Þriðji sigur Verstappen í röð Valur Páll Eiríksson skrifar 4. júlí 2021 21:30 Max Verstappen er á góðu skriði í Formúlunni. Getty Images/Bryn Lennon Hollenski ökuþórinn Max Verstappen, úr Red Bull, fagnaði sigri í austurríska kappakstrinum í Formúlu 1 í dag. Fátt fær hann stöðvað þessa dagana. Um var að ræða annan kappaksturinn í Austurríki í röð en síðasta mót var Styrnukappaksturinn þar sem Verstappen fagnaði sigri, rétt eins og hann gerði í Frakklandi þar á undan. Verstappen var á ráspól í dag og hélt forystunni eftir fyrstu beygjurnar. Bretinn Lando Norris á McLaren var annar í rásröðinni en hann var lengi vel í baráttu við landa sinn, heimsmeistarann Lewis Hamilton, sem sótti að honum. Verstappen jók forskot sitt á meðan og hélt því allt til loka. Hamilton náði fram úr Norris en lenti síðar í dekkjavandræðum sem leiddi til þess að liðsfélaga hans Valtteri Bottas var hleypt fram úr honum. Norris nýtti sér þá vandræði Hamilton og tók af honum þriðja sætið. Verstappen fagnaði sigri, Bottas varð annar eftir að hafa hafið keppnina fimmti, Norris þriðji í mark og Hamilton fjórði. Verstappen er eftir sigur dagsins með 182 stig í keppni ökuþóra, 32 stigum á undan Hamilton sem er annar með 150 stig. Sergio Pérez, liðsfélagi Verstappen hjá RedBull sem varð sjötti í dag, er með 104 stig og Lando Norris með 101 stig. RedBull leiðir þá keppni bílaframleiðanda með 286 stig, Mercedes er með 242 stig en McLaren 141 stig. Vel má vera að sigurhrina Mercedes og Hamilton sé á enda en yfirburðirnir hafa verið svakalegir undanfarin ár. Mercedes hefur unnið keppni bílasmiðja óslitið frá 2014 og Hamilton orðið heimsmeistari sex af þeim sjö árum. Formúla Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Um var að ræða annan kappaksturinn í Austurríki í röð en síðasta mót var Styrnukappaksturinn þar sem Verstappen fagnaði sigri, rétt eins og hann gerði í Frakklandi þar á undan. Verstappen var á ráspól í dag og hélt forystunni eftir fyrstu beygjurnar. Bretinn Lando Norris á McLaren var annar í rásröðinni en hann var lengi vel í baráttu við landa sinn, heimsmeistarann Lewis Hamilton, sem sótti að honum. Verstappen jók forskot sitt á meðan og hélt því allt til loka. Hamilton náði fram úr Norris en lenti síðar í dekkjavandræðum sem leiddi til þess að liðsfélaga hans Valtteri Bottas var hleypt fram úr honum. Norris nýtti sér þá vandræði Hamilton og tók af honum þriðja sætið. Verstappen fagnaði sigri, Bottas varð annar eftir að hafa hafið keppnina fimmti, Norris þriðji í mark og Hamilton fjórði. Verstappen er eftir sigur dagsins með 182 stig í keppni ökuþóra, 32 stigum á undan Hamilton sem er annar með 150 stig. Sergio Pérez, liðsfélagi Verstappen hjá RedBull sem varð sjötti í dag, er með 104 stig og Lando Norris með 101 stig. RedBull leiðir þá keppni bílaframleiðanda með 286 stig, Mercedes er með 242 stig en McLaren 141 stig. Vel má vera að sigurhrina Mercedes og Hamilton sé á enda en yfirburðirnir hafa verið svakalegir undanfarin ár. Mercedes hefur unnið keppni bílasmiðja óslitið frá 2014 og Hamilton orðið heimsmeistari sex af þeim sjö árum.
Formúla Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira