„Verðum að læra að lifa með vírusnum“ Samúel Karl Ólason skrifar 5. júlí 2021 16:49 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. AP/Daniel Leal-Olivas Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í dag nýja áætlun ríkisstjórnar hans um það að „lifa með Covid-19“ en sú áætlun snýr að því að fella niður sóttvarnaaðgerðir og félagsforðun á Englandi. Niðurfellingarnar munu hefjast þann 19. júlí. Í ræðu forsætisráðherrans sagði hann að faraldrinum væri ekki lokið. Hvatti hann fólk til að viðhalda persónubundnum sóttvörnum og að láta bólusetja sig. Fjöldi nýsmitaðra á Bretlandseyjum hefur aukist töluvert á undanförnum mánuði og er talan að nálgast þrjátíu þúsund á dag. Johnson sagði mögulegt að talan væri komin í fimmtíu þúsund fyrir 19. júlí, eins og fram kemur í frétt Sky News. Prime Minister Boris Johnson says "there could be 50,000 cases detected per day by July 19" and that "we must reconcile ourselves to more deaths from COVID".Latest on #COVID19: https://t.co/rJgx7rgyKC pic.twitter.com/yE7WrWWgwi— Sky News (@SkyNews) July 5, 2021 Umfangsmiklar bólusetningar hafa þó fækkað tilfellum alvarlegra veikinda og dauðsföllum verulega. Heilt yfir hafa 33,7 milljónir Breta fengið tvo skammta bóluefnis og 45,4 milljónir hafa fengið einn skammt. Þrátt fyrir það hefur innlögnum á sjúkrahús farið fjölgandi undanfarna daga. Innlagnir eru þó um tíu sinnum færri en þær voru síðast þegar fjöldi nýsmitaðra dag frá degi var á svipuðum slóðum. Meðal þeirra aðgerða sem ríkisstjórn Johnsons er að grípa til er að fella niður alla grímuskyldu, fella niður fjöldatakmarkanir sem snúa að fyrirtækjum, tónleikum og annars konar viðburðum, auk þess að gera eigendum alls konar fyrirtækja að opna á nýjan leik. Þar eru næturklúbbar meðtaldir. BREAKING: Prime Minister Boris Johnson says the government plans to remove all legal limits on the numbers meeting indoors and outdoors from 19 July, and all remaining businesses, including nightclubs, will be allowed to open.Follow live: https://t.co/HZed9S8ylv pic.twitter.com/jyY8sp9XVK— Sky News (@SkyNews) July 5, 2021 Fólki verður ekki gert skylt að sýna bólusetningarvottorð í Englandi en forsvarsmönnum fyrirtækja verður heimilt að krefjast þeirra og setja eigin reglur að vild. Í ræðu sinni og svörum við spurningum blaðamanna lagði Johnson reglulega áherslu á persónulega dómgreind fólks og að fólk tæki mið af aðstæðum í samfélaginu og þá sérstaklega útbreiðslu Covid-19. Johnson tók fram í ræðu sinni að margir væru þeirrar skoðunar að ef eitthvað, þá ætti að grípa til frekari sóttvarnaaðgerða, frekar en að fella þær niður. Það væri hins vegar ekki hægt að gera það seinna. Ef það ætti að bíða væri kominn vetur og þá væri ekki hægt að opna allt. „Við verðum að læra að lifa með vírusnum,“ sagði Johnson. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vísindamenn uggandi yfir afléttingaráætlun stjórnvalda Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, mun í dag tilkynna um afléttingar á öllum sóttvarnaraðgerðum sem taka munu gildi 19. júlí næstkomandi. Vísindamenn hafa fordæmt fyrirætlanir stjórnvalda, þar sem kórónuveirufaraldurinn virðist vera í vexti. 5. júlí 2021 07:06 Mest lesið Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Innlent Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Fleiri fréttir Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Sjá meira
Í ræðu forsætisráðherrans sagði hann að faraldrinum væri ekki lokið. Hvatti hann fólk til að viðhalda persónubundnum sóttvörnum og að láta bólusetja sig. Fjöldi nýsmitaðra á Bretlandseyjum hefur aukist töluvert á undanförnum mánuði og er talan að nálgast þrjátíu þúsund á dag. Johnson sagði mögulegt að talan væri komin í fimmtíu þúsund fyrir 19. júlí, eins og fram kemur í frétt Sky News. Prime Minister Boris Johnson says "there could be 50,000 cases detected per day by July 19" and that "we must reconcile ourselves to more deaths from COVID".Latest on #COVID19: https://t.co/rJgx7rgyKC pic.twitter.com/yE7WrWWgwi— Sky News (@SkyNews) July 5, 2021 Umfangsmiklar bólusetningar hafa þó fækkað tilfellum alvarlegra veikinda og dauðsföllum verulega. Heilt yfir hafa 33,7 milljónir Breta fengið tvo skammta bóluefnis og 45,4 milljónir hafa fengið einn skammt. Þrátt fyrir það hefur innlögnum á sjúkrahús farið fjölgandi undanfarna daga. Innlagnir eru þó um tíu sinnum færri en þær voru síðast þegar fjöldi nýsmitaðra dag frá degi var á svipuðum slóðum. Meðal þeirra aðgerða sem ríkisstjórn Johnsons er að grípa til er að fella niður alla grímuskyldu, fella niður fjöldatakmarkanir sem snúa að fyrirtækjum, tónleikum og annars konar viðburðum, auk þess að gera eigendum alls konar fyrirtækja að opna á nýjan leik. Þar eru næturklúbbar meðtaldir. BREAKING: Prime Minister Boris Johnson says the government plans to remove all legal limits on the numbers meeting indoors and outdoors from 19 July, and all remaining businesses, including nightclubs, will be allowed to open.Follow live: https://t.co/HZed9S8ylv pic.twitter.com/jyY8sp9XVK— Sky News (@SkyNews) July 5, 2021 Fólki verður ekki gert skylt að sýna bólusetningarvottorð í Englandi en forsvarsmönnum fyrirtækja verður heimilt að krefjast þeirra og setja eigin reglur að vild. Í ræðu sinni og svörum við spurningum blaðamanna lagði Johnson reglulega áherslu á persónulega dómgreind fólks og að fólk tæki mið af aðstæðum í samfélaginu og þá sérstaklega útbreiðslu Covid-19. Johnson tók fram í ræðu sinni að margir væru þeirrar skoðunar að ef eitthvað, þá ætti að grípa til frekari sóttvarnaaðgerða, frekar en að fella þær niður. Það væri hins vegar ekki hægt að gera það seinna. Ef það ætti að bíða væri kominn vetur og þá væri ekki hægt að opna allt. „Við verðum að læra að lifa með vírusnum,“ sagði Johnson.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vísindamenn uggandi yfir afléttingaráætlun stjórnvalda Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, mun í dag tilkynna um afléttingar á öllum sóttvarnaraðgerðum sem taka munu gildi 19. júlí næstkomandi. Vísindamenn hafa fordæmt fyrirætlanir stjórnvalda, þar sem kórónuveirufaraldurinn virðist vera í vexti. 5. júlí 2021 07:06 Mest lesið Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Innlent Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Fleiri fréttir Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Sjá meira
Vísindamenn uggandi yfir afléttingaráætlun stjórnvalda Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, mun í dag tilkynna um afléttingar á öllum sóttvarnaraðgerðum sem taka munu gildi 19. júlí næstkomandi. Vísindamenn hafa fordæmt fyrirætlanir stjórnvalda, þar sem kórónuveirufaraldurinn virðist vera í vexti. 5. júlí 2021 07:06