Vann sinn fyrsta PGA-sigur eftir dramatískan bráðabana Valur Páll Eiríksson skrifar 4. júlí 2021 23:10 Ástralinn Cameron Davis rétt náði inn í bráðabanann á lokaholunni, áður en hann fagnaði sigri. Getty Images/Maddie Meyer Ástralinn Cameron Davis fagnaði sigri á Rocket Mortgage Classic-mótinu í Detroit í Bandaríkjunum. Um er að ræða fyrsta sigur kappans á PGA-mótaröðinni og hann var torsóttur. Bandaríkjamaðurinn Troy Merritt og Sílemaðurinn Joaco Niemann leiddu fyrir lokadaginn í dag, báðir á 14 höggum undir pari í heildina. Ástralinn Cameron Davis og Hank Lebioda frá Bandaríkjunum voru næstir á 13 undir parinu. .@CamDavisGolf throwing darts! He birdied 18 in regulation to get into the playoff. pic.twitter.com/uuiafNeCC1— PGA TOUR (@PGATOUR) July 4, 2021 Merritt, Lebioda og Niemann fóru allir hringinn á 68 höggum, fjórum undir pari, en Davis á 67 höggum og jafnaði hann þar með bæði Merritt og Niemann. Þeir þrír enduðu jafnir í forystunni þegar allir höfðu klárað fjórða hring mótsins í kvöld og því ljóst að til þyrfti þriggja manna bráðabana til að útkljá mótið. Fugl á lokabraut vallarins skilaði Davis í bráðabanann. First win fireworks. @CamDavisGolf claims his first TOUR victory @RocketClassic in dramatic fashion. pic.twitter.com/mYUIpyhxA5— PGA TOUR (@PGATOUR) July 4, 2021 Niemann fékk skolla á fyrstu braut á meðan Merritt og Davis fengu báðir par, og Niemann því úr keppni. Þeir félagar fengu aftur báðir par á næstu tveimur holum og báðir fugl á fjórðu holunni í röðinni. Það kom svo að því á fimmtu brautinni sem spiluð var að Davis hafði betur. Eftir að hafa rétt sloppið inn í bráðabanann á lokabraut fagnaði Davis því sigri, sínum fyrsta á PGA-mótaröðinni. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone. Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Troy Merritt og Sílemaðurinn Joaco Niemann leiddu fyrir lokadaginn í dag, báðir á 14 höggum undir pari í heildina. Ástralinn Cameron Davis og Hank Lebioda frá Bandaríkjunum voru næstir á 13 undir parinu. .@CamDavisGolf throwing darts! He birdied 18 in regulation to get into the playoff. pic.twitter.com/uuiafNeCC1— PGA TOUR (@PGATOUR) July 4, 2021 Merritt, Lebioda og Niemann fóru allir hringinn á 68 höggum, fjórum undir pari, en Davis á 67 höggum og jafnaði hann þar með bæði Merritt og Niemann. Þeir þrír enduðu jafnir í forystunni þegar allir höfðu klárað fjórða hring mótsins í kvöld og því ljóst að til þyrfti þriggja manna bráðabana til að útkljá mótið. Fugl á lokabraut vallarins skilaði Davis í bráðabanann. First win fireworks. @CamDavisGolf claims his first TOUR victory @RocketClassic in dramatic fashion. pic.twitter.com/mYUIpyhxA5— PGA TOUR (@PGATOUR) July 4, 2021 Niemann fékk skolla á fyrstu braut á meðan Merritt og Davis fengu báðir par, og Niemann því úr keppni. Þeir félagar fengu aftur báðir par á næstu tveimur holum og báðir fugl á fjórðu holunni í röðinni. Það kom svo að því á fimmtu brautinni sem spiluð var að Davis hafði betur. Eftir að hafa rétt sloppið inn í bráðabanann á lokabraut fagnaði Davis því sigri, sínum fyrsta á PGA-mótaröðinni. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira