Nýjar veiðitölur úr Veiðivötnum Karl Lúðvíksson skrifar 18. júlí 2021 07:48 Flottur urriði Nýjar veiðitölur úr Veiðivötnum hafa verið settir inn á vefinn og þegar rýnt er í þær er fátt sem kemur á óvart. Það hefur aðeins dregið úr veiðinni í viku fjögur og sem dæmi um það þá datt veiðin í Snjóölduvatni, sem er gjöfulsta vatnið á listanum, úr 1.294 fiskum í viku 3 niður í 568 fiska í síðustu viku. SNjóölduvatn er sem fyrr það vatn sem gefi ðhefur flesta fiska en uppistaðan í því er bleikja. Heildartalan úr vatninu er 3.795 fiskar. Litlisjór er í öðru sæti með 1.864 fiska og það er alt urriði, Nýjavatn hefur gefið 1.269 fiska og það er eiginlega allt bleikja, Hraunvatn hefur gefið 920 urriða, Stóra Fossvatn 717 fiska og síðan er Eskivatn með 431 fisk allt bleikja nema einn fiskur. Önnur vötn ná ekki 500 fiskum. Þetta er heldur róleg veiði í vötnunum og ljóst að þegar samanburður er gerður á milli ára er veiðin búin að minnka mikið í meðaltalinu hver svo sem skýringin kann að vera. Stangveiði Mest lesið Ótrúleg veiði Sogsmanna í Stóru-Laxá Veiði Breytingar á laxastiga við Steinboga í biðstöðu Veiði "Ég er ákaflega svekktur" Veiði Hátt í 500 fiskar komnir á land úr Köldukvísl Veiði Frábær endasprettur í Stóru Laxá Veiði Topp 20 listinn yfir aflahæstu flugurnar í Elliðaánum Veiði Æ fleiri útlendingar vilja í Brynju Veiði Hreggnasi með langhæsta tilboðið í Fossá Veiði Lax-á hefur söluna í Ásgarði Veiði Ríflega hundrað laxar veiddust í Rangánum Veiði
Það hefur aðeins dregið úr veiðinni í viku fjögur og sem dæmi um það þá datt veiðin í Snjóölduvatni, sem er gjöfulsta vatnið á listanum, úr 1.294 fiskum í viku 3 niður í 568 fiska í síðustu viku. SNjóölduvatn er sem fyrr það vatn sem gefi ðhefur flesta fiska en uppistaðan í því er bleikja. Heildartalan úr vatninu er 3.795 fiskar. Litlisjór er í öðru sæti með 1.864 fiska og það er alt urriði, Nýjavatn hefur gefið 1.269 fiska og það er eiginlega allt bleikja, Hraunvatn hefur gefið 920 urriða, Stóra Fossvatn 717 fiska og síðan er Eskivatn með 431 fisk allt bleikja nema einn fiskur. Önnur vötn ná ekki 500 fiskum. Þetta er heldur róleg veiði í vötnunum og ljóst að þegar samanburður er gerður á milli ára er veiðin búin að minnka mikið í meðaltalinu hver svo sem skýringin kann að vera.
Stangveiði Mest lesið Ótrúleg veiði Sogsmanna í Stóru-Laxá Veiði Breytingar á laxastiga við Steinboga í biðstöðu Veiði "Ég er ákaflega svekktur" Veiði Hátt í 500 fiskar komnir á land úr Köldukvísl Veiði Frábær endasprettur í Stóru Laxá Veiði Topp 20 listinn yfir aflahæstu flugurnar í Elliðaánum Veiði Æ fleiri útlendingar vilja í Brynju Veiði Hreggnasi með langhæsta tilboðið í Fossá Veiði Lax-á hefur söluna í Ásgarði Veiði Ríflega hundrað laxar veiddust í Rangánum Veiði