Meirihluti falsfrétta um Covid-19 komi frá tólf einstaklingum Árni Sæberg skrifar 18. júlí 2021 10:03 Mikið er um upplýsingaóreiðu um bólusetningar á miðlum Facebook. Getty/Hakan Nural Mikill meirihluti falsfrétta og hræðsluáróðurs um bólusetningar á samfélagsmiðlum vestanhafs er runninn undan rifjum einungis tólf einstaklinga. Þetta segir í nýrri skýrslu Center for Countering Digital Hate, samtaka sem berjast gegn stafrænu hatri. Center for Countering Digital Hate, eða CCDH, kalla hópinn „disinformation dozen“ eða upplýsingaóreiðutólfmenningana. Samtökin segja hópinn vera með 59 milljónir fylgjenda á samfélagsmiðlum, þar af langflesta á Facebook. Samkvæmt greiningu CCDH á yfir 800 þúsund færslum, sem flokka mætti sem falsfréttir um Covid-19 á samfélagsmiðlum, komu 65 prósent þeirra frá tólfmenningunum. Á Facebook er hlutfallið 73 prósent. Joe Biden Bandaríkjaforseti og Vivek Murphy, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna sögðu í fyrradag að eini faraldurinn sem Bandaríkin væru að glíma við væri faraldur óbólusettra. Þeir kenndu jafnframt samfélagsmiðlum um það hversu margir eru enn óbólusettir. Meðal tólfmenningana eru læknar, líkamsræktarkappi, heilsubloggari, ofsatrúarmaður og Robert F. Kennedy yngri, bróðursonur Johns F. Kennedy. Kennedy hefur verið mikill andstæðingur bólusetninga af öllu tagi í áraraðir. Fylgja ekki eigin reglum „Facebook, Google og Twitter hafa sett regluverk til að koma í veg fyrir dreifingu falsfrétta um bóluefni. Hingað til hefur ekkert þeirra framfylgt eigin reglum á fullnægandi hátt,“ segir Imran Ahmed, forstjóri CCDH, í skýrslunni. „Þau hafa öll verið sérstaklega óvirk í að fjarlægja skemmandi og hættulega upplýsingaóreiðu um bóluefni,“ bætir hann við. Samfélagsmiðlar hafa stigið skref í rétta átt að því að koma í veg fyrir miðlun upplýsingaóreiðu, einn þeirra hefur fjarlægt aðganga þriggja tólfmenninganna en CCDH segir þau ekki gera nóg. Samtökin hafa kallað eftir því að allir helstu samfélagsmiðlar hætti að gefa hópnum vettvang til að dreifa upplýsingaóreiðu. „Þar sem miklum meirihluta falsfrétta er dreift af þessum tólf einstaklingum, myndi verulega draga úr dreifingu upplýsingaóreiðu á miðlunum ef þessum nokkru aðgöngum yrði eytt,“ segir í skýrslu CCDH. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samfélagsmiðlar Fjölmiðlar Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Erlent Fleiri fréttir Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Sjá meira
Center for Countering Digital Hate, eða CCDH, kalla hópinn „disinformation dozen“ eða upplýsingaóreiðutólfmenningana. Samtökin segja hópinn vera með 59 milljónir fylgjenda á samfélagsmiðlum, þar af langflesta á Facebook. Samkvæmt greiningu CCDH á yfir 800 þúsund færslum, sem flokka mætti sem falsfréttir um Covid-19 á samfélagsmiðlum, komu 65 prósent þeirra frá tólfmenningunum. Á Facebook er hlutfallið 73 prósent. Joe Biden Bandaríkjaforseti og Vivek Murphy, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna sögðu í fyrradag að eini faraldurinn sem Bandaríkin væru að glíma við væri faraldur óbólusettra. Þeir kenndu jafnframt samfélagsmiðlum um það hversu margir eru enn óbólusettir. Meðal tólfmenningana eru læknar, líkamsræktarkappi, heilsubloggari, ofsatrúarmaður og Robert F. Kennedy yngri, bróðursonur Johns F. Kennedy. Kennedy hefur verið mikill andstæðingur bólusetninga af öllu tagi í áraraðir. Fylgja ekki eigin reglum „Facebook, Google og Twitter hafa sett regluverk til að koma í veg fyrir dreifingu falsfrétta um bóluefni. Hingað til hefur ekkert þeirra framfylgt eigin reglum á fullnægandi hátt,“ segir Imran Ahmed, forstjóri CCDH, í skýrslunni. „Þau hafa öll verið sérstaklega óvirk í að fjarlægja skemmandi og hættulega upplýsingaóreiðu um bóluefni,“ bætir hann við. Samfélagsmiðlar hafa stigið skref í rétta átt að því að koma í veg fyrir miðlun upplýsingaóreiðu, einn þeirra hefur fjarlægt aðganga þriggja tólfmenninganna en CCDH segir þau ekki gera nóg. Samtökin hafa kallað eftir því að allir helstu samfélagsmiðlar hætti að gefa hópnum vettvang til að dreifa upplýsingaóreiðu. „Þar sem miklum meirihluta falsfrétta er dreift af þessum tólf einstaklingum, myndi verulega draga úr dreifingu upplýsingaóreiðu á miðlunum ef þessum nokkru aðgöngum yrði eytt,“ segir í skýrslu CCDH.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samfélagsmiðlar Fjölmiðlar Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Erlent Fleiri fréttir Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Sjá meira