Klassíkin: Super Mario Bros Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 6. júlí 2021 09:30 Þennan skjá ættu margir að kannast við. Vísir/Skjáskot Super Mario Bros… Hvar á maður eiginlega að byrja? Ég held ég hafi skrifað fyrstu setningarnar af þessum dómi svona tuttugu sinnum þegar ég ætlaði mér að vera eitthvað ofboðslega sniðugur. Ég held það dugi hins vegar að segja að Super Mario Bros. sé góður tölvuleikur sem eldist alveg ótrúlega vel. Leikurinn kom út árið 1985 og er því orðinn 36 ára gamall. Tíu árum eldri en ég og nógu gamall til þess að bjóða sig fram til forseta Íslands. Þetta er leikurinn sem skaut Shigeru Miyamoto upp á stjörnuhimininn og gerði hann að einhverjum áhrifamesta tölvuleikjahönnuði allra tíma. Nintendo Entertainment System (NES) var tölvan sem reisti leikjageirann aftur við eftir algjört hrun hans árið 1983 þegar offramleiðsla á ömurlegum leikjum gerði næstum því út af við þetta tiltölulega nýja listform. Væntanlega áttu þeir Mario og Luigi risastórt hlutverk í þessari endurreisn enda seldist Super Mario Bros. í bílförmum. En hvers vegna vakti þessi leikur svona mikla lukku? Einfaldur og skemmtilegur Ég hef núna spilað leikinn tvisvar í gegn með nokkuð stuttu millibili. Fyrst spilaði ég endurbættu SNES-útgáfuna sem má finna í Super Mario All Stars og síðan kastaði ég mér í NES-útgáfuna sem er í boði á Nintendo Switch Online. Tiltölulega lítill munur er á þessum útgáfum, utan þess að grafíkin er vissulega stórbætt í All Stars. Í grunninn er Super Mario Bros. afar skýrt og einfalt dæmi um platformer-leik. Ef einhver er með hugmynd að þýðingu á þessu hugtaki má viðkomandi endilega benda mér á það. Snara stingur upp á „platínuumbreytir“ en ég er ekkert sérstaklega viss um að það henti í þessu samhengi. Allavega, maður stýrir Mario og lætur hann hoppa upp á palla, yfir holur og ofan á óvini. Síðan getur maður fengið ýmsa krafta. Sveppir gera mann stærri, blómin leyfa manni að skjóta eldi og stjarnan gerir mann ósigrandi í fáein augnablik. Þetta hjálpar vissulega til en ég komst í gegnum leikinn án þess að þurfa á nokkurri slíkri aðstoð að halda. Þetta er stuttur leikur. Átta heimar, fjögur borð í hverjum. Heimarnir eru nokkuð mismunandi en hver einasti endar á borði sem gerist inni í kastala þar sem maður „berst“ við endakall í lokinn. Árið 2020 virkar þetta á mann eins og alveg afskaplega einföld formúla. En mikið rosalega er hún skemmtileg. Einföldu hlutirnir gerðir rétt Það er gaman að stýra Mario, borðin eru skemmtileg, óvinirnir eru fyrirsjáanlegir en það er ákaflega ánægjulegt að hoppa ofan á þá. Hönnunin er glæsileg og tónlistin er, ja, svona: Sem sagt fullkomin. Þetta er einmitt það sem gerir Super Mario Bros. að góðum leik, meira að segja árið 2020 þegar við erum orðin vön risavöxnum opnum veröldum, hröðum byssuleikjum og stórkostlegri grafík. Hann er einfaldur og frekar stuttur en allt sem má finna í Super Mario Bros. er vel gert. Meira að segja söguþráðurinn er einfaldur. Bjargaðu prinsessunni! Er hún hérna? Nei Hérna? Nei Hérna? Nei Hérna? Nei Hérna? Já! En þetta virkar bara svo vel. Þegar spilunin sjálf er skemmtileg er ekki þörf á raunverulegri grafík, íburðarmiklum synfóníuhljómi eða Tolstoj-skrifum. Super Mario Bros. er ekkert annað en grímulaus skemmtun sem heldur sér alveg jafnvel árið 2020 og hún gerði væntanlega 1985. Leikjavísir Leikjadómar Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
Ég held ég hafi skrifað fyrstu setningarnar af þessum dómi svona tuttugu sinnum þegar ég ætlaði mér að vera eitthvað ofboðslega sniðugur. Ég held það dugi hins vegar að segja að Super Mario Bros. sé góður tölvuleikur sem eldist alveg ótrúlega vel. Leikurinn kom út árið 1985 og er því orðinn 36 ára gamall. Tíu árum eldri en ég og nógu gamall til þess að bjóða sig fram til forseta Íslands. Þetta er leikurinn sem skaut Shigeru Miyamoto upp á stjörnuhimininn og gerði hann að einhverjum áhrifamesta tölvuleikjahönnuði allra tíma. Nintendo Entertainment System (NES) var tölvan sem reisti leikjageirann aftur við eftir algjört hrun hans árið 1983 þegar offramleiðsla á ömurlegum leikjum gerði næstum því út af við þetta tiltölulega nýja listform. Væntanlega áttu þeir Mario og Luigi risastórt hlutverk í þessari endurreisn enda seldist Super Mario Bros. í bílförmum. En hvers vegna vakti þessi leikur svona mikla lukku? Einfaldur og skemmtilegur Ég hef núna spilað leikinn tvisvar í gegn með nokkuð stuttu millibili. Fyrst spilaði ég endurbættu SNES-útgáfuna sem má finna í Super Mario All Stars og síðan kastaði ég mér í NES-útgáfuna sem er í boði á Nintendo Switch Online. Tiltölulega lítill munur er á þessum útgáfum, utan þess að grafíkin er vissulega stórbætt í All Stars. Í grunninn er Super Mario Bros. afar skýrt og einfalt dæmi um platformer-leik. Ef einhver er með hugmynd að þýðingu á þessu hugtaki má viðkomandi endilega benda mér á það. Snara stingur upp á „platínuumbreytir“ en ég er ekkert sérstaklega viss um að það henti í þessu samhengi. Allavega, maður stýrir Mario og lætur hann hoppa upp á palla, yfir holur og ofan á óvini. Síðan getur maður fengið ýmsa krafta. Sveppir gera mann stærri, blómin leyfa manni að skjóta eldi og stjarnan gerir mann ósigrandi í fáein augnablik. Þetta hjálpar vissulega til en ég komst í gegnum leikinn án þess að þurfa á nokkurri slíkri aðstoð að halda. Þetta er stuttur leikur. Átta heimar, fjögur borð í hverjum. Heimarnir eru nokkuð mismunandi en hver einasti endar á borði sem gerist inni í kastala þar sem maður „berst“ við endakall í lokinn. Árið 2020 virkar þetta á mann eins og alveg afskaplega einföld formúla. En mikið rosalega er hún skemmtileg. Einföldu hlutirnir gerðir rétt Það er gaman að stýra Mario, borðin eru skemmtileg, óvinirnir eru fyrirsjáanlegir en það er ákaflega ánægjulegt að hoppa ofan á þá. Hönnunin er glæsileg og tónlistin er, ja, svona: Sem sagt fullkomin. Þetta er einmitt það sem gerir Super Mario Bros. að góðum leik, meira að segja árið 2020 þegar við erum orðin vön risavöxnum opnum veröldum, hröðum byssuleikjum og stórkostlegri grafík. Hann er einfaldur og frekar stuttur en allt sem má finna í Super Mario Bros. er vel gert. Meira að segja söguþráðurinn er einfaldur. Bjargaðu prinsessunni! Er hún hérna? Nei Hérna? Nei Hérna? Nei Hérna? Nei Hérna? Já! En þetta virkar bara svo vel. Þegar spilunin sjálf er skemmtileg er ekki þörf á raunverulegri grafík, íburðarmiklum synfóníuhljómi eða Tolstoj-skrifum. Super Mario Bros. er ekkert annað en grímulaus skemmtun sem heldur sér alveg jafnvel árið 2020 og hún gerði væntanlega 1985.
Leikjavísir Leikjadómar Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira