Rannsaka möguleg tilfelli „Havana-heilkennis“ í Austurríki Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. júlí 2021 16:56 Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna er með málið til skoðunar. Greg Mathieson/Mai/Getty Bandarísk stjórnvöld rannsaka nú röð heilsufarstengdra atvika hjá erindrekum sínum í Vín, höfuðborg Austurríkis, og öðru starfsfólki á vegum utanríkisþjónustu Bandaríkjanna þar. Yfir 20 starfsmenn hafa síðan í janúar lýst einkennum sem svipar um margt til einkenna „Havana-heilkennis,“ sem er dularfullur sjúkdómur í heila. Engar óyggjandi útskýringar hafa fundist á heilkenninu, en bandarískir vísindamenn segja margt benda til þess að örbylgjur sem beint er að fólki valdi því. Heilkennið er kennt við Havana, höfuðborg Kúbu, vegna þess að starfsfólk á vegum utanríkisþjónustu Bandaríkjanna þar í landi fór margt að finna fyrir einkennum þess, svima, heyrnar- og jafnvægistapi, kvíða og heilaþoku, á árunum 2016 til 2017. Bandaríkjastjórn sakaði kúbversk stjórnvöld í kjölfarið um að standa að „örbylgjuárásum“ á starfsfólk sitt. Stjórnvöld á Kúbu þvertóku fyrir allar slíkar ásakanir, en í kjölfar þeirra kastaðist enn frekar í kekki í sambandi ríkjanna tveggja, sem gekk ekki lipurlega fyrir sig áður en málið kom upp. Rannsaka málið ofan í kjölinn Fyrst var greint frá málinu í umfjöllun New Yorker, en utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur staðfest frásögn blaðsins og segist nú vera að rannsaka málið af miklum móð. Austurrísk stjórnvöld hyggjast vinna með Bandaríkjunum til að komast til botns í málinu. Bandaríkin eru með ýmsa fulltrúa utanríkisþjónustu sinnar í Vín og nú standa yfir óformlegar viðræður milli Bandaríkjamanna og Írana um að setjast að samningaborðinu og ganga aftur að kjarnorkusamkomulagi ríkjanna frá 2015, sem Bandaríkin sögðu sig úr í stjórnartíð Donalds Trump, fyrrverandi forseta. Tilfelli heilkennisins dularfulla hafa komið upp víðar en í Vín og Havana, en bandarísk stjórnvöld segja tilfelli í Vín fleiri en nokkurs staðar annars staðar, að Havana undanskilinni. Austurríki Bandaríkin Kúba Tengdar fréttir Tvær mögulegar „örbylgjuárásir“ til skoðunar í Hvíta húsinu Talsmenn Hvíta hússins segja tvö „óútskýrð heilbrigðistilvik“ til rannsóknar en greint hefur verið frá því að tveir embættismenn í Washinton hafi skyndilega upplifað einkenni á borð við þau sem þjáð hafa einstaklinga sem unnu í sendiráðinu á Kúbu. 30. apríl 2021 10:11 Mest lesið Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Yfir 20 starfsmenn hafa síðan í janúar lýst einkennum sem svipar um margt til einkenna „Havana-heilkennis,“ sem er dularfullur sjúkdómur í heila. Engar óyggjandi útskýringar hafa fundist á heilkenninu, en bandarískir vísindamenn segja margt benda til þess að örbylgjur sem beint er að fólki valdi því. Heilkennið er kennt við Havana, höfuðborg Kúbu, vegna þess að starfsfólk á vegum utanríkisþjónustu Bandaríkjanna þar í landi fór margt að finna fyrir einkennum þess, svima, heyrnar- og jafnvægistapi, kvíða og heilaþoku, á árunum 2016 til 2017. Bandaríkjastjórn sakaði kúbversk stjórnvöld í kjölfarið um að standa að „örbylgjuárásum“ á starfsfólk sitt. Stjórnvöld á Kúbu þvertóku fyrir allar slíkar ásakanir, en í kjölfar þeirra kastaðist enn frekar í kekki í sambandi ríkjanna tveggja, sem gekk ekki lipurlega fyrir sig áður en málið kom upp. Rannsaka málið ofan í kjölinn Fyrst var greint frá málinu í umfjöllun New Yorker, en utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur staðfest frásögn blaðsins og segist nú vera að rannsaka málið af miklum móð. Austurrísk stjórnvöld hyggjast vinna með Bandaríkjunum til að komast til botns í málinu. Bandaríkin eru með ýmsa fulltrúa utanríkisþjónustu sinnar í Vín og nú standa yfir óformlegar viðræður milli Bandaríkjamanna og Írana um að setjast að samningaborðinu og ganga aftur að kjarnorkusamkomulagi ríkjanna frá 2015, sem Bandaríkin sögðu sig úr í stjórnartíð Donalds Trump, fyrrverandi forseta. Tilfelli heilkennisins dularfulla hafa komið upp víðar en í Vín og Havana, en bandarísk stjórnvöld segja tilfelli í Vín fleiri en nokkurs staðar annars staðar, að Havana undanskilinni.
Austurríki Bandaríkin Kúba Tengdar fréttir Tvær mögulegar „örbylgjuárásir“ til skoðunar í Hvíta húsinu Talsmenn Hvíta hússins segja tvö „óútskýrð heilbrigðistilvik“ til rannsóknar en greint hefur verið frá því að tveir embættismenn í Washinton hafi skyndilega upplifað einkenni á borð við þau sem þjáð hafa einstaklinga sem unnu í sendiráðinu á Kúbu. 30. apríl 2021 10:11 Mest lesið Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Tvær mögulegar „örbylgjuárásir“ til skoðunar í Hvíta húsinu Talsmenn Hvíta hússins segja tvö „óútskýrð heilbrigðistilvik“ til rannsóknar en greint hefur verið frá því að tveir embættismenn í Washinton hafi skyndilega upplifað einkenni á borð við þau sem þjáð hafa einstaklinga sem unnu í sendiráðinu á Kúbu. 30. apríl 2021 10:11