Öskur Grikkjans í nóttinni og einvígið jafnt Sindri Sverrisson skrifar 30. júní 2021 07:31 Clint Capela lagðist hálfpartinn ofan á Giannis Antetokounmpo sem meiddist eftir að hafa stokkið upp í baráttu um boltann. AP/Curtis Compton Giannis Antetokounmpo veinaði af sársauka áður en hann var studdur af velli í tapi Milwaukee Bucks gegn Atlanta Hawks, 110-88, í úrslitum austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Atlanta lék án sinnar skærustu stjörnu, Trae Young, sem að meiddist við að stíga óvart á dómara í leik þrjú í einvíginu. Án Young náði Atlanta engu að síður að jafna metin í einvíginu, 2-2. Nú er það Milwaukee sem gæti þurft að spjara sig án sinnar skærustu stjörnu. Ekkert hefur verið staðfest varðandi meiðsli Antetokounmpo, sem tvívegis hefur verið valinn mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar, en Grikkinn meiddist í hné í þriðja leikhluta og var augljóslega þjáður. Leit út fyrir að vera ansi slæmt Mike Budenholzer, þjálfari Milwaukee, sagði að það yrði að koma í ljós í dag hve alvarleg meiðslin væru. „Við tökum því sem að kemur. Við metum þetta. Við erum með frábært lið, frábæran hóp… Strákarnir undirbúa sig og þeir verða tilbúnir,“ sagði Budenholzer. Here s Giannis walking back to locker room under his own power. Best case he only stretched the ligaments, but sometimes guys have walked off with structural damage. pic.twitter.com/lylQ5kWGWD— BBALLBREAKDOWN (@bballbreakdown) June 30, 2021 „Ég heyrði hann öskra,“ sagði Khris Middleton, liðsfélagi Antetokounmpo, og Jrue Holiday bætti við: „Bara byggt á því hvernig hann greip um fótinn þá leit þetta út fyrir að vera ansi slæmt.“ Antetokounmpo yfirgaf völlinn í stöðunni 62-52 fyrir Atlanta eftir að hafa byrjað seinni hálfleik af krafti og skorað átta af 14 stigum sínum í leiknum. Atlanta var 51-38 yfir í hálfleik. Með Antetokounmpo innanborðs leit Milwaukee út fyrir að ætla að gera gott áhlaup en eftir að hann fór af velli var aldrei spurning hvernig færi. Án Youngs var Lou Williams stigahæstur hjá Atlanta með 21 stig og Bogdan Bogdanovic skoraði 20. Holidday var stigahæstur hjá Milwaukee með 19 stig og Middleton skoraði 16. Liðin mætast næst í Milwaukee annað kvöld en vinna þarf fjóra leiki til að komast í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar, gegn Phoenix Suns eða LA Clippers sem mætast í kvöld, eða kl. 1 eftir miðnætti að íslenskum tíma í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Haukar | Síðast unnu Haukar með 35 stigum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Sjá meira
Atlanta lék án sinnar skærustu stjörnu, Trae Young, sem að meiddist við að stíga óvart á dómara í leik þrjú í einvíginu. Án Young náði Atlanta engu að síður að jafna metin í einvíginu, 2-2. Nú er það Milwaukee sem gæti þurft að spjara sig án sinnar skærustu stjörnu. Ekkert hefur verið staðfest varðandi meiðsli Antetokounmpo, sem tvívegis hefur verið valinn mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar, en Grikkinn meiddist í hné í þriðja leikhluta og var augljóslega þjáður. Leit út fyrir að vera ansi slæmt Mike Budenholzer, þjálfari Milwaukee, sagði að það yrði að koma í ljós í dag hve alvarleg meiðslin væru. „Við tökum því sem að kemur. Við metum þetta. Við erum með frábært lið, frábæran hóp… Strákarnir undirbúa sig og þeir verða tilbúnir,“ sagði Budenholzer. Here s Giannis walking back to locker room under his own power. Best case he only stretched the ligaments, but sometimes guys have walked off with structural damage. pic.twitter.com/lylQ5kWGWD— BBALLBREAKDOWN (@bballbreakdown) June 30, 2021 „Ég heyrði hann öskra,“ sagði Khris Middleton, liðsfélagi Antetokounmpo, og Jrue Holiday bætti við: „Bara byggt á því hvernig hann greip um fótinn þá leit þetta út fyrir að vera ansi slæmt.“ Antetokounmpo yfirgaf völlinn í stöðunni 62-52 fyrir Atlanta eftir að hafa byrjað seinni hálfleik af krafti og skorað átta af 14 stigum sínum í leiknum. Atlanta var 51-38 yfir í hálfleik. Með Antetokounmpo innanborðs leit Milwaukee út fyrir að ætla að gera gott áhlaup en eftir að hann fór af velli var aldrei spurning hvernig færi. Án Youngs var Lou Williams stigahæstur hjá Atlanta með 21 stig og Bogdan Bogdanovic skoraði 20. Holidday var stigahæstur hjá Milwaukee með 19 stig og Middleton skoraði 16. Liðin mætast næst í Milwaukee annað kvöld en vinna þarf fjóra leiki til að komast í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar, gegn Phoenix Suns eða LA Clippers sem mætast í kvöld, eða kl. 1 eftir miðnætti að íslenskum tíma í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Haukar | Síðast unnu Haukar með 35 stigum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Sjá meira