Deila forystunni fyrir lokahringinn Valur Páll Eiríksson skrifar 10. júlí 2021 17:45 Matt Fitzpatrick deilir forystunni fyrir lokahringinn á Opna skoska meistaramótinu. Mark Runnacles/Getty Images Belginn Thomas Detry og Englendingurinn Matt Fitzpatrick leiða Opna skoska meistaramótið í golfi fyrir lokahringinn sem leikinn verður á morgun. Búast má við mikilli spennu á toppnum. Fátt hefur skilið menn að á toppnum á mótinu til þessa en fyrir hring dagsins deildu þrír menn forystunni á ellefu höggum undir pari; Thomas Detry, Jon Rahm og Jack Senior, sem hafði verið einn í forystu eftir fyrsta hringinn. Aðeins höggi á eftir þeim voru svo George Coetzee, Lee Westwood og Matt Fitzpatrick. Up-and-down from the bar benches The fans loved this from @tomdetry!#abrdnScottishOpen #RolexSeries pic.twitter.com/YYSWeUah4Y— The European Tour (@EuropeanTour) July 10, 2021 Senior, sem hafði leikið fyrsta hringinn á sjö höggum undir pari, tókst ekki að viðhalda þeim þeim gæðum í dag þar sem hann lék á tveimur höggum yfir pari og hrundi niður í 17. sæti. Detry lék hins vegar jafnt og þétt golf þar sem hann fór 14 holur á pari, fékk einn skolla, tvo fugla og einn örn. Hann fór hringinn því á þremur höggum undir pari og er í forystunni á 14 undir parinu. Matt Fitzpatrick lék höggi betur, á fjórum höggum undir pari, og deilir því toppsætinu með Detry eftir að hafa verið höggi á eftir honum fyrir daginn í dag. Spánverjinn Jon Rahm er höggi á eftir þeim þar sem hann fór hringinn á tveimur undir pari. World class @MattFitz94 #abrdnScottishOpen #RolexSeries pic.twitter.com/suIBF7e9hg— The European Tour (@EuropeanTour) July 10, 2021 Næst á eftir honum kemur Ástralinn Lucas Herbert, sem var frábær í dag er hann fór hringinn á sjö höggum undir pari. Hann fékk einn skolla, einn örn og sex fugla á hringnum. Manna best lék þó Alexander Björk sem fékk átta fugla á hringnum og fór aðrar holur á pari. Hann fór hringinn því á átta höggum undir pari og vann sig upp í 8.-16. sæti þar sem hann er á tíu höggum undir pari. With 18 holes to go #abrdnScottishOpen #RolexSeries pic.twitter.com/6HJbbPncaJ— The European Tour (@EuropeanTour) July 10, 2021 Hér má sjá stöðuna á mótinu. Lokahringur mótsins fer fram á morgun og hefst klukkan 11:00 í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone. Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Fátt hefur skilið menn að á toppnum á mótinu til þessa en fyrir hring dagsins deildu þrír menn forystunni á ellefu höggum undir pari; Thomas Detry, Jon Rahm og Jack Senior, sem hafði verið einn í forystu eftir fyrsta hringinn. Aðeins höggi á eftir þeim voru svo George Coetzee, Lee Westwood og Matt Fitzpatrick. Up-and-down from the bar benches The fans loved this from @tomdetry!#abrdnScottishOpen #RolexSeries pic.twitter.com/YYSWeUah4Y— The European Tour (@EuropeanTour) July 10, 2021 Senior, sem hafði leikið fyrsta hringinn á sjö höggum undir pari, tókst ekki að viðhalda þeim þeim gæðum í dag þar sem hann lék á tveimur höggum yfir pari og hrundi niður í 17. sæti. Detry lék hins vegar jafnt og þétt golf þar sem hann fór 14 holur á pari, fékk einn skolla, tvo fugla og einn örn. Hann fór hringinn því á þremur höggum undir pari og er í forystunni á 14 undir parinu. Matt Fitzpatrick lék höggi betur, á fjórum höggum undir pari, og deilir því toppsætinu með Detry eftir að hafa verið höggi á eftir honum fyrir daginn í dag. Spánverjinn Jon Rahm er höggi á eftir þeim þar sem hann fór hringinn á tveimur undir pari. World class @MattFitz94 #abrdnScottishOpen #RolexSeries pic.twitter.com/suIBF7e9hg— The European Tour (@EuropeanTour) July 10, 2021 Næst á eftir honum kemur Ástralinn Lucas Herbert, sem var frábær í dag er hann fór hringinn á sjö höggum undir pari. Hann fékk einn skolla, einn örn og sex fugla á hringnum. Manna best lék þó Alexander Björk sem fékk átta fugla á hringnum og fór aðrar holur á pari. Hann fór hringinn því á átta höggum undir pari og vann sig upp í 8.-16. sæti þar sem hann er á tíu höggum undir pari. With 18 holes to go #abrdnScottishOpen #RolexSeries pic.twitter.com/6HJbbPncaJ— The European Tour (@EuropeanTour) July 10, 2021 Hér má sjá stöðuna á mótinu. Lokahringur mótsins fer fram á morgun og hefst klukkan 11:00 í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira