Íslenski boltinn

Katrín: Tilfinningin gæti ekki verið betri

Dagur Lárusson skrifar
Katrín Ásbjörnsdóttir í leik með Stjörnunni, fyrir þó nokkrum árum síðan.
Katrín Ásbjörnsdóttir í leik með Stjörnunni, fyrir þó nokkrum árum síðan. vísir/andri marinó

Katrín Ásbjörnsdóttir var í miklu stuði á Kópavogsvelli í kvöld þegar Stjarnan hafði betur gegn Íslandsmeisturum Breiðabliks en hún skoraði bæði mörk Stjörnunnar í 2-1 sigri.

„Tilfinningin gæti ekki verið betri. Við erum mjög sáttar með okkar leik þó svo að þetta hafi kannski ekki verið eithvað svakaleg spilamennska hjá hvorugu liðinu,” byrjaði Katrín á að segja.

Katrín vildi meina að barátta liðsins hafi verið lykilinn í sigrinum í kvöld.

„Við vissum að þetta yrði mikill baráttu leikur og að þær yrðu meira með boltann. Við lögðum einfaldlega upp með það að gefa þeim hörku leik og þá sérstaklega hvað baráttuna varðar og mér fannst við vinna þá baráttu. Svo fylgdi hitt með, pressan var góð og við nýttum færin okkar vel.”

Katrín var ánægð með sína eigin spilamennsku og sagði að hluti af upplegginu hafi verið að hún myndi leita niður og spila boltanum út á kanntana.

„Já það var hluti af upplegginu að koma honum upp á mig og ég myndi síðan setja boltann út og við gerðum það mjög vel,” endaði Katrín á að segja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×