Ein fjölfarnasta brekka hringvegarins breikkuð Kristján Már Unnarsson skrifar 28. júní 2021 22:22 Svona á Lögbergsbrekkan að líta út næsta vor, gangi verkið samkvæmt áætlun. Vegagerðin Vegagerðin hefur boðið út tvöföldun Suðurlandsvegar á þriggja kílómetra kafla um Lögbergsbrekku í útjaðri Reykjavíkur. Verkinu á að vera að fullu lokið fyrir næsta vor. Suðurlandsvegur næst Reykjavík er einn fjölfarnasti þjóðvegur landsins og aðeins með eina akrein í hvora átt á tíu kílómetra löngum kafla milli Rauðavatns og Fossvalla, ef frá er talin klifurrein í Lögbergsbrekku. Þá eru akreinar á þessum kafla ekki aðskildar með vegriði né umferðareyju. Suðurlandsvegur verður breikkaður milli Fossvalla og Gunnarshólma í þessum áfanga.Vegagerðin En núna er komið að því að bæta úr. Vegagerðin hefur boðið út breikkun vegarins ofan Gunnarshólma. Útboðið er auglýst á evrópska efnahagssvæðinu og rennur tilboðsfrestur út eftir tvær vikur. „Þetta er verkefni sem við skiptum í tvo hluta og tökum núna 3,3 kílómetra af þessum vegi,“ segir Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Í verkinu felst einnig að gera undirgöng fyrir hestamenn sem og hliðarvegi til að fækka gatnamótum. Þessum áfanga á að skila fullbúnum fyrir 1. apríl næsta vor. Hluti af verkinu er gerð hliðarvega og undirganga fyrir hestamenn.Vegagerðin „Og við höldum áfram með þetta verk væntanlega á næsta ári,“ segir Bergþóra. Í fyrra var kafli Suðurlandsvegar frá Vesturlandsvegi að Hádegismóum tvöfaldaður. En hvenær verður svo haldið áfram að breikka næst Reykjavík, kaflann meðfram Rauðavatni? „Ja, við erum ekki alveg komin þangað. Það er verið að vinna þann kafla, hann er í umhverfismati. Þannig að það er verið að skoða það mál allt saman. Þannig að þetta kemur svona, bit af bita,“ svarar vegamálastjóri. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Vegagerð Samgöngur Umferðaröryggi Tengdar fréttir Umferðarflæðið batnar þegar þessir þrír vegarkaflar klárast Verulegar samgöngubætur eru framundan á stofnbrautum Reykjavíkursvæðisins. Þrír vegarkaflar, sem allir bæta umferðarflæði, eru að klárast og verða teknir í notkun á næstu vikum. 19. október 2020 20:42 Breikkun sjö kílómetra kafla milli Selfoss og Hveragerðis boðin út Vegagerðin hyggst fyrir lok mánaðarins bjóða út stærsta útboðsverk sitt á árinu, breikkun sjö kílómetra kafla Suðurlandsvegar um Ölfus, 2+1 veg með aðskildum akstursstefnum. 12. janúar 2020 22:00 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Suðurlandsvegur næst Reykjavík er einn fjölfarnasti þjóðvegur landsins og aðeins með eina akrein í hvora átt á tíu kílómetra löngum kafla milli Rauðavatns og Fossvalla, ef frá er talin klifurrein í Lögbergsbrekku. Þá eru akreinar á þessum kafla ekki aðskildar með vegriði né umferðareyju. Suðurlandsvegur verður breikkaður milli Fossvalla og Gunnarshólma í þessum áfanga.Vegagerðin En núna er komið að því að bæta úr. Vegagerðin hefur boðið út breikkun vegarins ofan Gunnarshólma. Útboðið er auglýst á evrópska efnahagssvæðinu og rennur tilboðsfrestur út eftir tvær vikur. „Þetta er verkefni sem við skiptum í tvo hluta og tökum núna 3,3 kílómetra af þessum vegi,“ segir Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Í verkinu felst einnig að gera undirgöng fyrir hestamenn sem og hliðarvegi til að fækka gatnamótum. Þessum áfanga á að skila fullbúnum fyrir 1. apríl næsta vor. Hluti af verkinu er gerð hliðarvega og undirganga fyrir hestamenn.Vegagerðin „Og við höldum áfram með þetta verk væntanlega á næsta ári,“ segir Bergþóra. Í fyrra var kafli Suðurlandsvegar frá Vesturlandsvegi að Hádegismóum tvöfaldaður. En hvenær verður svo haldið áfram að breikka næst Reykjavík, kaflann meðfram Rauðavatni? „Ja, við erum ekki alveg komin þangað. Það er verið að vinna þann kafla, hann er í umhverfismati. Þannig að það er verið að skoða það mál allt saman. Þannig að þetta kemur svona, bit af bita,“ svarar vegamálastjóri. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Vegagerð Samgöngur Umferðaröryggi Tengdar fréttir Umferðarflæðið batnar þegar þessir þrír vegarkaflar klárast Verulegar samgöngubætur eru framundan á stofnbrautum Reykjavíkursvæðisins. Þrír vegarkaflar, sem allir bæta umferðarflæði, eru að klárast og verða teknir í notkun á næstu vikum. 19. október 2020 20:42 Breikkun sjö kílómetra kafla milli Selfoss og Hveragerðis boðin út Vegagerðin hyggst fyrir lok mánaðarins bjóða út stærsta útboðsverk sitt á árinu, breikkun sjö kílómetra kafla Suðurlandsvegar um Ölfus, 2+1 veg með aðskildum akstursstefnum. 12. janúar 2020 22:00 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Umferðarflæðið batnar þegar þessir þrír vegarkaflar klárast Verulegar samgöngubætur eru framundan á stofnbrautum Reykjavíkursvæðisins. Þrír vegarkaflar, sem allir bæta umferðarflæði, eru að klárast og verða teknir í notkun á næstu vikum. 19. október 2020 20:42
Breikkun sjö kílómetra kafla milli Selfoss og Hveragerðis boðin út Vegagerðin hyggst fyrir lok mánaðarins bjóða út stærsta útboðsverk sitt á árinu, breikkun sjö kílómetra kafla Suðurlandsvegar um Ölfus, 2+1 veg með aðskildum akstursstefnum. 12. janúar 2020 22:00