Antetokounmpo áhorfandi þegar Milwaukee tók forystuna Sindri Sverrisson skrifar 2. júlí 2021 07:31 Khris Middleton kemur boltanum í körfuna. AP/Aaron Gash Milwaukee Bucks eru einum sigri frá því að komast í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar í körfubolta, gegn Phoenix Suns, eftir að hafa unnið Atlanta Hawks í nótt, 123-112. Milwaukee lék án Giannis Antetokounmpo eftir að Grikkinn magnaði, sem tvívegis hefur verið valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar, meiddist í hné í fjórða leik einvígisins. Giannis Antetokounmpo fylgdist með leiknum í nótt en gat ekki tekið þátt.AP/Curtis Compton Félagar hans kepptust við að fylla í skarðið og sáu til þess að Milwaukee er nú 3-2 yfir í einvíginu. Næsti leikur er í Atlanta á laugardaginn þar sem heimamenn verða að vinna til að knýja fram oddaleik. Atlanta var sömuleiðis án sinnar stærstu stjörnu í nótt, annan leikinn í röð, því Trae Young er enn að jafna sig í fætinum eftir að hafa óvart stigið á dómara í leik þrjú. Í fjarveru Antetokounmpo skoruðu fjórir leikmenn Milwaukee að minnsta kosti 22 stig hver í leiknum. Brook Lopez skoraði flest eða 33 stig, fleiri en hann hefur gert í leik í úrslitakeppni. Khris Middleton skoraði 26, Jrue Holiday 25 og Bobby Portis 22. Middleton var líka með 13 fráköst og átta stoðsendingar, og Holiday með 13 stoðsendingar og sex fráköst. Middleton, Holiday help the @Bucks take a 3-2 lead in the #NBAECF presented by AT&T! #NBAPlayoffs @Khris22m: 26 PTS, 13 REB, 8 AST@Jrue_Holiday11: 25 PTS, 13 ASTGame 6: Sat, 8:30pm/et, TNT pic.twitter.com/TgxZp5QWCf— NBA (@NBA) July 2, 2021 „Við vissum hvaða stöðu við værum í, án eins besta leikmanns í heiminum,“ sagði Porter. „Aðrir urð því að stækka sitt hlutverk. Það gerðu menn og skiluðu sínu fullkomlega.“ Milwaukee komst í 30-10 í nótt og lenti aldrei undir í leiknum, eftir að hafa aldrei komist yfir í leik fjögur í einvíginu. Nate McMillan, þjálfari Atlanta, kvaðst eiga von á því að það yrði ákveðið á morgun hvort að Young væri klár í slaginn. Mike Budenholzer, þjálfari Milwaukee, gaf ekkert uppi um hvort Antetokounmpo gæti spilað á morgun. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Fleiri fréttir Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjá meira
Milwaukee lék án Giannis Antetokounmpo eftir að Grikkinn magnaði, sem tvívegis hefur verið valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar, meiddist í hné í fjórða leik einvígisins. Giannis Antetokounmpo fylgdist með leiknum í nótt en gat ekki tekið þátt.AP/Curtis Compton Félagar hans kepptust við að fylla í skarðið og sáu til þess að Milwaukee er nú 3-2 yfir í einvíginu. Næsti leikur er í Atlanta á laugardaginn þar sem heimamenn verða að vinna til að knýja fram oddaleik. Atlanta var sömuleiðis án sinnar stærstu stjörnu í nótt, annan leikinn í röð, því Trae Young er enn að jafna sig í fætinum eftir að hafa óvart stigið á dómara í leik þrjú. Í fjarveru Antetokounmpo skoruðu fjórir leikmenn Milwaukee að minnsta kosti 22 stig hver í leiknum. Brook Lopez skoraði flest eða 33 stig, fleiri en hann hefur gert í leik í úrslitakeppni. Khris Middleton skoraði 26, Jrue Holiday 25 og Bobby Portis 22. Middleton var líka með 13 fráköst og átta stoðsendingar, og Holiday með 13 stoðsendingar og sex fráköst. Middleton, Holiday help the @Bucks take a 3-2 lead in the #NBAECF presented by AT&T! #NBAPlayoffs @Khris22m: 26 PTS, 13 REB, 8 AST@Jrue_Holiday11: 25 PTS, 13 ASTGame 6: Sat, 8:30pm/et, TNT pic.twitter.com/TgxZp5QWCf— NBA (@NBA) July 2, 2021 „Við vissum hvaða stöðu við værum í, án eins besta leikmanns í heiminum,“ sagði Porter. „Aðrir urð því að stækka sitt hlutverk. Það gerðu menn og skiluðu sínu fullkomlega.“ Milwaukee komst í 30-10 í nótt og lenti aldrei undir í leiknum, eftir að hafa aldrei komist yfir í leik fjögur í einvíginu. Nate McMillan, þjálfari Atlanta, kvaðst eiga von á því að það yrði ákveðið á morgun hvort að Young væri klár í slaginn. Mike Budenholzer, þjálfari Milwaukee, gaf ekkert uppi um hvort Antetokounmpo gæti spilað á morgun. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Fleiri fréttir Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjá meira