Háværir hópar innan Vinstri grænna muni láta í sér heyra Snorri Másson skrifar 11. júlí 2021 13:11 Flokksmenn Katrínar vilja ekki endurtaka leikinn með Sjálfstæðisflokki og Framsókn. vísir/vilhelm Stjórnmálafræðingur telur að mjög háværir hópar innan Vinstri grænna muni láta í sér heyra í komandi kosningum vegna mótstöðu við áframhaldandi stjórnarsamstarf með Framsóknar- og Sjálfstæðisflokki. Yfirgnæfandi meirihluti fylgismanna flokksins eru mótfallnir samstarfinu. Sjötíu og eitt prósent kjósenda Vinstri grænna eru mótfallin núverandi ríkisstjórnarsamstarfi, samkvæmt könnun sem Maskína vann fyrir fréttastofu í júní. Aðeins tæpur þriðjungur kjósenda VG, eða 29 prósent, er fylgjandi frekara samstarfi. Þetta er alveg öfugt hjá stuðningsmönnum hinna ríkisstjórnarflokkanna. Samkvæmt könnuninni styðja 88 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokks áframhaldandi samstarf eftir kosningar og 82 prósent kjósenda Framsóknar. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, telur þessa tölfræði til marks um þá sérstöku ráðstöfun sem ríkisstjórnin grundvallast á, að flokkar af hvorum enda pólitíska rófsins séu saman í stjórn. „Þessar niðurstöður benda líka til þess að það verða mjög háværir hópar innan Vinstri grænna sem munu líta til annarra kosta í ríkisstjórnarsamstarfi en núverandi fyrirkomulags,“ sagði Eiríkur í hádegisfréttum Bylgjunnar. Framsókn og Sjálfstæðisflokkur vilja vera í stjórn Andstaðan við stjórnina hafi frá upphafi verið langmest innan Vinstri grænna, eins og sjá megi af því að tveir þingmenn flokksins hafi þegar gengið úr honum á kjörtímabilinu. Það var vegna óánægju sem ríkt hafði frá upphafi með myndun stjórnarinnar. „Við höfum séð það í gegnum alla stjórnmálasöguna að bæði Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur leggur miklu meiri áherslu á ríkisstjórnarsetu heldur en Vinstri grænir eða forverar þess hafa gert. Þeir hafa verið miklu fastari á einhverjum tilteknum málefnum frekar en á ríkisstjórnarsetunni sem slíkri,“ segir Eiríkur. Eiríkur Bergmann er prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst. Ef stjórnin á að halda áfram óbreytt þarf hún að hljóta sannfærandi kosningu að mati Eiríks. “Forystumenn hennar, líka innan Vinstri grænna, eru mjög áfram um þetta samstarf og myndu eflaust vilja kjósa það haldi þeir traustum og góðum meirihluta. En það er nú líklegt að það kvarnist eitthvað úr, tölurnar benda til þess. Þá getur verið óþægilegra fyrir þá að sitja í svona samsettri stjórn ef meirihlutinn er mjög tæpur.” Ómögulegt sé að segja fyrir um hvaða flokkur gæti stigið inn í samstarfið ef fylgið dugði ekki. Vilja ekki samstarfið, en vilja flokkinn Er ekki einhver þversögn í þessu, að ætla að kjósa Vinstri græna þegar Katrín hefur gefið nokkuð skýrt út að hún vilji halda þessu áfram? „Sá sem ekki sættir sig við þversagnir ættu nú ekki að vera í stjórnmálum. Stjórnmál einkennast mjög gjarnan af þversögnum. En það er vegna þess að menn líta til margra málefna í einu, þannig að jafnvel þótt menn vildu kjósa eitthvert annað samstarf þýðir ekki að maður kjósi annan flokk.“ Alþingiskosningar 2021 Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Sjötíu og eitt prósent kjósenda Vinstri grænna eru mótfallin núverandi ríkisstjórnarsamstarfi, samkvæmt könnun sem Maskína vann fyrir fréttastofu í júní. Aðeins tæpur þriðjungur kjósenda VG, eða 29 prósent, er fylgjandi frekara samstarfi. Þetta er alveg öfugt hjá stuðningsmönnum hinna ríkisstjórnarflokkanna. Samkvæmt könnuninni styðja 88 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokks áframhaldandi samstarf eftir kosningar og 82 prósent kjósenda Framsóknar. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, telur þessa tölfræði til marks um þá sérstöku ráðstöfun sem ríkisstjórnin grundvallast á, að flokkar af hvorum enda pólitíska rófsins séu saman í stjórn. „Þessar niðurstöður benda líka til þess að það verða mjög háværir hópar innan Vinstri grænna sem munu líta til annarra kosta í ríkisstjórnarsamstarfi en núverandi fyrirkomulags,“ sagði Eiríkur í hádegisfréttum Bylgjunnar. Framsókn og Sjálfstæðisflokkur vilja vera í stjórn Andstaðan við stjórnina hafi frá upphafi verið langmest innan Vinstri grænna, eins og sjá megi af því að tveir þingmenn flokksins hafi þegar gengið úr honum á kjörtímabilinu. Það var vegna óánægju sem ríkt hafði frá upphafi með myndun stjórnarinnar. „Við höfum séð það í gegnum alla stjórnmálasöguna að bæði Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur leggur miklu meiri áherslu á ríkisstjórnarsetu heldur en Vinstri grænir eða forverar þess hafa gert. Þeir hafa verið miklu fastari á einhverjum tilteknum málefnum frekar en á ríkisstjórnarsetunni sem slíkri,“ segir Eiríkur. Eiríkur Bergmann er prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst. Ef stjórnin á að halda áfram óbreytt þarf hún að hljóta sannfærandi kosningu að mati Eiríks. “Forystumenn hennar, líka innan Vinstri grænna, eru mjög áfram um þetta samstarf og myndu eflaust vilja kjósa það haldi þeir traustum og góðum meirihluta. En það er nú líklegt að það kvarnist eitthvað úr, tölurnar benda til þess. Þá getur verið óþægilegra fyrir þá að sitja í svona samsettri stjórn ef meirihlutinn er mjög tæpur.” Ómögulegt sé að segja fyrir um hvaða flokkur gæti stigið inn í samstarfið ef fylgið dugði ekki. Vilja ekki samstarfið, en vilja flokkinn Er ekki einhver þversögn í þessu, að ætla að kjósa Vinstri græna þegar Katrín hefur gefið nokkuð skýrt út að hún vilji halda þessu áfram? „Sá sem ekki sættir sig við þversagnir ættu nú ekki að vera í stjórnmálum. Stjórnmál einkennast mjög gjarnan af þversögnum. En það er vegna þess að menn líta til margra málefna í einu, þannig að jafnvel þótt menn vildu kjósa eitthvert annað samstarf þýðir ekki að maður kjósi annan flokk.“
Alþingiskosningar 2021 Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“