Fresta réttarhöldum yfir 47 lýðræðissinnum um ellefu vikur Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. júlí 2021 13:04 Ákærur á hendur lýðræðissinnanna 47 hafa verið harðlega gagnrýndar og stuðningsmenn þeirra krefjast að þeim verði sleppt úr haldi. Getty/Anthony Kwan Saksóknarar hafa frestað réttarhöldum yfir 47 lýðræðissinnum í Hong Kong, sem blésu til prófkjörs sem dæmt var ólöglegt, um ellefu vikur. Búist var við því að saksóknarar myndu óska eftir að málið yrði flutt fyrir dómstóli sem getur gefið harðari refsingar en þess í stað óskuðu þeir eftir frestun, þar sem þeir segjast þurfa að undirbúa dómsmálið betur. Hinir 47 ákærðu voru í 55 manna hópi sem var handtekinn af þjóðaröryggislögreglunni þann 6. janúar síðastliðinn fyrir að hafa brotið umdeild öryggislög Hong Kong. Meðal ákærðu eru kennarar, opinberir starfsmenn og fyrrverandi, lýðræðissinnaðir, þingmenn Hong Kong. Fréttastofa Guardian greinir frá. Meirihluti fólksins í hópnum hefur setið í fangelsi síðan í febrúar síðastliðnum. Tólf voru leyst úr haldi gegn tryggingu eftir að fangelsisyfirvöld voru sökuð um að meina þeim að baða sig og hvílast og fjórir höfðu verið fluttir á sjúkrahús úr fangelsinu. Hópurinn hefur verið ákærður fyrir samsæri gegn stjórnvöldum, sem er brotlegt samkvæmt öryggislögunum sem voru innleidd fyrir rúmu ári, en hópurinn blés til óformlegs prófkjörs í júlí 2020 í aðdraganda þingkosninga í héraðinu, sem síðar var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Prófkjör fara almennt ekki fram í Hong Kong en ýmsir stjórnmálaflokkar hafa haldið prófkjör, þar á meðal stjórnarflokkar. Niðurstöður þeirra hafa þó aldrei verið bindandi. Stjórnvöld litu hins vegar á prófkjörið sem andstöðu gegn þáverandi yfirvöldum, í kjölfar árslangra mótmæla, og talið er að allt að 600 þúsund manns hafi tekið þátt í prófkjörinu. Yfirvöld í Peking lýstu því yfir að prófkjörið hafi verið ólöglegt og sex mánuðum seinna nýttu yfirvöld í Hong Kong sér öryggislögin, sem innleidd voru að frumkvæði Kína, og lét handtaka alla frambjóðendur og skipuleggjendur prófkjörsins. Öryggislögin voru lögð til af kínverskum stjórnvöldum og samþykkt af yfirvöldum í Hong Kong aðeins tíu dögum áður en prófkjörið fór fram. Öryggislögin eru mjög ströng og banna alla andstöðu gegn yfirvöldum í Kína. Hong Kong Kína Tengdar fréttir Hvetur foreldra, kennara og aðra til að vakta ungmenni og tilkynna þau til lögreglu Lögreglan í Hong Kong hefur handtekið níu manns vegna meintrar hryðjuverkaógnar. Meðal hinna handteknu eru sex krakkar í menntaskóla en fólkið er fimmtán til 39 ára. Lögreglan segir þau hafa leigt hótelherbergi til að framleiða þar sprengjur og markmið hópsins hafi verið að gera sprengjuárásir á skotmörk í borginni. 6. júlí 2021 11:49 Lýðræðissinnum bannað að syrgja félaga sinn sem sakaður er um hryðjuverk Lögreglan í Hong Kong hefur varað lýðræðissinna við því að syrgi þeir dauða mótmælanda, sem stakk lögreglumann með kuta, verði litið á það sem stuðning við hryðjuverk. Það sé vegna þess að árásin sé nú til rannsóknar hjá þjóðaröryggisstofnun Hong Kong. 5. júlí 2021 14:24 Lýðræðisdagblaði gert að hætta útgáfu og blaðamenn handteknir Dagblaðinu Apple Daily hefur verið gert að hætt útgáfu en það hefur verið einn af hornsteinum lýðræðisbaráttumanna í Hong Kong undanfarin ár. Blaðið er það stærsta sinnar tegundar í héraðinu en vefsíða blaðsins mun loka á miðnætti í dag og síðasta útgáfa prentsins mun koma út á morgun. 23. júní 2021 14:01 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Fleiri fréttir Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Sjá meira
Búist var við því að saksóknarar myndu óska eftir að málið yrði flutt fyrir dómstóli sem getur gefið harðari refsingar en þess í stað óskuðu þeir eftir frestun, þar sem þeir segjast þurfa að undirbúa dómsmálið betur. Hinir 47 ákærðu voru í 55 manna hópi sem var handtekinn af þjóðaröryggislögreglunni þann 6. janúar síðastliðinn fyrir að hafa brotið umdeild öryggislög Hong Kong. Meðal ákærðu eru kennarar, opinberir starfsmenn og fyrrverandi, lýðræðissinnaðir, þingmenn Hong Kong. Fréttastofa Guardian greinir frá. Meirihluti fólksins í hópnum hefur setið í fangelsi síðan í febrúar síðastliðnum. Tólf voru leyst úr haldi gegn tryggingu eftir að fangelsisyfirvöld voru sökuð um að meina þeim að baða sig og hvílast og fjórir höfðu verið fluttir á sjúkrahús úr fangelsinu. Hópurinn hefur verið ákærður fyrir samsæri gegn stjórnvöldum, sem er brotlegt samkvæmt öryggislögunum sem voru innleidd fyrir rúmu ári, en hópurinn blés til óformlegs prófkjörs í júlí 2020 í aðdraganda þingkosninga í héraðinu, sem síðar var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Prófkjör fara almennt ekki fram í Hong Kong en ýmsir stjórnmálaflokkar hafa haldið prófkjör, þar á meðal stjórnarflokkar. Niðurstöður þeirra hafa þó aldrei verið bindandi. Stjórnvöld litu hins vegar á prófkjörið sem andstöðu gegn þáverandi yfirvöldum, í kjölfar árslangra mótmæla, og talið er að allt að 600 þúsund manns hafi tekið þátt í prófkjörinu. Yfirvöld í Peking lýstu því yfir að prófkjörið hafi verið ólöglegt og sex mánuðum seinna nýttu yfirvöld í Hong Kong sér öryggislögin, sem innleidd voru að frumkvæði Kína, og lét handtaka alla frambjóðendur og skipuleggjendur prófkjörsins. Öryggislögin voru lögð til af kínverskum stjórnvöldum og samþykkt af yfirvöldum í Hong Kong aðeins tíu dögum áður en prófkjörið fór fram. Öryggislögin eru mjög ströng og banna alla andstöðu gegn yfirvöldum í Kína.
Hong Kong Kína Tengdar fréttir Hvetur foreldra, kennara og aðra til að vakta ungmenni og tilkynna þau til lögreglu Lögreglan í Hong Kong hefur handtekið níu manns vegna meintrar hryðjuverkaógnar. Meðal hinna handteknu eru sex krakkar í menntaskóla en fólkið er fimmtán til 39 ára. Lögreglan segir þau hafa leigt hótelherbergi til að framleiða þar sprengjur og markmið hópsins hafi verið að gera sprengjuárásir á skotmörk í borginni. 6. júlí 2021 11:49 Lýðræðissinnum bannað að syrgja félaga sinn sem sakaður er um hryðjuverk Lögreglan í Hong Kong hefur varað lýðræðissinna við því að syrgi þeir dauða mótmælanda, sem stakk lögreglumann með kuta, verði litið á það sem stuðning við hryðjuverk. Það sé vegna þess að árásin sé nú til rannsóknar hjá þjóðaröryggisstofnun Hong Kong. 5. júlí 2021 14:24 Lýðræðisdagblaði gert að hætta útgáfu og blaðamenn handteknir Dagblaðinu Apple Daily hefur verið gert að hætt útgáfu en það hefur verið einn af hornsteinum lýðræðisbaráttumanna í Hong Kong undanfarin ár. Blaðið er það stærsta sinnar tegundar í héraðinu en vefsíða blaðsins mun loka á miðnætti í dag og síðasta útgáfa prentsins mun koma út á morgun. 23. júní 2021 14:01 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Fleiri fréttir Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Sjá meira
Hvetur foreldra, kennara og aðra til að vakta ungmenni og tilkynna þau til lögreglu Lögreglan í Hong Kong hefur handtekið níu manns vegna meintrar hryðjuverkaógnar. Meðal hinna handteknu eru sex krakkar í menntaskóla en fólkið er fimmtán til 39 ára. Lögreglan segir þau hafa leigt hótelherbergi til að framleiða þar sprengjur og markmið hópsins hafi verið að gera sprengjuárásir á skotmörk í borginni. 6. júlí 2021 11:49
Lýðræðissinnum bannað að syrgja félaga sinn sem sakaður er um hryðjuverk Lögreglan í Hong Kong hefur varað lýðræðissinna við því að syrgi þeir dauða mótmælanda, sem stakk lögreglumann með kuta, verði litið á það sem stuðning við hryðjuverk. Það sé vegna þess að árásin sé nú til rannsóknar hjá þjóðaröryggisstofnun Hong Kong. 5. júlí 2021 14:24
Lýðræðisdagblaði gert að hætta útgáfu og blaðamenn handteknir Dagblaðinu Apple Daily hefur verið gert að hætt útgáfu en það hefur verið einn af hornsteinum lýðræðisbaráttumanna í Hong Kong undanfarin ár. Blaðið er það stærsta sinnar tegundar í héraðinu en vefsíða blaðsins mun loka á miðnætti í dag og síðasta útgáfa prentsins mun koma út á morgun. 23. júní 2021 14:01