimi. „Hún er markaðs- og efnahagsfræðingur og búin að vinna í fjármálaheiminum í ótrúlega mörg ár.“ Hefði átt að fá meiri virðingu Geir segir að hann viti ekki af hverju eiginkonan hafi ekki fengið vinnu á Íslandi. Ég hef engar skýringar á því en engu að síður fannst mér skrítið alltaf að svona kona með hennar hæfileika, að skyldi ekki hafa gengið betur hvað það varðar. Oft á tíðum hefðu einhverjir átt kannski að sýna henni meiri virðingu. En ég ætla ekki að fara nánar út í það. Við erum bara þakklát fyrir þessa stöðu sem hún er komin í í dag.“ Hann segir að þau elski Ísland og líði vel hér. Geir segir að fimm ára dóttur þeirra líði vel hér, spili fótbolta með Val og tali íslensku ásamt þremur öðrum tungumálum. „Dóttir mín fer með henni og verður þarna þennan tíma sem hún er þarna úti,“ útskýrir Geir. „Ég verð hérna fram og til baka svo þið losnið ekki alveg við mig.“ Söngvarinn er þakklátur fyrir að á tímum sem þessum hafi hún fengið starf sem þetta. „Það er að mínu mati guðs mildi að hún skyldi fá þetta tækifæri.“ Hálf milljón fyrir afmæliskveðju Geir var spurður út í það hvort að hann tæki virkilega hálfa milljón fyrir persónulega kveðju, í gegnum fyrirtækið Boomerang sem sagt var frá á Vísi á dögunum. Hann staðfesti það. „Mér er full alvara með þetta. Vegna þess að ég fæ kannski fimmtán til tuttugu símtöl á mánuði um að taka upp myndbönd og senda fólki afmæliskveðjur. Ég hef alltaf gert það og hef aldrei tekið krónu fyrir það.“ Geir Ólafsson tekur að sér að gera myndbönd en það kostar sitt.Skjáskot/Boomerang.is Hann ætlar með þessu að nota vettvanginn til þess að láta gott af sér leiða. Var hann þá aðallega með stóra hópa og fyrirtæki í huga. „Allur peningurinn myndi renna algjörlega óskiptur til einhvers málefnis fyrir börn.“ Enginn hefur pantað kveðju eftir að verðskráin var birt en Geir hefur þó fengið einhverjar fyrirspurnir. Annars ræddi Geir líka um kvíðann, nýju plötuna og svo söng hann brot úr Nessun Dorma. Viðtalið má heyra í spilaranum hér fyrir neðan.
Tónlist Bítið Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira