Nornahamar nútímans Jóna Guðbjörg Torfadóttir skrifar 15. júlí 2021 13:31 Þegar konur stíga fram og tjá sig um kynferðisofbeldi verður sumum mönnum (og stöku konu) á orði að þetta sé ekkert minna en nornaveiðar. Þetta er æði sérkennileg tenging við galdraöldina og þó svo að hugsað sé til yfirfærðar merkingar, því þá er jafnan átt við að veist sé að þeim sem eru með óvinsælar skoðanir. Hvort skyldi þá þessi lýsing eiga betur við þær ofsóknir sem beinast gegn gerendum eða þolendum? Rétt er að það voru nær eingöngu menn ofsóttir á Íslandi á brennuöld en sjaldnast af konum og þar að auki skar eyjan okkar sig nokkuð úr því annars staðar í Evrópu snerust nornaveiðar einkum um að fanga konur til að fleygja á bálið. Nornir voru gjarna vergjarnar konur sem fóru berrassaðar gandreið á vit djöfulsins, höfðu við hann samfarir og átu pulsur unnar úr óskírðum börnum. Til þess að auðvelda mönnum að hafa upp á þessum galdrakvendum var gefin út handbókin Malleus maleficarum, eða svonefndur Nornahamar, sem kom út árið 1486. Í bók Siglaugs Brynleifssonar, Göldrum og brennudómum, er vísað beint í ritið þar sem segir m.a. um eðli norna að „þær eru sannar lostakirnur [...] og þær eru að eðli lygarar“ (bls. 59). Þetta viðhorf til kvenna hefur orðið merkilega lífseigt. Enn eru konur taldar ótrúverðugar; þegar þær stíga fram og segja frá því að á þeim hafi verið brotið þá þykir líklegast að þær fari með ósannindi. Þá eimir enn eftir af þeim hugsunarhætti að konan hljóti að hafa freistað mannsins, með klæðaburði eða háttalagi, og hún sé því líkt og hver önnur „lostakirna.“ Þessi afstaða hefur jafnframt leitt til þess að margar konur kenna sjálfum sér um ofbeldið sem þær verða fyrir og þær sitja uppi með skömmina. Það má vera ljóst að nornaveiðar snerust að mestu um karla að fyrirkoma konum sem þóttu sýna ótilhlýðilega hegðun. Því má vel kalla þær ofsóknir sem konur verða fyrir í dag nornaveiðar. Kommentakerfi netmiðlanna er Nornahamar nútímans og leiðir í ljós að það hefur ekki orðið stór breyting á viðhorfum til kvenna þrátt fyrir að rúm 500 ár séu liðin frá útgáfu ritsins. Það má bara þakka fyrir að nornabrennur séu ekki enn í tísku! Höfundur er sósíalískur femínisti Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein MeToo Tengdar fréttir Konur þurfa bara að vera duglegar að vara sig! Konur þurfa að vara sig utandyra. Fríða Ísberg lýsir þessu býsna vel í smásögu sinni Heim. Þar segir frá því hvað fer í gegnum huga konu sem ákveður að ganga heim af barnum um miðja nótt, því það tekur því ekki að taka leigubíl þennan stutta spöl. 11. júlí 2021 09:00 Orð og kyn Ég hef oft hrifist af ljóðum svonefnds Skerjafjarðarskálds, Kristjáns Hreinssonar. Þau geyma oftar en ekki beitta ádeilu og eru laglega ort. Kristján er maður orða og því fannst mér skjóta skökku við þegar grein hans Blindgötur og bönnuð orð birtist í Stundinni þann 10. júní síðastliðinn. 24. júní 2021 14:15 Mest lesið Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Er stríðsglæpamaður í rútunni? Ragnhildur Hólmgeirsdóttir, Hrönn Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Þegar konur stíga fram og tjá sig um kynferðisofbeldi verður sumum mönnum (og stöku konu) á orði að þetta sé ekkert minna en nornaveiðar. Þetta er æði sérkennileg tenging við galdraöldina og þó svo að hugsað sé til yfirfærðar merkingar, því þá er jafnan átt við að veist sé að þeim sem eru með óvinsælar skoðanir. Hvort skyldi þá þessi lýsing eiga betur við þær ofsóknir sem beinast gegn gerendum eða þolendum? Rétt er að það voru nær eingöngu menn ofsóttir á Íslandi á brennuöld en sjaldnast af konum og þar að auki skar eyjan okkar sig nokkuð úr því annars staðar í Evrópu snerust nornaveiðar einkum um að fanga konur til að fleygja á bálið. Nornir voru gjarna vergjarnar konur sem fóru berrassaðar gandreið á vit djöfulsins, höfðu við hann samfarir og átu pulsur unnar úr óskírðum börnum. Til þess að auðvelda mönnum að hafa upp á þessum galdrakvendum var gefin út handbókin Malleus maleficarum, eða svonefndur Nornahamar, sem kom út árið 1486. Í bók Siglaugs Brynleifssonar, Göldrum og brennudómum, er vísað beint í ritið þar sem segir m.a. um eðli norna að „þær eru sannar lostakirnur [...] og þær eru að eðli lygarar“ (bls. 59). Þetta viðhorf til kvenna hefur orðið merkilega lífseigt. Enn eru konur taldar ótrúverðugar; þegar þær stíga fram og segja frá því að á þeim hafi verið brotið þá þykir líklegast að þær fari með ósannindi. Þá eimir enn eftir af þeim hugsunarhætti að konan hljóti að hafa freistað mannsins, með klæðaburði eða háttalagi, og hún sé því líkt og hver önnur „lostakirna.“ Þessi afstaða hefur jafnframt leitt til þess að margar konur kenna sjálfum sér um ofbeldið sem þær verða fyrir og þær sitja uppi með skömmina. Það má vera ljóst að nornaveiðar snerust að mestu um karla að fyrirkoma konum sem þóttu sýna ótilhlýðilega hegðun. Því má vel kalla þær ofsóknir sem konur verða fyrir í dag nornaveiðar. Kommentakerfi netmiðlanna er Nornahamar nútímans og leiðir í ljós að það hefur ekki orðið stór breyting á viðhorfum til kvenna þrátt fyrir að rúm 500 ár séu liðin frá útgáfu ritsins. Það má bara þakka fyrir að nornabrennur séu ekki enn í tísku! Höfundur er sósíalískur femínisti
Konur þurfa bara að vera duglegar að vara sig! Konur þurfa að vara sig utandyra. Fríða Ísberg lýsir þessu býsna vel í smásögu sinni Heim. Þar segir frá því hvað fer í gegnum huga konu sem ákveður að ganga heim af barnum um miðja nótt, því það tekur því ekki að taka leigubíl þennan stutta spöl. 11. júlí 2021 09:00
Orð og kyn Ég hef oft hrifist af ljóðum svonefnds Skerjafjarðarskálds, Kristjáns Hreinssonar. Þau geyma oftar en ekki beitta ádeilu og eru laglega ort. Kristján er maður orða og því fannst mér skjóta skökku við þegar grein hans Blindgötur og bönnuð orð birtist í Stundinni þann 10. júní síðastliðinn. 24. júní 2021 14:15
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun