Solaris kvarta til Umboðsmanns vegna Útlendingastofnunar og lögreglu Árni Sæberg skrifar 9. júlí 2021 21:31 Sema Erla er formaður Solaris. Aðsend/Eva Sigurðardóttir Stjórn Solaris - hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi hefur sent tilkynningu til nefndar um eftirlit með lögreglu um „ámælisverða starfshætti lögreglu, starfsaðferð og framkomu í starfi“ vegna aðgerðar á vegum Útlendingastofnunar og lögregluyfirvalda í húsakynnum stofnunarinnar í Hafnarfirði þriðjudaginn 6. júlí. Í tilkynningu frá samtökunum segir að aðgerðin, sem fól í sér að starfsmaður Útlendingastofnunar lokkaði tvo umsækjendur um alþjóðlega vernd til stofnunarinnar á fölskum forsendum þar sem þeir voru frelsissviptir, tilkynnt fyrirvaralaust um brottvísun, handteknir, beittir harðræði og ofbeldi af fulltrúum Útlendingastofnunar og lögregluyfirvalda, hafi einnig verið tilkynnt til Umboðsmanns Alþingis. Sú kvörtun nær til lögregluyfirvalda sem og Útlendingastofnunar. Kvörtunin til Umboðsmanns Alþingis náði til eftirfarandi atriða: Kvartað er yfir meðferð Útlendingastofnunar og lögregluyfirvalda (lögregluþjóna, sérsveitar og stoðdeildar ríkislögreglustjóra) á tveimur umsækjendum um alþjóðlega vernd þriðjudaginn 6. júlí 2021 í húsakynnum Útlendingastofnunar í Bæjarhrauni. Samkvæmt frásögnum þeirra og vitna voru þeir beittir harðræði og ofbeldi af lögreglu og starfsfólki Útlendingastofnunar eftir að hafa verið lokkaðir þangað á fölskum forsendum. Kvörtunin nær til aðgerðarinnar sjálfrar og hvernig að henni var staðið. Með því er sérstaklega átt við framferði starfsfólks Útlendingastofnunar sem laug að þolendunum til þess að fá þá á staðinn. Þegar á staðinn var komið voru þeir frelsissviptir af starfsfólki Útlendingastofnunar (sem þeir hafa ekki heimild til að gera) og tóku þátt í ofbeldisfullum aðgerðum. Þá nær kvörtunin til þess hvernig lögreglan stóð að aðgerðinni, þeim fjölda lögreglu og annarra viðbragðsaðila á staðnum. Þá er kvartað yfir því hvernig staðið var að brottvísun umsækjendanna tveggja um alþjóðlega vernd en þeir voru handteknir fyrirvaralaust á staðnum og færðir í gæslu lögreglunnar þar til þeim var brottvísað. Öðrum tæpum sólarhring seinna og hinum degi síðar eftir aðhlynningu á sjúkrahúsi. Brottvísun eins og þessi, þar sem einstaklingar eru lokkaðir til Útlendingastofnunar á fölskum forsendum, frelsisviptir og tilkynnt fyrirvaralaust um brottvísun, handteknir og færðir í varðhald, er ekki samkvæmt viðurkenndu verklagi og brot á réttindum þeirra. Það nær til Útlendingastofnunar, stoðdeildar ríkislögreglustjóra og lögreglunnar Þá er kvartað yfir ofbeldi Útlendingastofnunar og lögreglunnar á einstaklingunum og sérstök athygli vakin á því að þolandi lýsir því að notað hafi verið á hann rafstuðtæki og að hann hafi verið sprautaður með efnum/lyfjum. Þess ber að geta að þolandinn er flogaveikur og í aðstæðum eins og þeim sem lýst er getur skapast hættuástand. „Dæmi um kerfisbundið ofbeldi íslenskra yfirvalda í garð fólks á flótta“ Sema Erla Serdar, formaður Solaris, tjáði sig um atvikið og tilkynninguna á samfélagsmiðlinum Facebook í kvöld. Hún segir yfirvöld halda að þau geti ítrekað komist upp með að níðast á þeim sem eru jaðarsettir, raddlausir og án baklands í íslensku samfélagi þar sem það er yfirleitt raunin. Þá segir hún það vera á ábyrgð þeirra sem hafa rödd í samfélaginu að standa vörð um réttindi flóttafólks. „Ofbeldi af hálfu Útlendingastofnunar og lögregluyfirvalda í garð fólks á flótta verður ekki liðið. Vinnubrögð eins og þau sem við urðum vitni að í vikunni mega aldrei endurtaka sig,“ segir Sema Erla. Hælisleitendur Flóttamenn Lögreglan Tengdar fréttir Hafna því alfarið að hafa beitt hælisleitendurna ofbeldi eða óhóflegu valdi Embætti ríkislögreglustjóra vísar á bug ásökunum um að lögregla hafi beitt ofbeldi við handtöku á tveimur hælisleitendum líkt og haldið hefur verið fram af fólki í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. 8. júlí 2021 18:59 Lögregla hafnar því að hafa notað rafbyssu við handtöku hælisleitendanna Lögreglan þvertekur fyrir að hafa notað rafbyssu við handtöku á tveimur hælisleitendum í húsakynnum Útlendingastofnunar í gær. Þeir voru sendir úr landi til Grikklands í morgun. 7. júlí 2021 18:07 Hælisleitendur hafi verið blekktir til að þiggja bólusetningu og svo beittir hörku Tveir palestínskir hælisleitendur voru handteknir í móttöku Útlendingastofnunar í gær en til stendur að vísa þeim úr landi. Frá þessu greinir aðgerðahópurinn Refugees in Iceland. 7. júlí 2021 06:31 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Í tilkynningu frá samtökunum segir að aðgerðin, sem fól í sér að starfsmaður Útlendingastofnunar lokkaði tvo umsækjendur um alþjóðlega vernd til stofnunarinnar á fölskum forsendum þar sem þeir voru frelsissviptir, tilkynnt fyrirvaralaust um brottvísun, handteknir, beittir harðræði og ofbeldi af fulltrúum Útlendingastofnunar og lögregluyfirvalda, hafi einnig verið tilkynnt til Umboðsmanns Alþingis. Sú kvörtun nær til lögregluyfirvalda sem og Útlendingastofnunar. Kvörtunin til Umboðsmanns Alþingis náði til eftirfarandi atriða: Kvartað er yfir meðferð Útlendingastofnunar og lögregluyfirvalda (lögregluþjóna, sérsveitar og stoðdeildar ríkislögreglustjóra) á tveimur umsækjendum um alþjóðlega vernd þriðjudaginn 6. júlí 2021 í húsakynnum Útlendingastofnunar í Bæjarhrauni. Samkvæmt frásögnum þeirra og vitna voru þeir beittir harðræði og ofbeldi af lögreglu og starfsfólki Útlendingastofnunar eftir að hafa verið lokkaðir þangað á fölskum forsendum. Kvörtunin nær til aðgerðarinnar sjálfrar og hvernig að henni var staðið. Með því er sérstaklega átt við framferði starfsfólks Útlendingastofnunar sem laug að þolendunum til þess að fá þá á staðinn. Þegar á staðinn var komið voru þeir frelsissviptir af starfsfólki Útlendingastofnunar (sem þeir hafa ekki heimild til að gera) og tóku þátt í ofbeldisfullum aðgerðum. Þá nær kvörtunin til þess hvernig lögreglan stóð að aðgerðinni, þeim fjölda lögreglu og annarra viðbragðsaðila á staðnum. Þá er kvartað yfir því hvernig staðið var að brottvísun umsækjendanna tveggja um alþjóðlega vernd en þeir voru handteknir fyrirvaralaust á staðnum og færðir í gæslu lögreglunnar þar til þeim var brottvísað. Öðrum tæpum sólarhring seinna og hinum degi síðar eftir aðhlynningu á sjúkrahúsi. Brottvísun eins og þessi, þar sem einstaklingar eru lokkaðir til Útlendingastofnunar á fölskum forsendum, frelsisviptir og tilkynnt fyrirvaralaust um brottvísun, handteknir og færðir í varðhald, er ekki samkvæmt viðurkenndu verklagi og brot á réttindum þeirra. Það nær til Útlendingastofnunar, stoðdeildar ríkislögreglustjóra og lögreglunnar Þá er kvartað yfir ofbeldi Útlendingastofnunar og lögreglunnar á einstaklingunum og sérstök athygli vakin á því að þolandi lýsir því að notað hafi verið á hann rafstuðtæki og að hann hafi verið sprautaður með efnum/lyfjum. Þess ber að geta að þolandinn er flogaveikur og í aðstæðum eins og þeim sem lýst er getur skapast hættuástand. „Dæmi um kerfisbundið ofbeldi íslenskra yfirvalda í garð fólks á flótta“ Sema Erla Serdar, formaður Solaris, tjáði sig um atvikið og tilkynninguna á samfélagsmiðlinum Facebook í kvöld. Hún segir yfirvöld halda að þau geti ítrekað komist upp með að níðast á þeim sem eru jaðarsettir, raddlausir og án baklands í íslensku samfélagi þar sem það er yfirleitt raunin. Þá segir hún það vera á ábyrgð þeirra sem hafa rödd í samfélaginu að standa vörð um réttindi flóttafólks. „Ofbeldi af hálfu Útlendingastofnunar og lögregluyfirvalda í garð fólks á flótta verður ekki liðið. Vinnubrögð eins og þau sem við urðum vitni að í vikunni mega aldrei endurtaka sig,“ segir Sema Erla.
Hælisleitendur Flóttamenn Lögreglan Tengdar fréttir Hafna því alfarið að hafa beitt hælisleitendurna ofbeldi eða óhóflegu valdi Embætti ríkislögreglustjóra vísar á bug ásökunum um að lögregla hafi beitt ofbeldi við handtöku á tveimur hælisleitendum líkt og haldið hefur verið fram af fólki í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. 8. júlí 2021 18:59 Lögregla hafnar því að hafa notað rafbyssu við handtöku hælisleitendanna Lögreglan þvertekur fyrir að hafa notað rafbyssu við handtöku á tveimur hælisleitendum í húsakynnum Útlendingastofnunar í gær. Þeir voru sendir úr landi til Grikklands í morgun. 7. júlí 2021 18:07 Hælisleitendur hafi verið blekktir til að þiggja bólusetningu og svo beittir hörku Tveir palestínskir hælisleitendur voru handteknir í móttöku Útlendingastofnunar í gær en til stendur að vísa þeim úr landi. Frá þessu greinir aðgerðahópurinn Refugees in Iceland. 7. júlí 2021 06:31 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Hafna því alfarið að hafa beitt hælisleitendurna ofbeldi eða óhóflegu valdi Embætti ríkislögreglustjóra vísar á bug ásökunum um að lögregla hafi beitt ofbeldi við handtöku á tveimur hælisleitendum líkt og haldið hefur verið fram af fólki í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. 8. júlí 2021 18:59
Lögregla hafnar því að hafa notað rafbyssu við handtöku hælisleitendanna Lögreglan þvertekur fyrir að hafa notað rafbyssu við handtöku á tveimur hælisleitendum í húsakynnum Útlendingastofnunar í gær. Þeir voru sendir úr landi til Grikklands í morgun. 7. júlí 2021 18:07
Hælisleitendur hafi verið blekktir til að þiggja bólusetningu og svo beittir hörku Tveir palestínskir hælisleitendur voru handteknir í móttöku Útlendingastofnunar í gær en til stendur að vísa þeim úr landi. Frá þessu greinir aðgerðahópurinn Refugees in Iceland. 7. júlí 2021 06:31