Fasteignafélag stofnað utan um húsnæði Háskóla Íslands Árni Sæberg skrifar 1. júlí 2021 11:40 Jón Atli Benediktsson og Bjarni Benediktsson við undirritun stofnsamnings um nýtt fasteignafélag. Stjórnarráðið Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, og Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, gengu í gær formlega frá stofnun sérstaks fasteignafélags um eignarhald og umsjá fasteigna sem nýttar eru í starfsemi skólans. Fasteignir skólans verða nú færðar í fasteignafélag sem mun rukka skólann um leigu fyrir afnot fasteignanna. Miðað verður við að leigan verði hóflegt endurgjald eða jafnvel raunkostnaður. Með þessu er verið að uppfylla þau grunnsjónarmið sem koma fram í lögum um opinber fjármál um sérhæfða eignaumsýslu og fjárhagslegt gagnsæi við húsnæðisrekstur. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, er þakklátur öllum þeim sem komið hafa að stofnun félagsins síðastliðin tvö ár. „Lögð var rík áhersla á að rekstur fasteigna undir starfsemi Háskólans yrði sem næst stjórnsýslu hans enda hefur verið staðið vel að uppbyggingu fasteigna undir starfsemina allt frá stofnun skólans. Af þessum sökum óskaði Háskólinn eftir því að stofnað yrði sérstakt félag utan fasteignirnar og er það mjög ánægjulegt að stjórnvöld hafi orðið við þeirri beiðni háskólans með stofnun þessa félags,“ segir hann. Fasteignasafnið þjóni sem best hagsmunum Háskólans Í tilkynningu fjármála- og efnahagsráðuneytisins segir að á undanförnum árum hafi markvisst verið unnið að því að byggja upp miðlæga og faglega umsýslu á eignasafni ríkisins ásamt því að auka fjárhagslegt gagnsæi við rekstur fasteigna. Með stofnun fasteignafélags um fasteignir Háskóla Íslands sé mikilvægt skref stigið í þá átt að ljúka þeirri vinnu. Breyttu fyrirkomulagi er ætlað að tryggja að nauðsynleg sérþekking sé til staðar í tengslum við viðhald og umsýslu sérhæfðra eigna háskólans sem eru nátengd starfseminni og koma í veg fyrir að viðhaldsskuld geti myndast í fasteignarekstrinum. „Með stofnun fasteignafélagsins er tryggt að kostnaður við rekstur fasteignanna verður sýnilegur án þess að það komi niður á fjárhagslegri getu háskólans til veita þá þjónustu sem honum er ætlað að veita. Þetta skapar fjárhagslegt aðhald og hvata til hagræðingar í rekstri húsnæðis, bæði með betri nýtingu og með þróun fasteignasafnsins þannig að það þjóni sem best hagsmunum háskólans,“ segir Bjarni Benediktsson um stofnun fasteignafélagsins. Háskólinn er um hundrað þúsund fermetrar Háskóli Íslands nýtir um 100 þúsund fermetra af húsnæði fyrir starfsemi sína í dag í nokkrum tugum bygginga. Til viðbótar leigir háskólinn um fimm þúsund fermetra. Til samanburðar þá nýtir Landspítalinn um 162 þúsund fermetra undir sína starfsemi og Ríkiseignir eru með yfir 500 þúsund fermetra í sinni umsýslu víðsvegar um landið. Háskólar Skóla - og menntamál Húsnæðismál Mest lesið Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira
Fasteignir skólans verða nú færðar í fasteignafélag sem mun rukka skólann um leigu fyrir afnot fasteignanna. Miðað verður við að leigan verði hóflegt endurgjald eða jafnvel raunkostnaður. Með þessu er verið að uppfylla þau grunnsjónarmið sem koma fram í lögum um opinber fjármál um sérhæfða eignaumsýslu og fjárhagslegt gagnsæi við húsnæðisrekstur. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, er þakklátur öllum þeim sem komið hafa að stofnun félagsins síðastliðin tvö ár. „Lögð var rík áhersla á að rekstur fasteigna undir starfsemi Háskólans yrði sem næst stjórnsýslu hans enda hefur verið staðið vel að uppbyggingu fasteigna undir starfsemina allt frá stofnun skólans. Af þessum sökum óskaði Háskólinn eftir því að stofnað yrði sérstakt félag utan fasteignirnar og er það mjög ánægjulegt að stjórnvöld hafi orðið við þeirri beiðni háskólans með stofnun þessa félags,“ segir hann. Fasteignasafnið þjóni sem best hagsmunum Háskólans Í tilkynningu fjármála- og efnahagsráðuneytisins segir að á undanförnum árum hafi markvisst verið unnið að því að byggja upp miðlæga og faglega umsýslu á eignasafni ríkisins ásamt því að auka fjárhagslegt gagnsæi við rekstur fasteigna. Með stofnun fasteignafélags um fasteignir Háskóla Íslands sé mikilvægt skref stigið í þá átt að ljúka þeirri vinnu. Breyttu fyrirkomulagi er ætlað að tryggja að nauðsynleg sérþekking sé til staðar í tengslum við viðhald og umsýslu sérhæfðra eigna háskólans sem eru nátengd starfseminni og koma í veg fyrir að viðhaldsskuld geti myndast í fasteignarekstrinum. „Með stofnun fasteignafélagsins er tryggt að kostnaður við rekstur fasteignanna verður sýnilegur án þess að það komi niður á fjárhagslegri getu háskólans til veita þá þjónustu sem honum er ætlað að veita. Þetta skapar fjárhagslegt aðhald og hvata til hagræðingar í rekstri húsnæðis, bæði með betri nýtingu og með þróun fasteignasafnsins þannig að það þjóni sem best hagsmunum háskólans,“ segir Bjarni Benediktsson um stofnun fasteignafélagsins. Háskólinn er um hundrað þúsund fermetrar Háskóli Íslands nýtir um 100 þúsund fermetra af húsnæði fyrir starfsemi sína í dag í nokkrum tugum bygginga. Til viðbótar leigir háskólinn um fimm þúsund fermetra. Til samanburðar þá nýtir Landspítalinn um 162 þúsund fermetra undir sína starfsemi og Ríkiseignir eru með yfir 500 þúsund fermetra í sinni umsýslu víðsvegar um landið.
Háskólar Skóla - og menntamál Húsnæðismál Mest lesið Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira