Hafður á réttargeðdeild vegna ráðaleysis Samúel Karl Ólason skrifar 11. júlí 2021 21:45 Yfirlæknir réttargeðdeildarinnar sagði vistun mannsins á deildinni vera mannréttindabrot og mælti með úrræði á vegum Reykjavíkurborgar. Vísir/Vilhelm Maður sem vistaður var á réttargeðdeild á Kleppi fyrir fjórum árum er þar enn, þó hann hafi upprunalega átt að vera þar í stuttan tíma. Þar er hann án nauðsynlegrar þjónustu en ástæðan er ráðaleysi innan heilbrigðiskerfisins. Í frétt Ríkisútvarpsins um vistun mannsins segir að hann hafi haustið 2017 verið dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Hefði hann verið metinn sakhæfur, gæti hann hafa staðið frammi fyrir allt að sextán ára fangelsisvist. Maðurinn sem er fæddur árið 1989, var þó metinn ósakhæfur vegna mikils andlegs vanþroska vegna greindarskerðingu, flogum og lyfjameðferð. Þar að auki hafi hluti framheila mannsins verið fjarlægður í skurðaðgerð en sá hluti stjórnar dómgreind og hegðun. Fram kom í úrskurðinum 2017 að hann gerði sér ekki grein fyrir ástandi sínu né brotinu. Hann var dæmdur til að sæta vistun á stofnun til 28. september. Síðan þá er búið að framlengja þann úrskurð sjö sinnum. Dómurinn frá 2017 var felldur úr gildi árið 2018 og maðurinn sýknaður vegna þess að hann væri ósakhæfur. Kröfu um að honum yrði látinn laus var hafnað árið 2019 og var maðurinn úrskurðaður í öryggisgæslu á ábyrgð yfirlæknis réttargeðdeildar. Yfirlæknir segir vistunina mannréttindabrot Eins og fram kemur í frétt RÚV þá var vitnað í yfirlækni réttargeðdeildarinnar í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í fyrra. Hann sagði vistun mannsins á deildinni vera mannréttindabrot og mælti með úrræði á vegum Reykjavíkurborgar. RÚV segir velferðarsvið Reykjavíkurborgar hafa vísað málinu frá sér og það sé nú hjá félagsmálaráðuneytinu. Ættingjar mannsins segja hann hafa verið sviptan öllum sínum réttindum. Stjúpsystir hans segir hann ekki fá þá þjónustu sem hann þurfi á réttargeðdeild og að hann hefði aldrei átt að vera í þeim aðstæðum sem leiddu til þess að hann lenti þar. Manninum hafi til dæmis ekki verið leyft að fara til foreldra sinna á aðfangadag, þrátt fyrir að móðir hans treysti sér til þess að fá hann án fylgdar. Geðheilbrigði Fangelsismál Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Sjá meira
Í frétt Ríkisútvarpsins um vistun mannsins segir að hann hafi haustið 2017 verið dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Hefði hann verið metinn sakhæfur, gæti hann hafa staðið frammi fyrir allt að sextán ára fangelsisvist. Maðurinn sem er fæddur árið 1989, var þó metinn ósakhæfur vegna mikils andlegs vanþroska vegna greindarskerðingu, flogum og lyfjameðferð. Þar að auki hafi hluti framheila mannsins verið fjarlægður í skurðaðgerð en sá hluti stjórnar dómgreind og hegðun. Fram kom í úrskurðinum 2017 að hann gerði sér ekki grein fyrir ástandi sínu né brotinu. Hann var dæmdur til að sæta vistun á stofnun til 28. september. Síðan þá er búið að framlengja þann úrskurð sjö sinnum. Dómurinn frá 2017 var felldur úr gildi árið 2018 og maðurinn sýknaður vegna þess að hann væri ósakhæfur. Kröfu um að honum yrði látinn laus var hafnað árið 2019 og var maðurinn úrskurðaður í öryggisgæslu á ábyrgð yfirlæknis réttargeðdeildar. Yfirlæknir segir vistunina mannréttindabrot Eins og fram kemur í frétt RÚV þá var vitnað í yfirlækni réttargeðdeildarinnar í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í fyrra. Hann sagði vistun mannsins á deildinni vera mannréttindabrot og mælti með úrræði á vegum Reykjavíkurborgar. RÚV segir velferðarsvið Reykjavíkurborgar hafa vísað málinu frá sér og það sé nú hjá félagsmálaráðuneytinu. Ættingjar mannsins segja hann hafa verið sviptan öllum sínum réttindum. Stjúpsystir hans segir hann ekki fá þá þjónustu sem hann þurfi á réttargeðdeild og að hann hefði aldrei átt að vera í þeim aðstæðum sem leiddu til þess að hann lenti þar. Manninum hafi til dæmis ekki verið leyft að fara til foreldra sinna á aðfangadag, þrátt fyrir að móðir hans treysti sér til þess að fá hann án fylgdar.
Geðheilbrigði Fangelsismál Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Sjá meira
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent