Fótbolti

Þórdís Elva: Það gera allir mistök og við stöndum alltaf saman sem lið

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Þórdís Elva Ágústsdóttir, fyrirliði Fylkis, var eðlilega svekkt með tap kvöldsins.
Þórdís Elva Ágústsdóttir, fyrirliði Fylkis, var eðlilega svekkt með tap kvöldsins. Vísir/Bára

Þórdís Elva, fyrirliði Fylkis, var að vonum svekkt eftir tap síns liðs gegn ÍBV í Pepsi Max deild kvenna í kvöld.

Fylkisstelpur áttu þó nokkur góð marktækifæri en nýtingin var alls ekki nógu góð í kvöld.

,,Þetta er rosalega svekkjandi bara, þetta er fyrsti leikurinn í sumar þar sem við erum yfir nánast allan leikinn en vinnum ekki. Við kannski dettum svolítið niður eftir annað markið en skorum samt þetta mark skömmu seinna og hefðum átt að jafna metin,” byrjaði Þórdís á að segja.

Þórdís taldi ekki mikið fara úrskeiðis í kvöld, þrátt fyrir tapið.

,,Það var nú ekki mikið sem fór úrskeiðis, eins og ég segi þá vorum við yfir nánast allan leikinn. Ef það var þó eitthvað þá var það að við fengum á okkur heldur ódýra aukaspyrnu í lok fyrri hálfleiks. Við komum samt sem áður dýrvitlausar í seinni hálfleikinn en fengum þá klaufamark í andlitið. En það gera allir mistök og við stöndum alltaf saman sem lið.”

,,Við tökum fullt af jákvæðum punktum úr þessum leik, það var mikil barátta og mikill talandi og við verðum að halda því áfram,” endaði Þórdís á að segja.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×