Íslenskt efnahagskerfi sterkt þrátt fyrir samdrátt Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 7. júlí 2021 21:31 Niðurstöður skýrslu OECD voru kynntar á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu í morgun. Vísir/Sigurjón Íslenskt efnahagskerfi stendur sterkari fótum en aðrar þjóðir eftir þann mikla samdrátt sem varð í kórónuveirufaraldrinum. Fjármálaráðherra segir viðsnúning fram undan en að breyta þurfi áherslum í ferðaþjónustu og menntakerfinu. Efnahags- og framfarastofnununin, OECD, kynnti skýrslu sína um íslenskt efnahagslíf á blaðamannafundi í morgun, en stofnunin gefur út slíkar skýrslur á tveggja ára fresti. „Það sýnir sig að einkaneyslan á Íslandi hefur verið sterk og kaupmáttur heimilanna hefur vaxið þrátt fyrir þennan faraldur. Það sem OECD er að draga fram núna er að þegar áhrifa faraldursins gætir ekki lengur í okkar hagkerfi að þá sé afskaplega mikilvægt að við höldum áfram að fjárfesta í nýsköpun og þróun, að við hugum að þeim þáttum í menntakerfinu okkar sem geta tryggt þekkingu í landinu, sem nýtist atvinnulífinu til lengri tíma,” segir Bjarni Benediktsson. Nýsköpun sé lykillinn að hagvexti en fyrirhugað er að laga skattastyrkjakerfið betur að minni nýsköpunarfyrirtækjum, því kerfið sem nú sé til staðar virðist frekar gagnast stærri fyrirtækjum. Þá er hvatt til breytinga á ýmsum sviðum. „Við þurfum til dæmis að vinna í regluverkinu okkar og einfalda það. Við fengum skýrslu um það efni árið 2019 sem sérstaklega horfði til byggingariðnaðarins og ferðaþjónustu og það skiptir máli að við fylgjum því eftir,” segir Bjarni. Hann segir að fram undan sé viðsnúningur í efnahagskerfinu og bendir á að í skýrslunni komi fram að faraldurinn hafi ekki haft eins mikil áhrif á íslenskt efnahagskerfi og á aðrar þjóðir. „Það sem helst skýrir það er að við höfðum byggt upp viðnámsþrótt í hagkerfinu en við höfðum lága skuldastöðu ríkissjóðs og gátum þess vegna leyft okkur að beita ríkisfjármálunum af fullum þunga til að fara í mjög kostnaðarsamar aðgerðir.” Þá leggur stofnunin til breyttar áherslur, til dæmis laust taumhald peningastefnu en að vera tilbúin til að auka aðhald, að auðvelda aðgengi að störfum með því að fækka leyfisskyldum störfum og að styrkja tengsl náms og vinnumarkaðar, svo dæmi séu tekin. „Við fáum ábendingar um að það séu þættir í menntakerfinu sem við getum yddað til og svo fáum við mikla og góða hvatningu og mjög jákvæða umsögn um það sem við höfum verið að gera í rannsóknum og þróun. En við þurfum kannski að huga að því að teygja okkur vel til minni og meðal stórra fyrirtækja.” Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Sjá meira
Efnahags- og framfarastofnununin, OECD, kynnti skýrslu sína um íslenskt efnahagslíf á blaðamannafundi í morgun, en stofnunin gefur út slíkar skýrslur á tveggja ára fresti. „Það sýnir sig að einkaneyslan á Íslandi hefur verið sterk og kaupmáttur heimilanna hefur vaxið þrátt fyrir þennan faraldur. Það sem OECD er að draga fram núna er að þegar áhrifa faraldursins gætir ekki lengur í okkar hagkerfi að þá sé afskaplega mikilvægt að við höldum áfram að fjárfesta í nýsköpun og þróun, að við hugum að þeim þáttum í menntakerfinu okkar sem geta tryggt þekkingu í landinu, sem nýtist atvinnulífinu til lengri tíma,” segir Bjarni Benediktsson. Nýsköpun sé lykillinn að hagvexti en fyrirhugað er að laga skattastyrkjakerfið betur að minni nýsköpunarfyrirtækjum, því kerfið sem nú sé til staðar virðist frekar gagnast stærri fyrirtækjum. Þá er hvatt til breytinga á ýmsum sviðum. „Við þurfum til dæmis að vinna í regluverkinu okkar og einfalda það. Við fengum skýrslu um það efni árið 2019 sem sérstaklega horfði til byggingariðnaðarins og ferðaþjónustu og það skiptir máli að við fylgjum því eftir,” segir Bjarni. Hann segir að fram undan sé viðsnúningur í efnahagskerfinu og bendir á að í skýrslunni komi fram að faraldurinn hafi ekki haft eins mikil áhrif á íslenskt efnahagskerfi og á aðrar þjóðir. „Það sem helst skýrir það er að við höfðum byggt upp viðnámsþrótt í hagkerfinu en við höfðum lága skuldastöðu ríkissjóðs og gátum þess vegna leyft okkur að beita ríkisfjármálunum af fullum þunga til að fara í mjög kostnaðarsamar aðgerðir.” Þá leggur stofnunin til breyttar áherslur, til dæmis laust taumhald peningastefnu en að vera tilbúin til að auka aðhald, að auðvelda aðgengi að störfum með því að fækka leyfisskyldum störfum og að styrkja tengsl náms og vinnumarkaðar, svo dæmi séu tekin. „Við fáum ábendingar um að það séu þættir í menntakerfinu sem við getum yddað til og svo fáum við mikla og góða hvatningu og mjög jákvæða umsögn um það sem við höfum verið að gera í rannsóknum og þróun. En við þurfum kannski að huga að því að teygja okkur vel til minni og meðal stórra fyrirtækja.”
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Sjá meira