Byrjuðu saman sex árum eftir fyrstu skilaboðin Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 23. maí 2024 09:00 Jóhanna og Geir eiga von á sínu öðru barni í september næstkomandi. Jóhanna Helga Ástarsaga Jóhönnu Helgu Jensdóttur, áhrifavalds og útvarpskonu á FM957, og Geirs Ulrich Skaftasonar viðskiptastjóra hjá Isavia á sér langan aðdraganda þar sem þau voru vinir um nokkurra ára skeið áður en þau felldu hugi saman. Jóhanna og Geir kynntust fyrst í grunnskóla og lágu leiðir þeirra saman á ný þegar þau sátu sömu tímana í Fjölbrautaskólanum í Mosfellsbæ. „Geir tók fyrsta skrefið og það löngu áður en við fórum að vera saman, ef ég man rétt þá eru fyrstu Facebook skilaboðin frá honum frá árinu 2012. Ég er svo nokkuð viss um að hann hafi líka tekið fyrsta skrefið þegar við byrjuðum að hittast fyrst árið 2018,“ segir Jóhanna Helga. Síðan þá hafa þau eignast dóttur og eiga von á sínu öðru barni í september næstkomandi. Jóhanna Helga Jóhanna Helga situr fyrir svörum í viðtalsliðnum Ást er. Fyrsti kossinn okkar: Hann var líklegast yfir Friends þáttum heima hjá honum. Jóhanna Helga Hvernig myndirðu lýsa sambandinu ykkar: Traust, virðing og húmor er það fyrsta sem kemur upp í hugann. Eruði rómantísk? Já ég myndi alveg segja það, en samt kannski ekki á hefðbundinn hátt heldur meira svona „small gestures“ hér og þar. Hver væri titillinn á ævisögu ykkar? Hvað eigum við að hafa í matinn? Mér finnst rómantískt stefnumót vera: Því einfaldara, því betra. Okkar bestu stefnumót eru spjall upp í sófa eftir að dóttir okkar er sofnuð, jafnvel með rauðvínsglas við höndina. Eins finnst okkur mjög gaman að spila og grípum reglulega í spilastokk eða Partners duo. Lagið okkar: Eigum ekki neitt eitt ákveðið en við hlustum mjög mikið á The Weeknd og fórum meðal annars á tónleika með honum í London í fyrra sem var sturluð upplifun. Uppáhalds rómantíska kvikmyndin mín er: The holiday er sú fyrsta sem kemur upp í hugann, enda al klassísk og er ekki endilega jólamynd í mínum huga. Uppáhalds break up ballaðan mín er: Ætli ég verði ekki að segja Irreplaceable með Beyonce. Maturinn: Við elskum góða nautasteik með djúsí meðlæti. Annars erum við líka yfirleitt með pizzakvöld einu sinni í viku sem er alltaf jafn vinsælt. Jóhanna Helga Fyrsta gjöfin sem ég gaf manninum mínum: Mig minnir að það hafi verið armband með áletruninni: 04.07.18 sem er dagurinn sem við miðum við að hafa byrjað saman. Fyrsta gjöfin sem maðurinn minn gaf mér: Það voru Airpods sem höfðu þá verið lengi á óskalistanum, ég var áður alltaf að stelast í Airpods litlu systur minnar þannig það var mjög kærkomin gjöf. Jóhanna Helga Rómantískasti staður á landinu: Foreldrar mínir eiga heilsárshús á Drangsnesi sem er að mínu mati mjög fallegur og rómantískur staður. Svo finnst mér ekkert rómantískara en helgarferð á hótel. Fyndnasta minningin af ykkur saman? Kannski jafn fyndin og hún var pirrandi en við hlæjum mikið að þessu í dag. Fyrsta utanlandsferðin okkar saman var til New York og við ætluðum heldur betur að vera rómantísk. Eftir góðan dag ákváðum við að fara í hjólavagn aftur á hótelið. Ferðin tók í mesta lagi fimm mínútur, og var ekkert rosalega rómantísk þegar á henni stóð. Þegar á hótelið var komið rukkaði maðurinn okkur um tuttugu þúsund krónur fyrir þessa stuttu og afar órómantísku ferð. Þetta var ógeðslega svekkjandi í mómentinu en getum nú hlegið að þessu í dag. Jóhanna Helga Hvað gerið þið til að gera ykkur dagamun? Ef við erum með pössun þá skellum við okkur út að borða, njótum með vinum eða kíkjum jafnvel í heimsókn í Sky Lagoon. Maðurinn minn er: Minn betri helmingur. Lýstu manninum þínum í þremur orðum: Góðhjartaður, fyndinn og heimsins besti pabbi. Hvar sérðu ykkur eftir tíu ár? Vonandi komin í draumeignina okkar með börnin okkar tvö og jafnvel einn hund líka, dugleg að ferðast bæði með og án barna. Jóhanna Helga Hvernig viðhaldið þið neistanum? Með því að vera dugleg að taka okkur tíma til þess að gera eitthvað fyrir okkur, bæði saman og í sitthvoru lagi. Ást er ... samvinna, sjálfsvinna og best í heimi. Ást er er viðtalsliður á Lífinu á Vísi þar sem við ræðum við ástfangin pör á öllum aldri. Endilega sendið ábendingar um einstaklinga sem gætu átt heima í Ást er á svavam@stod2.is. Ástin og lífið Barnalán FM957 Samfélagsmiðlar Mosfellsbær Tengdar fréttir „Eins og verstu unglingar í sleepover“ Rakel Orradóttir, markþjálfi og áhrifavaldur, og Rannver Sigurjónsson kírópraktor kynntust fyrir fjórum árum í gegnum Instagram þegar Rakel fór að fylgja honum á miðlinum. Eftir fyrsta stefnumótið kviknaði ástin á milli þeirra. Síðan þá hafa þau verið óaðskiljanleg. 8. maí 2024 07:00 „Spurði hversu mörgum stelpum hann væri búinn að senda þessa línu“ Elín Björg Björnsdóttir, athafnakona og annar eigandi fataverslunarinnar FOU22, og eiginmaður hennar Christian Bruhn kynntust fyrir rúmum áratug á stefnumótaforritinu Tinder. Ástin kviknaði stuttu síðar þegar þau hittust á skemmtistaðnum Bakken í miðborg Kaupmannahafnar. 28. apríl 2024 20:00 „Við eigum ekki hvor aðra heldur veljum við hvor aðra“ Eva Jenný Þorsteinsdóttir myndlistakona og Elísabet Blöndal ljósmyndari kynntust árið 2012 en leiðir þeirra lágu þó ekki saman fyrr en um tveimur árum síðar. Síðan þá hafa þær trúlofað sig, gengið í hjónaband og eignast saman tvö börn, þau Árna Styrmi og Kolfinnu. 14. apríl 2024 08:01 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Ást er: „Við byrjuðum saman mjög ung“ Makamál Ráð fyrir stefnumót: „Betra að vera afslappaður en uppstrílaður“ Makamál Meirihluti íhugað sambandsslit á árinu Makamál Áherslan ekki á skyndikynni í íslenska appinu The One Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Jóhanna og Geir kynntust fyrst í grunnskóla og lágu leiðir þeirra saman á ný þegar þau sátu sömu tímana í Fjölbrautaskólanum í Mosfellsbæ. „Geir tók fyrsta skrefið og það löngu áður en við fórum að vera saman, ef ég man rétt þá eru fyrstu Facebook skilaboðin frá honum frá árinu 2012. Ég er svo nokkuð viss um að hann hafi líka tekið fyrsta skrefið þegar við byrjuðum að hittast fyrst árið 2018,“ segir Jóhanna Helga. Síðan þá hafa þau eignast dóttur og eiga von á sínu öðru barni í september næstkomandi. Jóhanna Helga Jóhanna Helga situr fyrir svörum í viðtalsliðnum Ást er. Fyrsti kossinn okkar: Hann var líklegast yfir Friends þáttum heima hjá honum. Jóhanna Helga Hvernig myndirðu lýsa sambandinu ykkar: Traust, virðing og húmor er það fyrsta sem kemur upp í hugann. Eruði rómantísk? Já ég myndi alveg segja það, en samt kannski ekki á hefðbundinn hátt heldur meira svona „small gestures“ hér og þar. Hver væri titillinn á ævisögu ykkar? Hvað eigum við að hafa í matinn? Mér finnst rómantískt stefnumót vera: Því einfaldara, því betra. Okkar bestu stefnumót eru spjall upp í sófa eftir að dóttir okkar er sofnuð, jafnvel með rauðvínsglas við höndina. Eins finnst okkur mjög gaman að spila og grípum reglulega í spilastokk eða Partners duo. Lagið okkar: Eigum ekki neitt eitt ákveðið en við hlustum mjög mikið á The Weeknd og fórum meðal annars á tónleika með honum í London í fyrra sem var sturluð upplifun. Uppáhalds rómantíska kvikmyndin mín er: The holiday er sú fyrsta sem kemur upp í hugann, enda al klassísk og er ekki endilega jólamynd í mínum huga. Uppáhalds break up ballaðan mín er: Ætli ég verði ekki að segja Irreplaceable með Beyonce. Maturinn: Við elskum góða nautasteik með djúsí meðlæti. Annars erum við líka yfirleitt með pizzakvöld einu sinni í viku sem er alltaf jafn vinsælt. Jóhanna Helga Fyrsta gjöfin sem ég gaf manninum mínum: Mig minnir að það hafi verið armband með áletruninni: 04.07.18 sem er dagurinn sem við miðum við að hafa byrjað saman. Fyrsta gjöfin sem maðurinn minn gaf mér: Það voru Airpods sem höfðu þá verið lengi á óskalistanum, ég var áður alltaf að stelast í Airpods litlu systur minnar þannig það var mjög kærkomin gjöf. Jóhanna Helga Rómantískasti staður á landinu: Foreldrar mínir eiga heilsárshús á Drangsnesi sem er að mínu mati mjög fallegur og rómantískur staður. Svo finnst mér ekkert rómantískara en helgarferð á hótel. Fyndnasta minningin af ykkur saman? Kannski jafn fyndin og hún var pirrandi en við hlæjum mikið að þessu í dag. Fyrsta utanlandsferðin okkar saman var til New York og við ætluðum heldur betur að vera rómantísk. Eftir góðan dag ákváðum við að fara í hjólavagn aftur á hótelið. Ferðin tók í mesta lagi fimm mínútur, og var ekkert rosalega rómantísk þegar á henni stóð. Þegar á hótelið var komið rukkaði maðurinn okkur um tuttugu þúsund krónur fyrir þessa stuttu og afar órómantísku ferð. Þetta var ógeðslega svekkjandi í mómentinu en getum nú hlegið að þessu í dag. Jóhanna Helga Hvað gerið þið til að gera ykkur dagamun? Ef við erum með pössun þá skellum við okkur út að borða, njótum með vinum eða kíkjum jafnvel í heimsókn í Sky Lagoon. Maðurinn minn er: Minn betri helmingur. Lýstu manninum þínum í þremur orðum: Góðhjartaður, fyndinn og heimsins besti pabbi. Hvar sérðu ykkur eftir tíu ár? Vonandi komin í draumeignina okkar með börnin okkar tvö og jafnvel einn hund líka, dugleg að ferðast bæði með og án barna. Jóhanna Helga Hvernig viðhaldið þið neistanum? Með því að vera dugleg að taka okkur tíma til þess að gera eitthvað fyrir okkur, bæði saman og í sitthvoru lagi. Ást er ... samvinna, sjálfsvinna og best í heimi. Ást er er viðtalsliður á Lífinu á Vísi þar sem við ræðum við ástfangin pör á öllum aldri. Endilega sendið ábendingar um einstaklinga sem gætu átt heima í Ást er á svavam@stod2.is.
Ástin og lífið Barnalán FM957 Samfélagsmiðlar Mosfellsbær Tengdar fréttir „Eins og verstu unglingar í sleepover“ Rakel Orradóttir, markþjálfi og áhrifavaldur, og Rannver Sigurjónsson kírópraktor kynntust fyrir fjórum árum í gegnum Instagram þegar Rakel fór að fylgja honum á miðlinum. Eftir fyrsta stefnumótið kviknaði ástin á milli þeirra. Síðan þá hafa þau verið óaðskiljanleg. 8. maí 2024 07:00 „Spurði hversu mörgum stelpum hann væri búinn að senda þessa línu“ Elín Björg Björnsdóttir, athafnakona og annar eigandi fataverslunarinnar FOU22, og eiginmaður hennar Christian Bruhn kynntust fyrir rúmum áratug á stefnumótaforritinu Tinder. Ástin kviknaði stuttu síðar þegar þau hittust á skemmtistaðnum Bakken í miðborg Kaupmannahafnar. 28. apríl 2024 20:00 „Við eigum ekki hvor aðra heldur veljum við hvor aðra“ Eva Jenný Þorsteinsdóttir myndlistakona og Elísabet Blöndal ljósmyndari kynntust árið 2012 en leiðir þeirra lágu þó ekki saman fyrr en um tveimur árum síðar. Síðan þá hafa þær trúlofað sig, gengið í hjónaband og eignast saman tvö börn, þau Árna Styrmi og Kolfinnu. 14. apríl 2024 08:01 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Ást er: „Við byrjuðum saman mjög ung“ Makamál Ráð fyrir stefnumót: „Betra að vera afslappaður en uppstrílaður“ Makamál Meirihluti íhugað sambandsslit á árinu Makamál Áherslan ekki á skyndikynni í íslenska appinu The One Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
„Eins og verstu unglingar í sleepover“ Rakel Orradóttir, markþjálfi og áhrifavaldur, og Rannver Sigurjónsson kírópraktor kynntust fyrir fjórum árum í gegnum Instagram þegar Rakel fór að fylgja honum á miðlinum. Eftir fyrsta stefnumótið kviknaði ástin á milli þeirra. Síðan þá hafa þau verið óaðskiljanleg. 8. maí 2024 07:00
„Spurði hversu mörgum stelpum hann væri búinn að senda þessa línu“ Elín Björg Björnsdóttir, athafnakona og annar eigandi fataverslunarinnar FOU22, og eiginmaður hennar Christian Bruhn kynntust fyrir rúmum áratug á stefnumótaforritinu Tinder. Ástin kviknaði stuttu síðar þegar þau hittust á skemmtistaðnum Bakken í miðborg Kaupmannahafnar. 28. apríl 2024 20:00
„Við eigum ekki hvor aðra heldur veljum við hvor aðra“ Eva Jenný Þorsteinsdóttir myndlistakona og Elísabet Blöndal ljósmyndari kynntust árið 2012 en leiðir þeirra lágu þó ekki saman fyrr en um tveimur árum síðar. Síðan þá hafa þær trúlofað sig, gengið í hjónaband og eignast saman tvö börn, þau Árna Styrmi og Kolfinnu. 14. apríl 2024 08:01