Kínverjar sagðir byggja fjölda byrgja fyrir langdrægar eldflaugar Samúel Karl Ólason skrifar 30. júní 2021 22:30 Maður gengur framhjá Dongfeng 2 eldflaug fyrir utan hersafnið í Peking. EPA/ADRIAN BRADSHAW Kínverjar eru sagðir vera að byggja allt að 119 eldflaugabyrgi í eyðimörk í vesturhluta landsins. Byrgi þessi gætu hýst langdrægar eldflaugar sem geta borið kjarnorkuvopn. Þetta segja sérfræðingar sem hafa skoðað gervihnattamyndir af eyðimörkinni nærri borginni Yumen í Gansu-héraði. Myndirnar sýna 119 framkvæmdastaði sem þykja mjög líkir þekktum eldflaugabyrgjum í Kína sem notuð eru fyrir langdrægar eldflaugar sem geta borið kjarnorkuvopn. Þetta kemur fram í frétt Washington Post þar sem segir að reynist grunur áðurnefndra sérfræðinga réttur, sé um miklar vendingar að ræða þar sem Kínverjar eru taldir eiga einungis á milli 250 til 350 kjarnorkuvopn. Til samanburðar þá eiga Bandaríkjamenn og Rússar samanlagt rúmlega ellefu þúsund kjarnorkuvopn. Þá er tekið fram í fréttinni að ráðamenn í Kína hafi áður reist gervi-eldflaugabyrgi og mögulega gætu eldflaugar verið færðar á milli byrgja svo ekki væri hægt að vita með vissu hvar þær væru. Alls 145 byrgi sem vitað er um Jeffrey Lewis, einn viðmælandi WP, sem er sérfræðingur um kjarnorkuvopn Kína, segir að með þessum nýju byrgjum sé vitað um alls 145 slík í Kína. Reynist þessar fregnir réttar fæli það í sér umtalsverða aukningu í umfangi kjarnorkuvopna Kína eða í það minnsta að ráðamenn í Kína vilji leggja meiri áherslu á kjarnorkuvopn sín. Ráðamenn í Kína hafa sagt kjarnorkuvopn þeirra ekki nægilega alvarlega ógn, samanborið við vopn Bandaríkjanna og Rússlands. Lewis segir að hann og aðrir samstarfsmenn sínir telji markmið ráðamanna í Kína vera að stækka umfang kjarnorkuvopna sína til að hluta til með því markmiði að tryggja að þeir gætu svarað mögulegri skyndi-kjarnorkuárás Bandaríkjanna. Líklegast væri að byrgin myndu hýsa langdrægar eldflaugar sem kallast Dongfeng-41. Þær voru fyrst sýndar í skrúðgöngu árið 2019 og geta borið mörg kjarnorkuvopn. Þá eru þær taldar vera meðal langdrægustu eldflauga heimsins. Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa haldið því fram að undanförnu að hröð framþróun hafi orðið á kjarnorkuvopnum Kína. Kínverjar væru bæði að fjölga langdrægum eldflaugum og smærri færanlegum eldflaugum. Þar að auki hefðu Kínverjar tekið nýja kafbáta sem geta borið kjarnorkuvopn í notkun. Mikil spenna hefur verið milli Bandaríkjanna og Kína undanfarin misseri. Sjá einnig: Segja Bandaríkjunum að hætta að leika sér að eldi Í Bandaríkjunum hafa hernaðaryfirvöld tilkynnt nútímavæðingu kjarnorkuvopna og eldflaugavarna. Á næstu tveimur áratugum stendur meðal annars til að fjölga eldflaugum sem geti borið kjarnorkuvopn og sömuleiðis þróa ný kjarnorkuvopn. Svipaða sögu er að segja frá Rússlandi þar sem ráðamenn hafa sömuleiðis heitið því að uppfæra vopnabúr sín. Það sama á við Indland og Frakkland. Kína Bandaríkin Rússland Hernaður Tengdar fréttir Taívan býr sig undir átök við Kína Joseph Wu, utanríkisráðherra Taívan, segir stjórnvöld þurfa að undirbúa sig undir möguleg hernaðarátök. Þetta sagði hann í viðtali við CNN en fyrir um viku síðan flugu 28 kínverskar herþotur og sprengjuflugvélar inn í lofthelgi landsins. 24. júní 2021 11:34 Hófstilltar væntingar um árangur fundar Biden og Pútín Joe Biden Bandaríkjaforseti hittir í dag kollega sinn Vladimír Pútín Rússlandsforseta á fundi í svissnesku borginni Genf. 16. júní 2021 07:02 NATO kvartar undan Kínverjum sem skjóta til baka á „lítil bandalög“ sem vilja ráða öllu Jens Stoltenberg, aðalframkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, gerði aukin umsvif Kínverja að umtalsefni við upphaf leiðtogafundar NATO í Brussel í dag. 14. júní 2021 12:52 Segja Kínverja hafa skapað „dystópískt helvíti“ í Xinjiang Mannréttindasamtökin Amnesty International saka kínversk stjórnvöld um glæpi gegn mannkyninu með meðferð sinni á úígúrum í Xinjiang-héraði. Framkvæmdastjóri samtakanna segir kommúnistastjórnina hafa skapað „dystópískt helvíti af gífurlegri stærðargráðu“. 10. júní 2021 15:54 Sagði lýðræðið þurfa að sanna sig Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, lagði línurnar í nótt að umfangsmiklum breytum á velferðarkerfi Bandaríkjanna og umsvifum alríkisins á hagkerfið. Þetta sagði hann í fyrsta ávarpi sínu fyrir báðum deildum Bandaríkjaþings í nótt. 29. apríl 2021 08:59 Selunum sigað á Kína og Rússland Yfirmenn herafla Bandaríkjanna hafa ákveðið að gera töluverðar breytingar á einhverjum frægust herdeildum sérsveitarmanna í heiminum. Með breytingunum eiga svokallaðir Selir að leggja minni áherslu á stríðið gegn hryðjuverkum og meiri áherslu á átök milli ríkja. 28. apríl 2021 15:07 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Hófu skothríð á ferðamenn í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Hófu skothríð á ferðamenn í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Sjá meira
Þetta segja sérfræðingar sem hafa skoðað gervihnattamyndir af eyðimörkinni nærri borginni Yumen í Gansu-héraði. Myndirnar sýna 119 framkvæmdastaði sem þykja mjög líkir þekktum eldflaugabyrgjum í Kína sem notuð eru fyrir langdrægar eldflaugar sem geta borið kjarnorkuvopn. Þetta kemur fram í frétt Washington Post þar sem segir að reynist grunur áðurnefndra sérfræðinga réttur, sé um miklar vendingar að ræða þar sem Kínverjar eru taldir eiga einungis á milli 250 til 350 kjarnorkuvopn. Til samanburðar þá eiga Bandaríkjamenn og Rússar samanlagt rúmlega ellefu þúsund kjarnorkuvopn. Þá er tekið fram í fréttinni að ráðamenn í Kína hafi áður reist gervi-eldflaugabyrgi og mögulega gætu eldflaugar verið færðar á milli byrgja svo ekki væri hægt að vita með vissu hvar þær væru. Alls 145 byrgi sem vitað er um Jeffrey Lewis, einn viðmælandi WP, sem er sérfræðingur um kjarnorkuvopn Kína, segir að með þessum nýju byrgjum sé vitað um alls 145 slík í Kína. Reynist þessar fregnir réttar fæli það í sér umtalsverða aukningu í umfangi kjarnorkuvopna Kína eða í það minnsta að ráðamenn í Kína vilji leggja meiri áherslu á kjarnorkuvopn sín. Ráðamenn í Kína hafa sagt kjarnorkuvopn þeirra ekki nægilega alvarlega ógn, samanborið við vopn Bandaríkjanna og Rússlands. Lewis segir að hann og aðrir samstarfsmenn sínir telji markmið ráðamanna í Kína vera að stækka umfang kjarnorkuvopna sína til að hluta til með því markmiði að tryggja að þeir gætu svarað mögulegri skyndi-kjarnorkuárás Bandaríkjanna. Líklegast væri að byrgin myndu hýsa langdrægar eldflaugar sem kallast Dongfeng-41. Þær voru fyrst sýndar í skrúðgöngu árið 2019 og geta borið mörg kjarnorkuvopn. Þá eru þær taldar vera meðal langdrægustu eldflauga heimsins. Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa haldið því fram að undanförnu að hröð framþróun hafi orðið á kjarnorkuvopnum Kína. Kínverjar væru bæði að fjölga langdrægum eldflaugum og smærri færanlegum eldflaugum. Þar að auki hefðu Kínverjar tekið nýja kafbáta sem geta borið kjarnorkuvopn í notkun. Mikil spenna hefur verið milli Bandaríkjanna og Kína undanfarin misseri. Sjá einnig: Segja Bandaríkjunum að hætta að leika sér að eldi Í Bandaríkjunum hafa hernaðaryfirvöld tilkynnt nútímavæðingu kjarnorkuvopna og eldflaugavarna. Á næstu tveimur áratugum stendur meðal annars til að fjölga eldflaugum sem geti borið kjarnorkuvopn og sömuleiðis þróa ný kjarnorkuvopn. Svipaða sögu er að segja frá Rússlandi þar sem ráðamenn hafa sömuleiðis heitið því að uppfæra vopnabúr sín. Það sama á við Indland og Frakkland.
Kína Bandaríkin Rússland Hernaður Tengdar fréttir Taívan býr sig undir átök við Kína Joseph Wu, utanríkisráðherra Taívan, segir stjórnvöld þurfa að undirbúa sig undir möguleg hernaðarátök. Þetta sagði hann í viðtali við CNN en fyrir um viku síðan flugu 28 kínverskar herþotur og sprengjuflugvélar inn í lofthelgi landsins. 24. júní 2021 11:34 Hófstilltar væntingar um árangur fundar Biden og Pútín Joe Biden Bandaríkjaforseti hittir í dag kollega sinn Vladimír Pútín Rússlandsforseta á fundi í svissnesku borginni Genf. 16. júní 2021 07:02 NATO kvartar undan Kínverjum sem skjóta til baka á „lítil bandalög“ sem vilja ráða öllu Jens Stoltenberg, aðalframkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, gerði aukin umsvif Kínverja að umtalsefni við upphaf leiðtogafundar NATO í Brussel í dag. 14. júní 2021 12:52 Segja Kínverja hafa skapað „dystópískt helvíti“ í Xinjiang Mannréttindasamtökin Amnesty International saka kínversk stjórnvöld um glæpi gegn mannkyninu með meðferð sinni á úígúrum í Xinjiang-héraði. Framkvæmdastjóri samtakanna segir kommúnistastjórnina hafa skapað „dystópískt helvíti af gífurlegri stærðargráðu“. 10. júní 2021 15:54 Sagði lýðræðið þurfa að sanna sig Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, lagði línurnar í nótt að umfangsmiklum breytum á velferðarkerfi Bandaríkjanna og umsvifum alríkisins á hagkerfið. Þetta sagði hann í fyrsta ávarpi sínu fyrir báðum deildum Bandaríkjaþings í nótt. 29. apríl 2021 08:59 Selunum sigað á Kína og Rússland Yfirmenn herafla Bandaríkjanna hafa ákveðið að gera töluverðar breytingar á einhverjum frægust herdeildum sérsveitarmanna í heiminum. Með breytingunum eiga svokallaðir Selir að leggja minni áherslu á stríðið gegn hryðjuverkum og meiri áherslu á átök milli ríkja. 28. apríl 2021 15:07 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Hófu skothríð á ferðamenn í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Hófu skothríð á ferðamenn í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Sjá meira
Taívan býr sig undir átök við Kína Joseph Wu, utanríkisráðherra Taívan, segir stjórnvöld þurfa að undirbúa sig undir möguleg hernaðarátök. Þetta sagði hann í viðtali við CNN en fyrir um viku síðan flugu 28 kínverskar herþotur og sprengjuflugvélar inn í lofthelgi landsins. 24. júní 2021 11:34
Hófstilltar væntingar um árangur fundar Biden og Pútín Joe Biden Bandaríkjaforseti hittir í dag kollega sinn Vladimír Pútín Rússlandsforseta á fundi í svissnesku borginni Genf. 16. júní 2021 07:02
NATO kvartar undan Kínverjum sem skjóta til baka á „lítil bandalög“ sem vilja ráða öllu Jens Stoltenberg, aðalframkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, gerði aukin umsvif Kínverja að umtalsefni við upphaf leiðtogafundar NATO í Brussel í dag. 14. júní 2021 12:52
Segja Kínverja hafa skapað „dystópískt helvíti“ í Xinjiang Mannréttindasamtökin Amnesty International saka kínversk stjórnvöld um glæpi gegn mannkyninu með meðferð sinni á úígúrum í Xinjiang-héraði. Framkvæmdastjóri samtakanna segir kommúnistastjórnina hafa skapað „dystópískt helvíti af gífurlegri stærðargráðu“. 10. júní 2021 15:54
Sagði lýðræðið þurfa að sanna sig Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, lagði línurnar í nótt að umfangsmiklum breytum á velferðarkerfi Bandaríkjanna og umsvifum alríkisins á hagkerfið. Þetta sagði hann í fyrsta ávarpi sínu fyrir báðum deildum Bandaríkjaþings í nótt. 29. apríl 2021 08:59
Selunum sigað á Kína og Rússland Yfirmenn herafla Bandaríkjanna hafa ákveðið að gera töluverðar breytingar á einhverjum frægust herdeildum sérsveitarmanna í heiminum. Með breytingunum eiga svokallaðir Selir að leggja minni áherslu á stríðið gegn hryðjuverkum og meiri áherslu á átök milli ríkja. 28. apríl 2021 15:07