Ólafía fékk inngöngu í starfsnám eftir tveggja ára baráttu Samúel Karl Ólason skrifar 29. júní 2021 21:21 Ólafía Kristín Norðfjörð. Ólafía Kristín Norðfjörð hefur fengið inngöngu í starfsnám í lögreglufræðum hjá Mennta- og starfsþróunarsetri lögreglunnar. Það er eftir tæplega tveggja ára baráttu gegn því að notkun lyfseðilsskyldra lyfja sé útilokandi þáttur við inntöku. Ólafía tók áður inn kvíðalyf og þegar hún sótti fyrst um inngöngu haustið 2019 var umsókn hennar hafnað vegna þessa. Hún hefur starfað sem lögreglukona frá byrjun árs 2019. Hún sagði frá því að umsókn hennar hefði verið samþykkt á Facebook fyrr í kvöld. Í samtali við Vísi segir hún lögreglumenn ekki eiga að skammast sín fyrir að leita sér hjálpar ef þörf sé á. Ólafía segir það hafa tekið á að berjast fyrir þessu í tæp tvö ár og dagurinn hafi verið tilfinningaþrunginn. „Það voru gerðar breytingar á inntökuferlinu sem gerðu það að verkum að í rauninni var maður metinn meira sem einstaklingur. Eins og þetta var áður, um leið og sást að ég var að taka inn lyf eða hafði sótt mér aðstoð hvað varðar andlega heilsu, var manni eiginlega bolað út,“ segir Ólafía. „Núna í dag er þetta þannig að maður fær meiri séns, myndi ég segja, til að sýna hver þú ert.“ Þetta segir hún góða breytingu og telur hún þetta vera betra til framtíðar. Ólafía segir það hafa vakið spurningar hjá henni að hún fékk að vinna sem lögreglukona en ekki mennta sig sem slík. Eins og hún mætti ekki leita sér aðstoðar við andlegri vanlíðan. Hún segir það ákveðið tabú að ræða um andlega heilsu lögreglumanna. Það sé þó mjög mikilvægt að slík umræða sé opin og ætti það í raun við allar starfsstéttir. „Við eigum ekkert að skammast okkar fyrir að leita okkur aðstoðar ef það gerist eitthvað og sækjast eftir aðstoðinni. Það hjálpar okkur.“ Hún segir lögreglumenn og konur mega sýna veikleika án þess að verða dæmd. Sjá eining: Lögreglukona má ekki læra að verða lögreglukona vegna þess að hún tekur inn kvíðalyf Ólafía segir baráttuna hafa verið langa en hún hafi verið þess virði. Nú fái hún loksins að gera það sem hana langi að gera og hún sjái framtíðina hjá lögreglunni. „Vonandi verður þetta til þess að fleiri opni augun fyrir því að það er allt í lagi að vera lögreglumaður og leita sér aðstoðar ef maður þarf þess. Það þarf ekki að vera eitthvað feimnismál.“ Lögreglan Skóla - og menntamál Geðheilbrigði Lyf Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Sjá meira
Ólafía tók áður inn kvíðalyf og þegar hún sótti fyrst um inngöngu haustið 2019 var umsókn hennar hafnað vegna þessa. Hún hefur starfað sem lögreglukona frá byrjun árs 2019. Hún sagði frá því að umsókn hennar hefði verið samþykkt á Facebook fyrr í kvöld. Í samtali við Vísi segir hún lögreglumenn ekki eiga að skammast sín fyrir að leita sér hjálpar ef þörf sé á. Ólafía segir það hafa tekið á að berjast fyrir þessu í tæp tvö ár og dagurinn hafi verið tilfinningaþrunginn. „Það voru gerðar breytingar á inntökuferlinu sem gerðu það að verkum að í rauninni var maður metinn meira sem einstaklingur. Eins og þetta var áður, um leið og sást að ég var að taka inn lyf eða hafði sótt mér aðstoð hvað varðar andlega heilsu, var manni eiginlega bolað út,“ segir Ólafía. „Núna í dag er þetta þannig að maður fær meiri séns, myndi ég segja, til að sýna hver þú ert.“ Þetta segir hún góða breytingu og telur hún þetta vera betra til framtíðar. Ólafía segir það hafa vakið spurningar hjá henni að hún fékk að vinna sem lögreglukona en ekki mennta sig sem slík. Eins og hún mætti ekki leita sér aðstoðar við andlegri vanlíðan. Hún segir það ákveðið tabú að ræða um andlega heilsu lögreglumanna. Það sé þó mjög mikilvægt að slík umræða sé opin og ætti það í raun við allar starfsstéttir. „Við eigum ekkert að skammast okkar fyrir að leita okkur aðstoðar ef það gerist eitthvað og sækjast eftir aðstoðinni. Það hjálpar okkur.“ Hún segir lögreglumenn og konur mega sýna veikleika án þess að verða dæmd. Sjá eining: Lögreglukona má ekki læra að verða lögreglukona vegna þess að hún tekur inn kvíðalyf Ólafía segir baráttuna hafa verið langa en hún hafi verið þess virði. Nú fái hún loksins að gera það sem hana langi að gera og hún sjái framtíðina hjá lögreglunni. „Vonandi verður þetta til þess að fleiri opni augun fyrir því að það er allt í lagi að vera lögreglumaður og leita sér aðstoðar ef maður þarf þess. Það þarf ekki að vera eitthvað feimnismál.“
Lögreglan Skóla - og menntamál Geðheilbrigði Lyf Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Sjá meira