Elskar að hætta við að hætta og nú farin að gera það í fleiri íþróttum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júlí 2021 11:00 Anna Úrsúla Guðmundsdóttir er ekki bara frábær handboltakona því hún var einnig öflugur fótboltamarkvörður. Vísir/Daníel Þór Ef það er einhver íþróttakona sem elskar það að taka skóna af hillunni þá er það handboltakonan Anna Úrsúla Guðmundsdóttir. Anna Úrsúla tók aftur fram handboltaskóna í vetur og spilaði með Valsliðinu í Olís deild kvenna. Hún náði reyndar ekki að vinna áttunda Íslandsmeistaratitilinn en fór með Valsliðinu í úrslitaeinvígið. Anna Úrsúla vann sér meðal annars aftur sæti í A-landsliðinu en hún hafði hætt eftir 2018-19 tímabilið og þá í annað skiptið á ferlinum. Anna Úrsúla var líka í fótboltanum þegar hún var ung og spilaði þá sem markvörður. Hún hafði ekki spilað í efstu deild síðan sumarið 2003 þegar hún tvo leiki með KR. Sama ár lék hún með nítján ára landsliðinu. Anna valdi aftur á móti handboltann og hefur átt heldur betur sigursælan feril þar. Anna Úrsúla var hins vegar aftur komin í takkaskóna í gær þegar Valskonur heimsóttu Selfyssinga í Pepsi Max deild kvenna. Valsliðið vann á endanum góðan 2-1 útisigur. Anna þurfti reyndar ekki að skipta um lið því hún hefur verið skráð í Val síðan sumarið 2018 þegar hún kom til bjargar og var varamarkörður í tveimur leikjum Valsliðsins. Sá fyrri var einnig útileikur á Selfoss í júlí. Anna var varamarkvörður Söndru Sigurðardóttur landsliðsmarkvarðar. Valsmenn voru í vandræðum eins og í handboltanum í vetur og aftur svaraði Anna Úrsúla kallinu. Fanney Inga Birkisdóttir er vanalega varamarkvörður Valsliðsins en hún var valin í sextán ára landsliðið á dögunum og er núna úti í Danmörku að spila á Opna Norðurlandamótinu. Fanney Inga var í byrjunarliði sextán ára landsliðsins sem gerði 1-1 jafntefli við Svíþjóð í gær. Það er bara þannig að ef einhver íslenska íþróttakona elskar að hætta við að hætta þá er það hin magnaða Anna Úrsúla Guðmundsdóttir. Hún er meira að segja farin að gera það í fleiri íþróttum. Það besta er að það fagna þessu allir og vonandi spilar hún bara sem lengst á öllum vígstöðvum. Valur Olís-deild kvenna Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Leik lokið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Sjá meira
Anna Úrsúla tók aftur fram handboltaskóna í vetur og spilaði með Valsliðinu í Olís deild kvenna. Hún náði reyndar ekki að vinna áttunda Íslandsmeistaratitilinn en fór með Valsliðinu í úrslitaeinvígið. Anna Úrsúla vann sér meðal annars aftur sæti í A-landsliðinu en hún hafði hætt eftir 2018-19 tímabilið og þá í annað skiptið á ferlinum. Anna Úrsúla var líka í fótboltanum þegar hún var ung og spilaði þá sem markvörður. Hún hafði ekki spilað í efstu deild síðan sumarið 2003 þegar hún tvo leiki með KR. Sama ár lék hún með nítján ára landsliðinu. Anna valdi aftur á móti handboltann og hefur átt heldur betur sigursælan feril þar. Anna Úrsúla var hins vegar aftur komin í takkaskóna í gær þegar Valskonur heimsóttu Selfyssinga í Pepsi Max deild kvenna. Valsliðið vann á endanum góðan 2-1 útisigur. Anna þurfti reyndar ekki að skipta um lið því hún hefur verið skráð í Val síðan sumarið 2018 þegar hún kom til bjargar og var varamarkörður í tveimur leikjum Valsliðsins. Sá fyrri var einnig útileikur á Selfoss í júlí. Anna var varamarkvörður Söndru Sigurðardóttur landsliðsmarkvarðar. Valsmenn voru í vandræðum eins og í handboltanum í vetur og aftur svaraði Anna Úrsúla kallinu. Fanney Inga Birkisdóttir er vanalega varamarkvörður Valsliðsins en hún var valin í sextán ára landsliðið á dögunum og er núna úti í Danmörku að spila á Opna Norðurlandamótinu. Fanney Inga var í byrjunarliði sextán ára landsliðsins sem gerði 1-1 jafntefli við Svíþjóð í gær. Það er bara þannig að ef einhver íslenska íþróttakona elskar að hætta við að hætta þá er það hin magnaða Anna Úrsúla Guðmundsdóttir. Hún er meira að segja farin að gera það í fleiri íþróttum. Það besta er að það fagna þessu allir og vonandi spilar hún bara sem lengst á öllum vígstöðvum.
Valur Olís-deild kvenna Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Leik lokið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Sjá meira