Skotthúfusprenging í Stykkishólmi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. júlí 2021 15:00 Hátt í sextíu manns mættu í Stykkishólm á laugardaginn til að spóka sig um á þjóðbúningnum í blíðskaparveðri. Facebook/Skotthúfan Þjóðbúningahátíðin Skotthúfan var haldin hátíðlega í Stykkishólmi á laugardag. Fyrsti þjóðbúningadagurinn í Norska húsinu var haldinn 2005 og síðan þá hefur gestum hennar farið fjölgandi með ári hverju. Gestir fengu að skoða Frúarhúsið í Stykkishólmi, sem var endurreist fyrir nokkrum árum.Vísir/Hallgerður Hátt í sextíu manns voru saman komnir í Norska húsinu í Stykkishólmi þar sem boðið var upp á kaffi og rjómapönnukökur í betri stofum hússins, eins og hefð er fyrir. Undanfarin ár hefur hátíðin þó stækkað og lengst og boðið var upp á fjölbreytta dagskrá. Hátíðin hófst á gönguferð upp á Helgafell, þar sem fjöldi kvenna og karla voru uppbúin í þjóðbúninga, sérstök sýning um þjóðbúninga barna var í Norska húsinu og börnum gafst tækifæri til að máta íslenska búninga og fá að láni. Hið árlega kaffiboð í betri stofum Norska hússins tók svo við og dagurinn endaði á þjóðlagatónleikum í gömlu kirkjunni í Hólminum. Saumar dúkkubúninga í stíl við stelpubúninga Það má með sanni segja að Skotthúfan sé samkoma þjóðbúningaáhugafólks Íslands og margir þeirra sem voru á Skotthúfunni um helgina hafa sótt hátíðina frá því að hún hóf göngu sína. „Ég hef komið hér í fimmtán ár af þeim sextán sem hátíðin hefur verið haldin,“ segir Kristín Bjarnadóttir, þjóðbúningaáhugakona, í samtali við fréttastofu. Kristín er enginn nýgræðingur í þjóðbúningagerð og hefur meira að segja saumað dúkkubúninga úr afgangsefni fyrir barnabörnin. Hér má sjá barnabúning og dúkkubúning í stíl sem Kristín Bjarnadóttir, þjóðbúningáhugakona, hefur saumað. Þess má geta að myllurnar á dúkkubúningnum eru úr silfri og sérstaklega gerðar fyrir þennan búning.Vísir/Hallgerður „Ég hef saumað þrjá dúkkubúninga, þrjá barnabúninga, þrjá upphluti á mig, einn faldbúning og ein peysuföt. Ég byrjaði á þessu um aldamót. Ég er alin upp við íslenska þjóðbúninginn þannig að ég er alin upp við það að horfa á peysufatakonur setja á sig skotthúfuna á meðan ég borðaði hafragrautinn,“ segir Kristín. Einn dúkkubúninga Kristínar var til sýnis í Norska húsinu en hann er saumaður úr afgangsefni sem hún notaði í að sauma barnabúning. Kristín segir að uppáhalds búningurinn sem hún hefur saumað sé venjulega sá síðasti sem kom af nálinni. Skemmtilegasta verkefnið hafi hins vegar verið faldbúningurinn. „Það er rosalega mikil vinna í faldbúningnum og ég hef ekki saumað nema einn faldbúning, og pilsið tók ekki nema eitt og hálft ár. Það var líka það skemmtilegasta af þessu sem ég hef gert,“ segir Kristín. Rannsakar handlín á söfnum landsins Hún segir vinnuna að baki hverjum búningi mismikla. Nú hafi hún hins vegar snúið sér að ögn sérhæfðara verki í búningasaumi en hún er nú að sauma handlínur. Handlínur, eða handlín, er klútur sem borinn er við íslenska faldbúninginn og látinn hanga við beltið. Kristín Bjarnadóttir (t.h.) hefur saumað fjölda búninga.Vísir/Hallgerður „Ég er að sauma handlínur og það er partur af rannsókn. Ég hef verið að skoða hvaða handlínur eru til á söfnum. Kristín Vala [formaður Heimilisiðnaðarfélags Íslands] er með handlínu á sér og ég held að hún sé með eina af mínum. Ég er búin að sauma tíu og er að reyna að koma öðrum af stað með það,“ segir Kristín. „Það er bara útsaumur og ég get ráðið við það, ég er ekki klæðskeri og geri það sem mér er sagt í því, en handlínurnar eru skemmtilegar. Mér finnst skemmtilegast að sauma þær,“ segir Kristín. Átta búningar á sjö árum Kristín er ekki ein um það að þykja skemmtilegast að sauma íslenska faldbúninginn. Kristín Vala Breiðfjörð, formaður Heimilisiðnaðarfélags Íslands, er á sama máli. „Í uppáhaldi er faldbúningurinn af því að þetta er stórglæsilegur búningur og mér þótti skemmtilegast að sauma faldbúninginn, þetta er svo skemmtileg handavinna. Ég er mest í honum en þegar ég fer í brúðkaup eða fer út á meðal almennings, ekki bara á meðal búningaáhugafólks, þá nota ég tuttugustu aldar upphlutinn,“ segir Kristín Vala. Kristín Vala með dætrum sínum Heklu og Kötlu í búningum sem Kristín saumaði á þær allar þrjár.Vísir/Hallgerður Hún segist alltaf hafa haft mikinn áhuga á íslenska búningnum, allt frá því hún var barn, en fyrsta búninginn saumaði hún árið 2014 eftir að hún skráði sig á námskeið hjá Heimilisiðnaðarfélaginu. „Þá var planið „bara“ að sauma á mig faldbúning og svo þróaðist þetta út í smá þráhyggju ef svo má segja. Ég fór þá og saumaði búninga á dætur mínar líka og svo eru liðin sjö ár og ég er enn hvergi hætt,“ segir Kristín, enda fylgir það starfinu sem formaður félagsins að einhverju leyti. Hér má sjá barnabúninga sem voru til sýnis í Norska húsinu um helgina. Þessir fyrir miðju eru margra áratuga gamlir og töldu einhverrir gestanna að um væri að ræða búninga sem saumaðir voru á stúlkur fyrir fullveldishátíðina á Þingvöllum árið 1944.Vísir/Hallgerður Kristín hefur saumað átta búninga á þessum sjö árum sem liðin eru frá því að hún fór á fyrsta námskeiðið. „Það er nítjándu aldar upphluturinn, það er faldbúningurinn, tveir barnabúningar, tveir faldbúningar á dætur mínar sem eru í vinnslu og síðan er ég búin með tuttugustu aldar upphlut og dagtreyju,“ segir Kristín. Hún segir faldbúninginn í miklu uppáhaldi, hann sé oftast dreginn fram, nema sé hún ekki meðal þjóðbúningaáhugafólks. „Þegar ég fer í brúðkaup eða fer út á meðal almennings, ekki bara á meðal búningaáhugafólks, þá nota ég tuttugustu aldar upphlutinn.“ Hefur ekki tölu á fjölda búninganna Oddný Kristjánsdóttir, sem rekur Þjóðbúningastofuna 7 í höggi, er vel þekkt meðal þjóðbúningaáhugafólks, enda hefur hún bæði kennt þjóðbúningasaumanámskeið og haldið úti saumastofunni 7 í höggi í hartnær þrjá áratugi. Hér má sjá faldbúning, sem saumaður var á barn, til sýnis í Norska húsinu.Vísir/Hallgerður „Ég hef haft áhuga á þessu síðan 1989, þá var ég í skólanum og að klára klæðskerann, og það var búningasöguáfangi. Þá held ég að ég hafi dottið í þetta. Svo tók ég sveinsprófið 1990 og frétti að konan sem þá var að kenna búningasauminn, sem var kjólameistari, að hún væri að leita sér að einhverjum til að kenna og ég fékk að vera með í því,“ segir Oddný, sem blaðamaður ræddi við í betri stofunni í Norska húsinu á laugardag. „Svo byrjaði ég að sauma eitthvað smá og byrjaði að kenna 1994. Ég hef verið að þessu síðan og fyrst rak ég saumstofu sem gerði alls konar með búningasaumi en síðan upp úr 2000 hef ég eiginlega verið alveg í þessu. Nú eru þjóðbúningarnir ekki lengur einhver aukavinna,“ segir Oddný. Oddný kennir þjóðbúningasaum um allt land, meðal annars á Akureyri og í Stykkishólmi. Hún fer einu sinni í mánuði til Akureyrar til að halda námskeið og hefur haldið tvö námskeið í Stykkishólmi á liðnum vetri. Oddý Kristjánsdóttir, klæskeri á Þjóðbúningastofunni 7 í höggi. Hér stendur hún í betri stofunni í Norska húsinu.Vísir/Hallgerður „Ég veit ekki hvað ég hef saumað marga búninga. Ég byrjaði ekki strax að merkja þá, eða telja þá saman, og svo hefur maður lagað miklu fleiri búninga en maður hefur saumað. En þeir eru langflestir sem ég hef kennt,“ segir Oddný. Hún segir 20. aldar upphlutinn í miklu uppáhaldi. Hún hafi getað notað marga gamla búninga, því hún sé svo lítil, og þeir fari henni best. „Ég var líka ánægð með mig þegar ég var í peysufötum en þau voru líka 20. aldar. Ég er svoleiðis, mér finnst gott að hafa eitthvað af kögri og skrauti.“ Stykkishólmur Menning Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Gestir fengu að skoða Frúarhúsið í Stykkishólmi, sem var endurreist fyrir nokkrum árum.Vísir/Hallgerður Hátt í sextíu manns voru saman komnir í Norska húsinu í Stykkishólmi þar sem boðið var upp á kaffi og rjómapönnukökur í betri stofum hússins, eins og hefð er fyrir. Undanfarin ár hefur hátíðin þó stækkað og lengst og boðið var upp á fjölbreytta dagskrá. Hátíðin hófst á gönguferð upp á Helgafell, þar sem fjöldi kvenna og karla voru uppbúin í þjóðbúninga, sérstök sýning um þjóðbúninga barna var í Norska húsinu og börnum gafst tækifæri til að máta íslenska búninga og fá að láni. Hið árlega kaffiboð í betri stofum Norska hússins tók svo við og dagurinn endaði á þjóðlagatónleikum í gömlu kirkjunni í Hólminum. Saumar dúkkubúninga í stíl við stelpubúninga Það má með sanni segja að Skotthúfan sé samkoma þjóðbúningaáhugafólks Íslands og margir þeirra sem voru á Skotthúfunni um helgina hafa sótt hátíðina frá því að hún hóf göngu sína. „Ég hef komið hér í fimmtán ár af þeim sextán sem hátíðin hefur verið haldin,“ segir Kristín Bjarnadóttir, þjóðbúningaáhugakona, í samtali við fréttastofu. Kristín er enginn nýgræðingur í þjóðbúningagerð og hefur meira að segja saumað dúkkubúninga úr afgangsefni fyrir barnabörnin. Hér má sjá barnabúning og dúkkubúning í stíl sem Kristín Bjarnadóttir, þjóðbúningáhugakona, hefur saumað. Þess má geta að myllurnar á dúkkubúningnum eru úr silfri og sérstaklega gerðar fyrir þennan búning.Vísir/Hallgerður „Ég hef saumað þrjá dúkkubúninga, þrjá barnabúninga, þrjá upphluti á mig, einn faldbúning og ein peysuföt. Ég byrjaði á þessu um aldamót. Ég er alin upp við íslenska þjóðbúninginn þannig að ég er alin upp við það að horfa á peysufatakonur setja á sig skotthúfuna á meðan ég borðaði hafragrautinn,“ segir Kristín. Einn dúkkubúninga Kristínar var til sýnis í Norska húsinu en hann er saumaður úr afgangsefni sem hún notaði í að sauma barnabúning. Kristín segir að uppáhalds búningurinn sem hún hefur saumað sé venjulega sá síðasti sem kom af nálinni. Skemmtilegasta verkefnið hafi hins vegar verið faldbúningurinn. „Það er rosalega mikil vinna í faldbúningnum og ég hef ekki saumað nema einn faldbúning, og pilsið tók ekki nema eitt og hálft ár. Það var líka það skemmtilegasta af þessu sem ég hef gert,“ segir Kristín. Rannsakar handlín á söfnum landsins Hún segir vinnuna að baki hverjum búningi mismikla. Nú hafi hún hins vegar snúið sér að ögn sérhæfðara verki í búningasaumi en hún er nú að sauma handlínur. Handlínur, eða handlín, er klútur sem borinn er við íslenska faldbúninginn og látinn hanga við beltið. Kristín Bjarnadóttir (t.h.) hefur saumað fjölda búninga.Vísir/Hallgerður „Ég er að sauma handlínur og það er partur af rannsókn. Ég hef verið að skoða hvaða handlínur eru til á söfnum. Kristín Vala [formaður Heimilisiðnaðarfélags Íslands] er með handlínu á sér og ég held að hún sé með eina af mínum. Ég er búin að sauma tíu og er að reyna að koma öðrum af stað með það,“ segir Kristín. „Það er bara útsaumur og ég get ráðið við það, ég er ekki klæðskeri og geri það sem mér er sagt í því, en handlínurnar eru skemmtilegar. Mér finnst skemmtilegast að sauma þær,“ segir Kristín. Átta búningar á sjö árum Kristín er ekki ein um það að þykja skemmtilegast að sauma íslenska faldbúninginn. Kristín Vala Breiðfjörð, formaður Heimilisiðnaðarfélags Íslands, er á sama máli. „Í uppáhaldi er faldbúningurinn af því að þetta er stórglæsilegur búningur og mér þótti skemmtilegast að sauma faldbúninginn, þetta er svo skemmtileg handavinna. Ég er mest í honum en þegar ég fer í brúðkaup eða fer út á meðal almennings, ekki bara á meðal búningaáhugafólks, þá nota ég tuttugustu aldar upphlutinn,“ segir Kristín Vala. Kristín Vala með dætrum sínum Heklu og Kötlu í búningum sem Kristín saumaði á þær allar þrjár.Vísir/Hallgerður Hún segist alltaf hafa haft mikinn áhuga á íslenska búningnum, allt frá því hún var barn, en fyrsta búninginn saumaði hún árið 2014 eftir að hún skráði sig á námskeið hjá Heimilisiðnaðarfélaginu. „Þá var planið „bara“ að sauma á mig faldbúning og svo þróaðist þetta út í smá þráhyggju ef svo má segja. Ég fór þá og saumaði búninga á dætur mínar líka og svo eru liðin sjö ár og ég er enn hvergi hætt,“ segir Kristín, enda fylgir það starfinu sem formaður félagsins að einhverju leyti. Hér má sjá barnabúninga sem voru til sýnis í Norska húsinu um helgina. Þessir fyrir miðju eru margra áratuga gamlir og töldu einhverrir gestanna að um væri að ræða búninga sem saumaðir voru á stúlkur fyrir fullveldishátíðina á Þingvöllum árið 1944.Vísir/Hallgerður Kristín hefur saumað átta búninga á þessum sjö árum sem liðin eru frá því að hún fór á fyrsta námskeiðið. „Það er nítjándu aldar upphluturinn, það er faldbúningurinn, tveir barnabúningar, tveir faldbúningar á dætur mínar sem eru í vinnslu og síðan er ég búin með tuttugustu aldar upphlut og dagtreyju,“ segir Kristín. Hún segir faldbúninginn í miklu uppáhaldi, hann sé oftast dreginn fram, nema sé hún ekki meðal þjóðbúningaáhugafólks. „Þegar ég fer í brúðkaup eða fer út á meðal almennings, ekki bara á meðal búningaáhugafólks, þá nota ég tuttugustu aldar upphlutinn.“ Hefur ekki tölu á fjölda búninganna Oddný Kristjánsdóttir, sem rekur Þjóðbúningastofuna 7 í höggi, er vel þekkt meðal þjóðbúningaáhugafólks, enda hefur hún bæði kennt þjóðbúningasaumanámskeið og haldið úti saumastofunni 7 í höggi í hartnær þrjá áratugi. Hér má sjá faldbúning, sem saumaður var á barn, til sýnis í Norska húsinu.Vísir/Hallgerður „Ég hef haft áhuga á þessu síðan 1989, þá var ég í skólanum og að klára klæðskerann, og það var búningasöguáfangi. Þá held ég að ég hafi dottið í þetta. Svo tók ég sveinsprófið 1990 og frétti að konan sem þá var að kenna búningasauminn, sem var kjólameistari, að hún væri að leita sér að einhverjum til að kenna og ég fékk að vera með í því,“ segir Oddný, sem blaðamaður ræddi við í betri stofunni í Norska húsinu á laugardag. „Svo byrjaði ég að sauma eitthvað smá og byrjaði að kenna 1994. Ég hef verið að þessu síðan og fyrst rak ég saumstofu sem gerði alls konar með búningasaumi en síðan upp úr 2000 hef ég eiginlega verið alveg í þessu. Nú eru þjóðbúningarnir ekki lengur einhver aukavinna,“ segir Oddný. Oddný kennir þjóðbúningasaum um allt land, meðal annars á Akureyri og í Stykkishólmi. Hún fer einu sinni í mánuði til Akureyrar til að halda námskeið og hefur haldið tvö námskeið í Stykkishólmi á liðnum vetri. Oddý Kristjánsdóttir, klæskeri á Þjóðbúningastofunni 7 í höggi. Hér stendur hún í betri stofunni í Norska húsinu.Vísir/Hallgerður „Ég veit ekki hvað ég hef saumað marga búninga. Ég byrjaði ekki strax að merkja þá, eða telja þá saman, og svo hefur maður lagað miklu fleiri búninga en maður hefur saumað. En þeir eru langflestir sem ég hef kennt,“ segir Oddný. Hún segir 20. aldar upphlutinn í miklu uppáhaldi. Hún hafi getað notað marga gamla búninga, því hún sé svo lítil, og þeir fari henni best. „Ég var líka ánægð með mig þegar ég var í peysufötum en þau voru líka 20. aldar. Ég er svoleiðis, mér finnst gott að hafa eitthvað af kögri og skrauti.“
Stykkishólmur Menning Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira