Solaris kvarta til Umboðsmanns vegna Útlendingastofnunar og lögreglu Árni Sæberg skrifar 9. júlí 2021 21:31 Sema Erla er formaður Solaris. Aðsend/Eva Sigurðardóttir Stjórn Solaris - hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi hefur sent tilkynningu til nefndar um eftirlit með lögreglu um „ámælisverða starfshætti lögreglu, starfsaðferð og framkomu í starfi“ vegna aðgerðar á vegum Útlendingastofnunar og lögregluyfirvalda í húsakynnum stofnunarinnar í Hafnarfirði þriðjudaginn 6. júlí. Í tilkynningu frá samtökunum segir að aðgerðin, sem fól í sér að starfsmaður Útlendingastofnunar lokkaði tvo umsækjendur um alþjóðlega vernd til stofnunarinnar á fölskum forsendum þar sem þeir voru frelsissviptir, tilkynnt fyrirvaralaust um brottvísun, handteknir, beittir harðræði og ofbeldi af fulltrúum Útlendingastofnunar og lögregluyfirvalda, hafi einnig verið tilkynnt til Umboðsmanns Alþingis. Sú kvörtun nær til lögregluyfirvalda sem og Útlendingastofnunar. Kvörtunin til Umboðsmanns Alþingis náði til eftirfarandi atriða: Kvartað er yfir meðferð Útlendingastofnunar og lögregluyfirvalda (lögregluþjóna, sérsveitar og stoðdeildar ríkislögreglustjóra) á tveimur umsækjendum um alþjóðlega vernd þriðjudaginn 6. júlí 2021 í húsakynnum Útlendingastofnunar í Bæjarhrauni. Samkvæmt frásögnum þeirra og vitna voru þeir beittir harðræði og ofbeldi af lögreglu og starfsfólki Útlendingastofnunar eftir að hafa verið lokkaðir þangað á fölskum forsendum. Kvörtunin nær til aðgerðarinnar sjálfrar og hvernig að henni var staðið. Með því er sérstaklega átt við framferði starfsfólks Útlendingastofnunar sem laug að þolendunum til þess að fá þá á staðinn. Þegar á staðinn var komið voru þeir frelsissviptir af starfsfólki Útlendingastofnunar (sem þeir hafa ekki heimild til að gera) og tóku þátt í ofbeldisfullum aðgerðum. Þá nær kvörtunin til þess hvernig lögreglan stóð að aðgerðinni, þeim fjölda lögreglu og annarra viðbragðsaðila á staðnum. Þá er kvartað yfir því hvernig staðið var að brottvísun umsækjendanna tveggja um alþjóðlega vernd en þeir voru handteknir fyrirvaralaust á staðnum og færðir í gæslu lögreglunnar þar til þeim var brottvísað. Öðrum tæpum sólarhring seinna og hinum degi síðar eftir aðhlynningu á sjúkrahúsi. Brottvísun eins og þessi, þar sem einstaklingar eru lokkaðir til Útlendingastofnunar á fölskum forsendum, frelsisviptir og tilkynnt fyrirvaralaust um brottvísun, handteknir og færðir í varðhald, er ekki samkvæmt viðurkenndu verklagi og brot á réttindum þeirra. Það nær til Útlendingastofnunar, stoðdeildar ríkislögreglustjóra og lögreglunnar Þá er kvartað yfir ofbeldi Útlendingastofnunar og lögreglunnar á einstaklingunum og sérstök athygli vakin á því að þolandi lýsir því að notað hafi verið á hann rafstuðtæki og að hann hafi verið sprautaður með efnum/lyfjum. Þess ber að geta að þolandinn er flogaveikur og í aðstæðum eins og þeim sem lýst er getur skapast hættuástand. „Dæmi um kerfisbundið ofbeldi íslenskra yfirvalda í garð fólks á flótta“ Sema Erla Serdar, formaður Solaris, tjáði sig um atvikið og tilkynninguna á samfélagsmiðlinum Facebook í kvöld. Hún segir yfirvöld halda að þau geti ítrekað komist upp með að níðast á þeim sem eru jaðarsettir, raddlausir og án baklands í íslensku samfélagi þar sem það er yfirleitt raunin. Þá segir hún það vera á ábyrgð þeirra sem hafa rödd í samfélaginu að standa vörð um réttindi flóttafólks. „Ofbeldi af hálfu Útlendingastofnunar og lögregluyfirvalda í garð fólks á flótta verður ekki liðið. Vinnubrögð eins og þau sem við urðum vitni að í vikunni mega aldrei endurtaka sig,“ segir Sema Erla. Hælisleitendur Flóttamenn Lögreglan Tengdar fréttir Hafna því alfarið að hafa beitt hælisleitendurna ofbeldi eða óhóflegu valdi Embætti ríkislögreglustjóra vísar á bug ásökunum um að lögregla hafi beitt ofbeldi við handtöku á tveimur hælisleitendum líkt og haldið hefur verið fram af fólki í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. 8. júlí 2021 18:59 Lögregla hafnar því að hafa notað rafbyssu við handtöku hælisleitendanna Lögreglan þvertekur fyrir að hafa notað rafbyssu við handtöku á tveimur hælisleitendum í húsakynnum Útlendingastofnunar í gær. Þeir voru sendir úr landi til Grikklands í morgun. 7. júlí 2021 18:07 Hælisleitendur hafi verið blekktir til að þiggja bólusetningu og svo beittir hörku Tveir palestínskir hælisleitendur voru handteknir í móttöku Útlendingastofnunar í gær en til stendur að vísa þeim úr landi. Frá þessu greinir aðgerðahópurinn Refugees in Iceland. 7. júlí 2021 06:31 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Kom ráðherra að óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Sjá meira
Í tilkynningu frá samtökunum segir að aðgerðin, sem fól í sér að starfsmaður Útlendingastofnunar lokkaði tvo umsækjendur um alþjóðlega vernd til stofnunarinnar á fölskum forsendum þar sem þeir voru frelsissviptir, tilkynnt fyrirvaralaust um brottvísun, handteknir, beittir harðræði og ofbeldi af fulltrúum Útlendingastofnunar og lögregluyfirvalda, hafi einnig verið tilkynnt til Umboðsmanns Alþingis. Sú kvörtun nær til lögregluyfirvalda sem og Útlendingastofnunar. Kvörtunin til Umboðsmanns Alþingis náði til eftirfarandi atriða: Kvartað er yfir meðferð Útlendingastofnunar og lögregluyfirvalda (lögregluþjóna, sérsveitar og stoðdeildar ríkislögreglustjóra) á tveimur umsækjendum um alþjóðlega vernd þriðjudaginn 6. júlí 2021 í húsakynnum Útlendingastofnunar í Bæjarhrauni. Samkvæmt frásögnum þeirra og vitna voru þeir beittir harðræði og ofbeldi af lögreglu og starfsfólki Útlendingastofnunar eftir að hafa verið lokkaðir þangað á fölskum forsendum. Kvörtunin nær til aðgerðarinnar sjálfrar og hvernig að henni var staðið. Með því er sérstaklega átt við framferði starfsfólks Útlendingastofnunar sem laug að þolendunum til þess að fá þá á staðinn. Þegar á staðinn var komið voru þeir frelsissviptir af starfsfólki Útlendingastofnunar (sem þeir hafa ekki heimild til að gera) og tóku þátt í ofbeldisfullum aðgerðum. Þá nær kvörtunin til þess hvernig lögreglan stóð að aðgerðinni, þeim fjölda lögreglu og annarra viðbragðsaðila á staðnum. Þá er kvartað yfir því hvernig staðið var að brottvísun umsækjendanna tveggja um alþjóðlega vernd en þeir voru handteknir fyrirvaralaust á staðnum og færðir í gæslu lögreglunnar þar til þeim var brottvísað. Öðrum tæpum sólarhring seinna og hinum degi síðar eftir aðhlynningu á sjúkrahúsi. Brottvísun eins og þessi, þar sem einstaklingar eru lokkaðir til Útlendingastofnunar á fölskum forsendum, frelsisviptir og tilkynnt fyrirvaralaust um brottvísun, handteknir og færðir í varðhald, er ekki samkvæmt viðurkenndu verklagi og brot á réttindum þeirra. Það nær til Útlendingastofnunar, stoðdeildar ríkislögreglustjóra og lögreglunnar Þá er kvartað yfir ofbeldi Útlendingastofnunar og lögreglunnar á einstaklingunum og sérstök athygli vakin á því að þolandi lýsir því að notað hafi verið á hann rafstuðtæki og að hann hafi verið sprautaður með efnum/lyfjum. Þess ber að geta að þolandinn er flogaveikur og í aðstæðum eins og þeim sem lýst er getur skapast hættuástand. „Dæmi um kerfisbundið ofbeldi íslenskra yfirvalda í garð fólks á flótta“ Sema Erla Serdar, formaður Solaris, tjáði sig um atvikið og tilkynninguna á samfélagsmiðlinum Facebook í kvöld. Hún segir yfirvöld halda að þau geti ítrekað komist upp með að níðast á þeim sem eru jaðarsettir, raddlausir og án baklands í íslensku samfélagi þar sem það er yfirleitt raunin. Þá segir hún það vera á ábyrgð þeirra sem hafa rödd í samfélaginu að standa vörð um réttindi flóttafólks. „Ofbeldi af hálfu Útlendingastofnunar og lögregluyfirvalda í garð fólks á flótta verður ekki liðið. Vinnubrögð eins og þau sem við urðum vitni að í vikunni mega aldrei endurtaka sig,“ segir Sema Erla.
Hælisleitendur Flóttamenn Lögreglan Tengdar fréttir Hafna því alfarið að hafa beitt hælisleitendurna ofbeldi eða óhóflegu valdi Embætti ríkislögreglustjóra vísar á bug ásökunum um að lögregla hafi beitt ofbeldi við handtöku á tveimur hælisleitendum líkt og haldið hefur verið fram af fólki í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. 8. júlí 2021 18:59 Lögregla hafnar því að hafa notað rafbyssu við handtöku hælisleitendanna Lögreglan þvertekur fyrir að hafa notað rafbyssu við handtöku á tveimur hælisleitendum í húsakynnum Útlendingastofnunar í gær. Þeir voru sendir úr landi til Grikklands í morgun. 7. júlí 2021 18:07 Hælisleitendur hafi verið blekktir til að þiggja bólusetningu og svo beittir hörku Tveir palestínskir hælisleitendur voru handteknir í móttöku Útlendingastofnunar í gær en til stendur að vísa þeim úr landi. Frá þessu greinir aðgerðahópurinn Refugees in Iceland. 7. júlí 2021 06:31 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Kom ráðherra að óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Sjá meira
Hafna því alfarið að hafa beitt hælisleitendurna ofbeldi eða óhóflegu valdi Embætti ríkislögreglustjóra vísar á bug ásökunum um að lögregla hafi beitt ofbeldi við handtöku á tveimur hælisleitendum líkt og haldið hefur verið fram af fólki í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. 8. júlí 2021 18:59
Lögregla hafnar því að hafa notað rafbyssu við handtöku hælisleitendanna Lögreglan þvertekur fyrir að hafa notað rafbyssu við handtöku á tveimur hælisleitendum í húsakynnum Útlendingastofnunar í gær. Þeir voru sendir úr landi til Grikklands í morgun. 7. júlí 2021 18:07
Hælisleitendur hafi verið blekktir til að þiggja bólusetningu og svo beittir hörku Tveir palestínskir hælisleitendur voru handteknir í móttöku Útlendingastofnunar í gær en til stendur að vísa þeim úr landi. Frá þessu greinir aðgerðahópurinn Refugees in Iceland. 7. júlí 2021 06:31