Gunnar Smári býður sig fram: „Sósíalismi er í tísku“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 4. júlí 2021 16:21 Gunnar Smári Egilsson er stofnandi Sósíalistaflokksins. Gunnar Smári Egilsson stofnandi Sósíalistaflokksins ætlar að gefa kost á sér á lista flokksins fyrir komandi kosningar. Hann segir það sæta tíðindum í íslenskum stjórnmálum að stjórnmálaflokkur mælist með fulltrúa á þingi án þess að hafa kynnt framboðslista flokksins. Sósíalismi sé í tísku meðal ungs fólks. Á síðustu mánuðum hefur sósíalistaflokkurinn iðulega mælst með hátt í fimm prósent fylgi í komandi Alþingiskosningum, oft þannig að flokkurinn næði þremur mönnum inn á þing. Í dag var svokallað sósíalistaþing þar sem meðal annars var farið yfir stöðu flokksins í aðdraganda kosninganna í haust. Gunnar Smári er bjartsýnn á að flokkurinn komist á þing. „Flokkurinn mælist inni og er búinn að mælast inni eiginlega allt þetta ár á þingi án þess að hafa kynnt lista. Þetta eru grasrótarsamtök, þetta er ekki klofningur út frá öðrum flokkum, þetta er flokkur sem hefur orðið til út frá brýnni þörf almennings,“ segir Gunnar Smári. Það hafi aðeins einu sinni gerst áður að flokkur mælist inn á þing án þess að hafa kynnt framboðslista. En er listinn tilbúinn? „Nei, það er kjörnefnd sem mun ganga frá honum fyrir verslunarmannahelgina,“ segir Gunnar Smári. Hann hafi verið hvattur til að bjóða sig fram. „Ég lofaði kjörnefnd því að ákveða mig um helgina og gefa þeim svarið eftir þessa helgi. Þegar ég gekk inn í salinn í dag og sá félaga mína þar þá ákvað ég með sjálfum mér að ef að félagarnir telja sig geta notað mig þá er ég alveg til í að bjóða mig fram,“ segir Gunnar Smári. Samfylkingin mælist nú með 9,9 prósent fylgi og hefur ekki mælst minni á kjörtímabilinu. Gunnar Smári telur ekki endilega að Sósíalistaflokkurinn sé að taka fylgi frá flokknum. „Þegar við mælum þetta erum við eiginlega að taka fylgi frá öllum miðað við hvað fólk kaus síðast. Þannig ég held að við séum fyrst og fremst að svara einhverju sem ekki var til áður,“ segir Gunnar Smári. Allur gangur sé á því hverjir skrái sig í flokkinn. „Þetta er bara þverskurður úr samfélaginu og það hefur alltaf verið markmið Sósíalistaflokksins að hafa það þannig. Ég fann enn eina sönnun þegar ég leit yfir salinn núna, þetta er bara alls konar fólk. Hellingur af ungu fólki. Sósíalismi er í tísku meðal ungs fólks,“ segir Gunnar Smári. Sósíalistaflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Á síðustu mánuðum hefur sósíalistaflokkurinn iðulega mælst með hátt í fimm prósent fylgi í komandi Alþingiskosningum, oft þannig að flokkurinn næði þremur mönnum inn á þing. Í dag var svokallað sósíalistaþing þar sem meðal annars var farið yfir stöðu flokksins í aðdraganda kosninganna í haust. Gunnar Smári er bjartsýnn á að flokkurinn komist á þing. „Flokkurinn mælist inni og er búinn að mælast inni eiginlega allt þetta ár á þingi án þess að hafa kynnt lista. Þetta eru grasrótarsamtök, þetta er ekki klofningur út frá öðrum flokkum, þetta er flokkur sem hefur orðið til út frá brýnni þörf almennings,“ segir Gunnar Smári. Það hafi aðeins einu sinni gerst áður að flokkur mælist inn á þing án þess að hafa kynnt framboðslista. En er listinn tilbúinn? „Nei, það er kjörnefnd sem mun ganga frá honum fyrir verslunarmannahelgina,“ segir Gunnar Smári. Hann hafi verið hvattur til að bjóða sig fram. „Ég lofaði kjörnefnd því að ákveða mig um helgina og gefa þeim svarið eftir þessa helgi. Þegar ég gekk inn í salinn í dag og sá félaga mína þar þá ákvað ég með sjálfum mér að ef að félagarnir telja sig geta notað mig þá er ég alveg til í að bjóða mig fram,“ segir Gunnar Smári. Samfylkingin mælist nú með 9,9 prósent fylgi og hefur ekki mælst minni á kjörtímabilinu. Gunnar Smári telur ekki endilega að Sósíalistaflokkurinn sé að taka fylgi frá flokknum. „Þegar við mælum þetta erum við eiginlega að taka fylgi frá öllum miðað við hvað fólk kaus síðast. Þannig ég held að við séum fyrst og fremst að svara einhverju sem ekki var til áður,“ segir Gunnar Smári. Allur gangur sé á því hverjir skrái sig í flokkinn. „Þetta er bara þverskurður úr samfélaginu og það hefur alltaf verið markmið Sósíalistaflokksins að hafa það þannig. Ég fann enn eina sönnun þegar ég leit yfir salinn núna, þetta er bara alls konar fólk. Hellingur af ungu fólki. Sósíalismi er í tísku meðal ungs fólks,“ segir Gunnar Smári.
Sósíalistaflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira