Kristrún spyr af hverju píkunni hennar sé gefið svo mikið gildi Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 6. júlí 2021 10:00 Kristrún Hrafnsdóttir er litríkur og áhugaverður karakter. Hún er dragdrottning, förðurnarfræðingur, fegurðardrottning og nemi í fjölmiðlafræði. Kristrún talar um konur í dragi, kynhneigð og kukl í viðtali við Makamál. Aníta Eldjárn „Ég vissi alltaf að ég var ekki „venjuleg“ eða gagnkynhneigð. Ég var eiginlega bara skotin í stelpum og vildi vera strákur svo að ég mætti vera skotin í stelpum,“ segir Kristrún Hrafnsdóttir í viðtali við Makamál. Kristrún, sem kallar sig yfirleitt Krissý Krumma, er áhugaverður og litríkur karakter. Hún er 27 ára gömul og segist sjálf vera fátækur háskólanemi í fjölmiðlafræði. Hún titlar sig einnig sem margmiðlara, förðunarfræðing og er núna starfsnemi í menningar- og ferðamáladeild hjá Akureyrarbæ. Hér er samt alls ekki allt upptalið, ó nei! Krissý er einnig fegurðardrottning, dragdrottningin Jenny Purr og á Instagram síðunni sinni titlar hún sig líka sem norn. Forvitnilegt. Ertu norn? Haha, mér hefur oft verið líkt við norn. Jafnvel áður en það var í tísku. Ég hef alltaf verið náin náttúrunni og safnað kristöllum en margir í fjölskyldunni minni hafa upplifað yfirnáttúrulega hluti eða tilfinningar sem erfitt er að útskýra. „Ég stunda samt kukl og hugleiðslu fyrir sjálfa mig og ætli mér finnist ekki fínt að fólk viti það bara strax. Því ef fólki finnst það fráhrindandi þá getur það sleppt því að hafa samband við mig.“ Þar hafiði það. Kristrún tók þátt í Miss Universe Iceland 2019 sem Miss Eyjafjörður en hún er fædd og uppalin í Eyjafjarðasveit. Kévin Pagés Kristrún segir dragið alltaf hafa heillað og var hún aðeins sautján ára þegar hún tók þátt í sinni fyrstu dragkeppni. „Þetta var árið 2011 þegar Hinseginfélag Norðurlands var með litla dragkeppni. Ég kom að skipulagningu keppninnar ásamt öðrum en hún var svo haldin árlega um nokkurra ára skeið. Þarna tók ég þátt sem dragkóngur og gott ef ég vann ekki þetta fyrsta ár mitt.“ Fyrrverandi kærustupar og bestu vinir Dragdrottningin sem hún er í dag, Jenny Purr, fæddist þó ekki fyrr en árið 2016, þegar hún flutti suður til Reykjavíkur með besta vini sínum, Sigurði Starr. Krissý tók þátt í sinni fyrstu dragkeppni árið 2011 þá aðeins sautján ára gömul. Haukur Kolbeinsson „Besta vini og þáverandi kærastanum mínum,“ segir Krissý en Sigurður Starr er betur þekktur sem dragdrottningin Gógó Starr. Krissý og Sigurður voru kærustupar í um sex ár en eru í dag bestu vinir. Hún segir sambandsslitin hafi þó eðlilega tekið á. „Þetta var alveg erfitt. Ég var hrædd um að missa besta vin minn. Það svo liðu kannski tveir mánuðir eftir sambandsslitin þar til Siggi hringdi í mig til að segja mér að Gógó Starr yrði andlit GLÓ í nýrri auglýsingaherferð. Hann var ekki að gera það til að monta sig heldur þorði hann ekki að segja neinum frá þessu nema mér á þessum tíma. Mér þótti svo vænt um þetta traust.“ Núna höfum við þekkst í rúmlega áratug og lent í svo mörgum ævintýrum saman. Hann og unnusti hans eru fjölskyldan mín og við grínumst alltaf með að vera platónískir sálufélagar. Krissý og Sigurður voru kærustupar í sex ár en eru í dag bestu vinir. Þau stýra saman hlaðvarpsþættinum Ráðlagður Dragskammtur sem dragdrottningarnar Jenny Purr og Gógó Starr. Sunna Ben Segir úrelt að aðgreina kyn í drag senunni Einhverjir gætu tengt drag og dragdrottningar við karla sem klæða sig upp í kvenmannsföt en ekki hefur farið eins mikið fyrir konum í drag senunni. Eða hvað? Er ekki óvenjulegt að vera kona í þessari senu? „Nei, Það er ekki endilega óvenjulegt að konur séu í dragi. Þegar fólk heyrir orðið dragdrottning þá dettur þeim eflaust fyrst í hug sískynja (e. cisgender) karlmann í konugervi, en konur hafa alveg verið til í dragheiminum, bæði sem kóngar og sem drottningar.“ Hugtakið bio-queen eða biological queen segir Krissý oftast vera notað til að skilgreina eða taka það fram að dragdrottningin sé líffræðilegur kvenmaður. Til að vera alveg hreinskilin þá er dragheimurinn svolítið eins og svona stráka-klúbbur, sem er kaldhæðnislegt því þeir eru að fagna kvenleika. Ég hef samt í 98% tilvika bara upplifað stuðning frá öðrum í senunni. Flestum í íslensku dragsenunni finnst þessi aðgreining, að sögn Kristrúnar, vera úrelt og furðar hún sig á því að fá athygli fyrir það að vera kvenmaður í dragi því dragið snúist vissulega um að það að leika sér með hugmyndina um kyn. „Að annað sé kynið sé þetta norm og hitt kynið sé sérstaklega skilgreint eða svona ekki „jafn ekta“. Af hverju er píkunni minni gefið svona mikið credit? Krissý segir margar konur vera í dragi og að íslenskar konur séu óhræddar við að láta í sér heyra og taka pláss.Frá vinstri, Lola Von Heart, Jenny Purr og Chardonnay Bublée Biodrottningar. Lovísa Sigurjónsdóttir Íslenskar konur ófeimnar við að láta í sé heyra Hvernig er dragsenan á Íslandi, er hún stór? „Ég lít á dragsenuna á Íslandi sem risastóra ætt því hún hefur talsvert langar rætur. Alveg síðan Páll Óskar var í dragi, þegar það voru dragsýningar á skemmtistaðnum Moulin Rouge í byrjun tíunda áratugarins og síðan fyrsta dragkeppni Íslands var haldin árið 1997.“ Krissý segir dragið svo aftur hafa komið sterkt inn árin 2015 og 2016 ásamt fleiri fjöllistahópum í næturlífinu eins og kabarett, spunaleikhúsi og uppistandi. „Drag senan er kannski ekki stór en það í sjálfu sér er mikill kostur því þá er líklegra að þú þekkir næsta aðila, hafir þitt bakland og getir myndað þessi fjölskyldutengsl.“ Eru sem sagt margar konur í dragi? „Við erum alveg margar, bæði hérlendis og erlendis. Íslenskar konur eru ófeimnar að láta í sér heyra og þora að taka pláss.“ Sumir vilja meina að ég hafi verið fyrsta kvenkyns dragdrottningin en mér finnst Silvía Nótt eiga allan þann heiður. Enda er hún algjör drottning og mikill innblástur fyrir Jenny Purr. Ef Ágústa Eva vill losna sig við Eurovision búninginn, þá skal ég taka hann. Krissý segir mikið líf vera í drag senunni á Íslandi. Magnus Hastings Mikil líf í íslensku drag senunni Krissý og Sigurður Starr eru saman með hlaðvarpsþáttinn Ráðlagður dragskammtur á Útvarpi 101 þar sem þau fjalla um hinsegin hluti og drag sem dragdrottningarnar Jenny Purr og Gógó Starr. „Við byrjuðum í nóvember árið 2019 með þann tilgang að fjalla um hinsegin málefni, drag og gefa drag-listamönnum, skemmtikröftum í næturlífinu og öðrum sem koma að drag senunni á Íslandi vettvang til þess að spjalla.“ Í heimsfaraldrinum varð svo drag senan eðlilega takmörkuð eins og annað svo að þá einbeittu þau sér að því að tala almennt um hinsegin málefni sem og nýjustu þættina úr RuPouls‘s Drag Race. Áður en faraldurinn skall á segir Krissý mikið líf hafa verið í drag senunni og sýningar mjög reglulega víða um bæinn. Það voru allavega tvær sýningar mánaðarlegar á Gauknum, Drag-Súgur og Drag-Lab. Svo voru líka dragdrottningar að skemmta tvisvar til þrisvar í viku á skemmtistaðnum Kiki. Ef það var ekki nóg af glimmeri fyrir mann þá var næturlífið líka stútfullt af Burlesque, spuna og uppistands sýningum. „Sumir fastagestir á þessum viðburðum fengu oft valkvíða þegar það var drag og kabarett á sama tíma á sitthvorum staðnum.“ Dragdrottningin Jenny Purr fæddist árið 2016 en áður hafði Krissý verið viðloðandi dragheiminn síðan 2011.Oddný Svava fyrir Gervið Það er dýrt að vera í dragi Fannstu fyrir auknum áhuga á dragi eftir að RuPaul þættirnir urðu vinsælir? „Þættirnir RuPaul‘s Drag-Race byrjuðu árið 2009 og já, ég held að vinsældir þáttarins hafi haft þau áhrif. Fólk ,sem er ekki endilega hinsegin eða vissi ekkert um drag áður, hafði allt í einu áhuga á því að mæta á dragsýningar.“ Dragið sem er sýnt í þáttunum segir hún þó engan veginn endurspegla almennt drag þó svo að þættirnir hafi haft veruleg áhrif á vinsældir dragsins. Þessi áhrif geta samt verið tvíeggja sverð. Það verður aukinn áhugi á dragi en svo eru drottningarnar úr Drag-Race notaðar sem einhver staðalímynd fyrir drag og svo eru íslenskir performerar að hlusta á samanburðinn. „Vá hvað eyelinerinn þinn minnir mig á Adore Delano“ „Þetta atriði var rosa mikið Violet Chacki“ „Af hverju er enginn í couture outfitti? Það er bara mjög dýrt að vera í dragi.“ Krissý segist alltaf hafa vitað að hún væri ekki gagnkynhneigð en hún kom út úr skápnum sem tvíkynhneigð árið 2010.Lovísa Sigurjónsdóttir Ég var ekki gölluð Kristrún skilgreinir sig sem tvíkynhneigða og kom hún út úr skápnum opinberlega árið 2010, þá sextán ára gömul. Hún segist alltaf að vitað að hún væri ekki gagnkynhneigð. „Ég vissi alltaf að ég var ekki „venjuleg“ eða gagnkynhneigð. Ég var eiginlega bara skotin í stelpum og vildi vera strákur svo að ég mætti vera skotin í stelpum. Svo fengum við hinsegin-fræðslu í grunnskóla um fjölbreytni hinsegin flórunnar og þá fékk ég Eureka-augnablikið.“ Ég var ekki gölluð, bara hrifin af strákum og stelpum! Tvíkynhneigð ásamt pankynhneigð segir hún oftast vera eins og ósýnilegar hneigðir. „Því um leið og einstaklingur er í gagnkynja sambandi þá er oftast útilokað einstaklinginn sem hinsegin aðila og öfugt. Að einstaklingur sé bara gay/samkynhneigður sé hann í samkynja sambandi.“ Þrátt fyrir þá mýtu að hafa „meira úrval“ sem tvíkynhneigð stelpa segist Krissý þó vera einhleyp. „Það er kannski ekki skrítið því að týpurnar mínar eru líka Rhea Ripley, glímukona, og Daminao David úr Måneskin,“ segir Krissýn að lokum og hlær. Ástin og lífið Menning Hinsegin Akureyri Tengdar fréttir 57 ára á OnlyFans: „Ég sýni erótískar hreyfingar en ekki kynlíf“ „Reyndar hefði ég ekki gert þetta þegar ég var ung kona. Ég hefði ekki þorað því vegna hræðslu við umtal, útskúfun og fleira í þeim dúr, þó að mig hefði langað til þess.“ Segir 57 ára gömul kona sem kallar sig Your Silver Siren, en hún er ein af þeim íslensku konum sem birta erótískt efni á síðunni OnlyFans. 26. júní 2021 07:01 Lítur ekki við mönnum sem drekka ekki kaffi „Þeir íslensku strákar sem ég hef deitað eru svo logandi hræddir við skuldbindingar að það er varla hægt að bjóða þeim á almennileg stefnumót. Þeir gefa sér varla tíma til að kynnast. Væri til í deitmenningu í takt við þættina Sex and the City,“ segir Jóndís Inga Hinriksdóttir í viðtali við Makamál. 24. júní 2021 10:29 Sigga Dögg um píkuþjálfun: „Hefði viljað vita svo miklu meira sem unglingur“ „Við leggjum allskonar álag á píkuna eins og meðgöngu og fæðingu og þess vegna getur rétt þjálfun skipt miklu máli upp á heilsu og lífsgæði kvenna,“ segir Sigga Dögg kynfræðingur í viðtali við Makamál. 22. júní 2021 20:19 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Fæðing og fréttir um eitlakrabbamein í sömu vikunni Makamál Einhleypan: Sveinn Rúnar vill húmor og ævintýri Makamál „Við erum ómögulegir án hvor annars“ Makamál Báðu hvort annað afsökunar eftir fyrsta kossinn Makamál Spurning vikunnar: Hversu mikilvægur er forleikur í kynlífi? Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Kristrún, sem kallar sig yfirleitt Krissý Krumma, er áhugaverður og litríkur karakter. Hún er 27 ára gömul og segist sjálf vera fátækur háskólanemi í fjölmiðlafræði. Hún titlar sig einnig sem margmiðlara, förðunarfræðing og er núna starfsnemi í menningar- og ferðamáladeild hjá Akureyrarbæ. Hér er samt alls ekki allt upptalið, ó nei! Krissý er einnig fegurðardrottning, dragdrottningin Jenny Purr og á Instagram síðunni sinni titlar hún sig líka sem norn. Forvitnilegt. Ertu norn? Haha, mér hefur oft verið líkt við norn. Jafnvel áður en það var í tísku. Ég hef alltaf verið náin náttúrunni og safnað kristöllum en margir í fjölskyldunni minni hafa upplifað yfirnáttúrulega hluti eða tilfinningar sem erfitt er að útskýra. „Ég stunda samt kukl og hugleiðslu fyrir sjálfa mig og ætli mér finnist ekki fínt að fólk viti það bara strax. Því ef fólki finnst það fráhrindandi þá getur það sleppt því að hafa samband við mig.“ Þar hafiði það. Kristrún tók þátt í Miss Universe Iceland 2019 sem Miss Eyjafjörður en hún er fædd og uppalin í Eyjafjarðasveit. Kévin Pagés Kristrún segir dragið alltaf hafa heillað og var hún aðeins sautján ára þegar hún tók þátt í sinni fyrstu dragkeppni. „Þetta var árið 2011 þegar Hinseginfélag Norðurlands var með litla dragkeppni. Ég kom að skipulagningu keppninnar ásamt öðrum en hún var svo haldin árlega um nokkurra ára skeið. Þarna tók ég þátt sem dragkóngur og gott ef ég vann ekki þetta fyrsta ár mitt.“ Fyrrverandi kærustupar og bestu vinir Dragdrottningin sem hún er í dag, Jenny Purr, fæddist þó ekki fyrr en árið 2016, þegar hún flutti suður til Reykjavíkur með besta vini sínum, Sigurði Starr. Krissý tók þátt í sinni fyrstu dragkeppni árið 2011 þá aðeins sautján ára gömul. Haukur Kolbeinsson „Besta vini og þáverandi kærastanum mínum,“ segir Krissý en Sigurður Starr er betur þekktur sem dragdrottningin Gógó Starr. Krissý og Sigurður voru kærustupar í um sex ár en eru í dag bestu vinir. Hún segir sambandsslitin hafi þó eðlilega tekið á. „Þetta var alveg erfitt. Ég var hrædd um að missa besta vin minn. Það svo liðu kannski tveir mánuðir eftir sambandsslitin þar til Siggi hringdi í mig til að segja mér að Gógó Starr yrði andlit GLÓ í nýrri auglýsingaherferð. Hann var ekki að gera það til að monta sig heldur þorði hann ekki að segja neinum frá þessu nema mér á þessum tíma. Mér þótti svo vænt um þetta traust.“ Núna höfum við þekkst í rúmlega áratug og lent í svo mörgum ævintýrum saman. Hann og unnusti hans eru fjölskyldan mín og við grínumst alltaf með að vera platónískir sálufélagar. Krissý og Sigurður voru kærustupar í sex ár en eru í dag bestu vinir. Þau stýra saman hlaðvarpsþættinum Ráðlagður Dragskammtur sem dragdrottningarnar Jenny Purr og Gógó Starr. Sunna Ben Segir úrelt að aðgreina kyn í drag senunni Einhverjir gætu tengt drag og dragdrottningar við karla sem klæða sig upp í kvenmannsföt en ekki hefur farið eins mikið fyrir konum í drag senunni. Eða hvað? Er ekki óvenjulegt að vera kona í þessari senu? „Nei, Það er ekki endilega óvenjulegt að konur séu í dragi. Þegar fólk heyrir orðið dragdrottning þá dettur þeim eflaust fyrst í hug sískynja (e. cisgender) karlmann í konugervi, en konur hafa alveg verið til í dragheiminum, bæði sem kóngar og sem drottningar.“ Hugtakið bio-queen eða biological queen segir Krissý oftast vera notað til að skilgreina eða taka það fram að dragdrottningin sé líffræðilegur kvenmaður. Til að vera alveg hreinskilin þá er dragheimurinn svolítið eins og svona stráka-klúbbur, sem er kaldhæðnislegt því þeir eru að fagna kvenleika. Ég hef samt í 98% tilvika bara upplifað stuðning frá öðrum í senunni. Flestum í íslensku dragsenunni finnst þessi aðgreining, að sögn Kristrúnar, vera úrelt og furðar hún sig á því að fá athygli fyrir það að vera kvenmaður í dragi því dragið snúist vissulega um að það að leika sér með hugmyndina um kyn. „Að annað sé kynið sé þetta norm og hitt kynið sé sérstaklega skilgreint eða svona ekki „jafn ekta“. Af hverju er píkunni minni gefið svona mikið credit? Krissý segir margar konur vera í dragi og að íslenskar konur séu óhræddar við að láta í sér heyra og taka pláss.Frá vinstri, Lola Von Heart, Jenny Purr og Chardonnay Bublée Biodrottningar. Lovísa Sigurjónsdóttir Íslenskar konur ófeimnar við að láta í sé heyra Hvernig er dragsenan á Íslandi, er hún stór? „Ég lít á dragsenuna á Íslandi sem risastóra ætt því hún hefur talsvert langar rætur. Alveg síðan Páll Óskar var í dragi, þegar það voru dragsýningar á skemmtistaðnum Moulin Rouge í byrjun tíunda áratugarins og síðan fyrsta dragkeppni Íslands var haldin árið 1997.“ Krissý segir dragið svo aftur hafa komið sterkt inn árin 2015 og 2016 ásamt fleiri fjöllistahópum í næturlífinu eins og kabarett, spunaleikhúsi og uppistandi. „Drag senan er kannski ekki stór en það í sjálfu sér er mikill kostur því þá er líklegra að þú þekkir næsta aðila, hafir þitt bakland og getir myndað þessi fjölskyldutengsl.“ Eru sem sagt margar konur í dragi? „Við erum alveg margar, bæði hérlendis og erlendis. Íslenskar konur eru ófeimnar að láta í sér heyra og þora að taka pláss.“ Sumir vilja meina að ég hafi verið fyrsta kvenkyns dragdrottningin en mér finnst Silvía Nótt eiga allan þann heiður. Enda er hún algjör drottning og mikill innblástur fyrir Jenny Purr. Ef Ágústa Eva vill losna sig við Eurovision búninginn, þá skal ég taka hann. Krissý segir mikið líf vera í drag senunni á Íslandi. Magnus Hastings Mikil líf í íslensku drag senunni Krissý og Sigurður Starr eru saman með hlaðvarpsþáttinn Ráðlagður dragskammtur á Útvarpi 101 þar sem þau fjalla um hinsegin hluti og drag sem dragdrottningarnar Jenny Purr og Gógó Starr. „Við byrjuðum í nóvember árið 2019 með þann tilgang að fjalla um hinsegin málefni, drag og gefa drag-listamönnum, skemmtikröftum í næturlífinu og öðrum sem koma að drag senunni á Íslandi vettvang til þess að spjalla.“ Í heimsfaraldrinum varð svo drag senan eðlilega takmörkuð eins og annað svo að þá einbeittu þau sér að því að tala almennt um hinsegin málefni sem og nýjustu þættina úr RuPouls‘s Drag Race. Áður en faraldurinn skall á segir Krissý mikið líf hafa verið í drag senunni og sýningar mjög reglulega víða um bæinn. Það voru allavega tvær sýningar mánaðarlegar á Gauknum, Drag-Súgur og Drag-Lab. Svo voru líka dragdrottningar að skemmta tvisvar til þrisvar í viku á skemmtistaðnum Kiki. Ef það var ekki nóg af glimmeri fyrir mann þá var næturlífið líka stútfullt af Burlesque, spuna og uppistands sýningum. „Sumir fastagestir á þessum viðburðum fengu oft valkvíða þegar það var drag og kabarett á sama tíma á sitthvorum staðnum.“ Dragdrottningin Jenny Purr fæddist árið 2016 en áður hafði Krissý verið viðloðandi dragheiminn síðan 2011.Oddný Svava fyrir Gervið Það er dýrt að vera í dragi Fannstu fyrir auknum áhuga á dragi eftir að RuPaul þættirnir urðu vinsælir? „Þættirnir RuPaul‘s Drag-Race byrjuðu árið 2009 og já, ég held að vinsældir þáttarins hafi haft þau áhrif. Fólk ,sem er ekki endilega hinsegin eða vissi ekkert um drag áður, hafði allt í einu áhuga á því að mæta á dragsýningar.“ Dragið sem er sýnt í þáttunum segir hún þó engan veginn endurspegla almennt drag þó svo að þættirnir hafi haft veruleg áhrif á vinsældir dragsins. Þessi áhrif geta samt verið tvíeggja sverð. Það verður aukinn áhugi á dragi en svo eru drottningarnar úr Drag-Race notaðar sem einhver staðalímynd fyrir drag og svo eru íslenskir performerar að hlusta á samanburðinn. „Vá hvað eyelinerinn þinn minnir mig á Adore Delano“ „Þetta atriði var rosa mikið Violet Chacki“ „Af hverju er enginn í couture outfitti? Það er bara mjög dýrt að vera í dragi.“ Krissý segist alltaf hafa vitað að hún væri ekki gagnkynhneigð en hún kom út úr skápnum sem tvíkynhneigð árið 2010.Lovísa Sigurjónsdóttir Ég var ekki gölluð Kristrún skilgreinir sig sem tvíkynhneigða og kom hún út úr skápnum opinberlega árið 2010, þá sextán ára gömul. Hún segist alltaf að vitað að hún væri ekki gagnkynhneigð. „Ég vissi alltaf að ég var ekki „venjuleg“ eða gagnkynhneigð. Ég var eiginlega bara skotin í stelpum og vildi vera strákur svo að ég mætti vera skotin í stelpum. Svo fengum við hinsegin-fræðslu í grunnskóla um fjölbreytni hinsegin flórunnar og þá fékk ég Eureka-augnablikið.“ Ég var ekki gölluð, bara hrifin af strákum og stelpum! Tvíkynhneigð ásamt pankynhneigð segir hún oftast vera eins og ósýnilegar hneigðir. „Því um leið og einstaklingur er í gagnkynja sambandi þá er oftast útilokað einstaklinginn sem hinsegin aðila og öfugt. Að einstaklingur sé bara gay/samkynhneigður sé hann í samkynja sambandi.“ Þrátt fyrir þá mýtu að hafa „meira úrval“ sem tvíkynhneigð stelpa segist Krissý þó vera einhleyp. „Það er kannski ekki skrítið því að týpurnar mínar eru líka Rhea Ripley, glímukona, og Daminao David úr Måneskin,“ segir Krissýn að lokum og hlær.
Ástin og lífið Menning Hinsegin Akureyri Tengdar fréttir 57 ára á OnlyFans: „Ég sýni erótískar hreyfingar en ekki kynlíf“ „Reyndar hefði ég ekki gert þetta þegar ég var ung kona. Ég hefði ekki þorað því vegna hræðslu við umtal, útskúfun og fleira í þeim dúr, þó að mig hefði langað til þess.“ Segir 57 ára gömul kona sem kallar sig Your Silver Siren, en hún er ein af þeim íslensku konum sem birta erótískt efni á síðunni OnlyFans. 26. júní 2021 07:01 Lítur ekki við mönnum sem drekka ekki kaffi „Þeir íslensku strákar sem ég hef deitað eru svo logandi hræddir við skuldbindingar að það er varla hægt að bjóða þeim á almennileg stefnumót. Þeir gefa sér varla tíma til að kynnast. Væri til í deitmenningu í takt við þættina Sex and the City,“ segir Jóndís Inga Hinriksdóttir í viðtali við Makamál. 24. júní 2021 10:29 Sigga Dögg um píkuþjálfun: „Hefði viljað vita svo miklu meira sem unglingur“ „Við leggjum allskonar álag á píkuna eins og meðgöngu og fæðingu og þess vegna getur rétt þjálfun skipt miklu máli upp á heilsu og lífsgæði kvenna,“ segir Sigga Dögg kynfræðingur í viðtali við Makamál. 22. júní 2021 20:19 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Fæðing og fréttir um eitlakrabbamein í sömu vikunni Makamál Einhleypan: Sveinn Rúnar vill húmor og ævintýri Makamál „Við erum ómögulegir án hvor annars“ Makamál Báðu hvort annað afsökunar eftir fyrsta kossinn Makamál Spurning vikunnar: Hversu mikilvægur er forleikur í kynlífi? Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
57 ára á OnlyFans: „Ég sýni erótískar hreyfingar en ekki kynlíf“ „Reyndar hefði ég ekki gert þetta þegar ég var ung kona. Ég hefði ekki þorað því vegna hræðslu við umtal, útskúfun og fleira í þeim dúr, þó að mig hefði langað til þess.“ Segir 57 ára gömul kona sem kallar sig Your Silver Siren, en hún er ein af þeim íslensku konum sem birta erótískt efni á síðunni OnlyFans. 26. júní 2021 07:01
Lítur ekki við mönnum sem drekka ekki kaffi „Þeir íslensku strákar sem ég hef deitað eru svo logandi hræddir við skuldbindingar að það er varla hægt að bjóða þeim á almennileg stefnumót. Þeir gefa sér varla tíma til að kynnast. Væri til í deitmenningu í takt við þættina Sex and the City,“ segir Jóndís Inga Hinriksdóttir í viðtali við Makamál. 24. júní 2021 10:29
Sigga Dögg um píkuþjálfun: „Hefði viljað vita svo miklu meira sem unglingur“ „Við leggjum allskonar álag á píkuna eins og meðgöngu og fæðingu og þess vegna getur rétt þjálfun skipt miklu máli upp á heilsu og lífsgæði kvenna,“ segir Sigga Dögg kynfræðingur í viðtali við Makamál. 22. júní 2021 20:19