Heiðrar minningu Þorláks með því að hlaupa til styrktar Píeta Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 17. júlí 2021 09:00 Systkinin Þorbjörg Lilja Sigmarsdóttir og Þorlákur Ingi Sigmarsson. Aðsend Þorbjörg Lilja Sigmarsdóttir ætlar að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka til minningar um bróður sinn, Þorlák Inga Sigmarsson, sem féll fyrir eigin hendi í desember síðastliðinn, aðeins tuttugu og eins árs gamall. Öll áheiti munu renna óskipt til Píeta samtakanna, en Þorlákur hafði nýtt sér samtökin þó nokkrum sinnum áður en hann kvaddi. „Þorlákur var búinn að vera glíma við miklar sjálfsvígshugsanir í mörg ár. Hann leitaði á mjög marga staði en Píeta samtökin voru svona það sem okkur fannst taka honum mest með opnum örmum. Hann leitaði þangað alveg í þó nokkur skipti og var hjá sálfræðingi sem heitir Biggi. Á þeim tíma sem hann leitaði til Píeta þá leið honum sem best,“ segir Þorbjörg. „Hann var vinamargur og ótrúlega góðhjartaður,“ segir Þorbjörg um bróður sinn.Þorbjörg Lilja Sigmarsdóttir „Píeta heldur svo vel utan um alla og er einhvern veginn í boði fyrir alla. Þú getur fengið ráðgjöf bara nánast innan við sólarhring. Það er ekki lokað á neinn eins og er svo oft. Fólk kemur oft bara að lokuðum dyrum.“ Þorbjörg og fjölskylda leituðu sjálf til Píeta eftir að Þorlákur dó, en samtökin þjónusta einnig aðstandendur þeirra sem hafa fallið fyrir eigin hendi. „Það reyndist okkur ótrúlega vel. Við töluðum við ráðgjafa sem heitir Benni. Við fórum öll til hans og það hjálpaði gríðarlega mikið og það er gott að tala við einhvern sem vinnur við þetta og getur gefið manni ráð og hlustað.“ Mikilvægt að þau geti boðið upp á fría ráðgjöf Þau systkinin voru þrjú. Þorbjörg sem er tvítug er yngst og Þorlákur var tveimur árum eldri. Þá eiga þau eina eldri systir. Þær systur ætla að hlaupa tíu kílómetra í minningu um bróður sinn og rennur allur ágóði til samtakanna. Foreldrar þeirra ætla einnig að hlaupa í nafni Þorláks en til styrktar Sorgarmiðstöðinni. Faðir þeirra stefnir á að hlaupa heilt maraþon eða 42,2 kílómetra. Þorbjörg segir söfnunina ganga vel. Markmið hennar er að safna 300 þúsund krónum en hún hefur nú þegar safnað rúmlega 140 þúsund krónum. Hér má sjá systkinin saman. Þær systur ætla að heiðra minningu bróður síns með því að hlaupa tíu kílómetra í Liverpool treyju.Þorbjörg Lilja Sigmarsdóttir „Ástæðan fyrir því að það er svo mikilvægt að styrkja þetta málefni er að ólíkt öllum úrræðum þá eru þau að bjóða upp á fría þjónustu sem er svo mikilvægt af því það hafa alls ekki allir efni á því að leita til sálfræðings af því það er svo dýrt. Þess vegna er svo mikilvægt að styrkja þetta málefni svo þau hafi pening til þess að bjóða upp á fría ráðgjöf.“ Þá vonast hún til þess að Píeta geti boðið upp á þjónustu á fleiri stöðum á landinu, en eins og er bjóða þau upp á þjónustu á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. Þorbjörg segist alls ekki vera nein hlaupakona, en þegar hún hafi séð Reykjavíkurmaraþonið auglýst fyrr á árinu hafi hún verið staðráðin í að hlaupa í minningu um bróður sinn. Þær systur eru byrjaðar að undirbúa sig fyrir hlaupið með reglulegum útihlaupum. „Við byrjum hægt en förum síðan alltaf lengra og lengra. Núna erum við að hlaupa svona tvo til þrjá kílómetra.“ Tvö ár voru á milli Þorbjargar og Þorláks, en hann var aðeins tuttugu og eins árs gamall þegar hann féll fyrir eigin hendi.Þorbjörg Lilja Sigmarsdóttir Þorlákur var góðhjartaður og vinamargur Þorbjörg lýsir bróður sínum sem góðhjörtuðum og vinamörgum. En stór hópur af vinum Þorláks mun einnig hlaupa í hans minningu. Þá var hann mikill Liverpool aðdáandi og því munu allir hans aðstandendur hlaupa í Liverpool treyjum. „Ég vonast innilega til þess að sjá sem flesta í Liverpool treyju að hlaupa til styrktar Píeta samtökunum.“ Hægt er að heita á Þorbjörgu og leggja söfnuninni lið með því að smella hér. Fólki með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Reykjavíkurmaraþon Geðheilbrigði Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Sjá meira
„Þorlákur var búinn að vera glíma við miklar sjálfsvígshugsanir í mörg ár. Hann leitaði á mjög marga staði en Píeta samtökin voru svona það sem okkur fannst taka honum mest með opnum örmum. Hann leitaði þangað alveg í þó nokkur skipti og var hjá sálfræðingi sem heitir Biggi. Á þeim tíma sem hann leitaði til Píeta þá leið honum sem best,“ segir Þorbjörg. „Hann var vinamargur og ótrúlega góðhjartaður,“ segir Þorbjörg um bróður sinn.Þorbjörg Lilja Sigmarsdóttir „Píeta heldur svo vel utan um alla og er einhvern veginn í boði fyrir alla. Þú getur fengið ráðgjöf bara nánast innan við sólarhring. Það er ekki lokað á neinn eins og er svo oft. Fólk kemur oft bara að lokuðum dyrum.“ Þorbjörg og fjölskylda leituðu sjálf til Píeta eftir að Þorlákur dó, en samtökin þjónusta einnig aðstandendur þeirra sem hafa fallið fyrir eigin hendi. „Það reyndist okkur ótrúlega vel. Við töluðum við ráðgjafa sem heitir Benni. Við fórum öll til hans og það hjálpaði gríðarlega mikið og það er gott að tala við einhvern sem vinnur við þetta og getur gefið manni ráð og hlustað.“ Mikilvægt að þau geti boðið upp á fría ráðgjöf Þau systkinin voru þrjú. Þorbjörg sem er tvítug er yngst og Þorlákur var tveimur árum eldri. Þá eiga þau eina eldri systir. Þær systur ætla að hlaupa tíu kílómetra í minningu um bróður sinn og rennur allur ágóði til samtakanna. Foreldrar þeirra ætla einnig að hlaupa í nafni Þorláks en til styrktar Sorgarmiðstöðinni. Faðir þeirra stefnir á að hlaupa heilt maraþon eða 42,2 kílómetra. Þorbjörg segir söfnunina ganga vel. Markmið hennar er að safna 300 þúsund krónum en hún hefur nú þegar safnað rúmlega 140 þúsund krónum. Hér má sjá systkinin saman. Þær systur ætla að heiðra minningu bróður síns með því að hlaupa tíu kílómetra í Liverpool treyju.Þorbjörg Lilja Sigmarsdóttir „Ástæðan fyrir því að það er svo mikilvægt að styrkja þetta málefni er að ólíkt öllum úrræðum þá eru þau að bjóða upp á fría þjónustu sem er svo mikilvægt af því það hafa alls ekki allir efni á því að leita til sálfræðings af því það er svo dýrt. Þess vegna er svo mikilvægt að styrkja þetta málefni svo þau hafi pening til þess að bjóða upp á fría ráðgjöf.“ Þá vonast hún til þess að Píeta geti boðið upp á þjónustu á fleiri stöðum á landinu, en eins og er bjóða þau upp á þjónustu á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. Þorbjörg segist alls ekki vera nein hlaupakona, en þegar hún hafi séð Reykjavíkurmaraþonið auglýst fyrr á árinu hafi hún verið staðráðin í að hlaupa í minningu um bróður sinn. Þær systur eru byrjaðar að undirbúa sig fyrir hlaupið með reglulegum útihlaupum. „Við byrjum hægt en förum síðan alltaf lengra og lengra. Núna erum við að hlaupa svona tvo til þrjá kílómetra.“ Tvö ár voru á milli Þorbjargar og Þorláks, en hann var aðeins tuttugu og eins árs gamall þegar hann féll fyrir eigin hendi.Þorbjörg Lilja Sigmarsdóttir Þorlákur var góðhjartaður og vinamargur Þorbjörg lýsir bróður sínum sem góðhjörtuðum og vinamörgum. En stór hópur af vinum Þorláks mun einnig hlaupa í hans minningu. Þá var hann mikill Liverpool aðdáandi og því munu allir hans aðstandendur hlaupa í Liverpool treyjum. „Ég vonast innilega til þess að sjá sem flesta í Liverpool treyju að hlaupa til styrktar Píeta samtökunum.“ Hægt er að heita á Þorbjörgu og leggja söfnuninni lið með því að smella hér. Fólki með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér.
Fólki með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér.
Reykjavíkurmaraþon Geðheilbrigði Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Sjá meira