Ljóst hvert íslensku liðin fara ef þau komast áfram Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. júlí 2021 15:00 Davíð Ingvarsson og félagar í Breiðablik verða á ferð og flugi næstu vikur ef þeir komast áfram í 3. umferð Sambandsdeildar Evrópu. Vísir/Hulda Margrét Í dag var dregið í 3. umferð undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í knattspyrnu. Því er ljóst hvað gerist ef íslensku liðin fara áfram en þau þrjú lið sem eftir eru eiga mjög erfiða leiki framundan. Mikil ánægja virðist ríkja með Sambandsdeildina eins og Vísir greindi frá fyrr í dag. Önnur umferð undankeppninnar hefst á fimmtudaginn kemur en það er búið að draga í næstu umferð. Fari Breiðablik áfram úr einvígi sínu gegn Austurríska félaginu Austria Vín þá munu Blikar fara annað hvort til Skotlands og spila við Aberdeen eða Svíþjóðar til að spila við Häcken. Íslandsmeistarar Vals eru komnir í Sambandsdeildina eftir að tapa gegn Dinamo Zagreb í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Ekki bíður auðveldara verkefni þar sen Valur mætir Noregsmeisturum Bodö/Glimt. Fari svo að lærisveinar Heimis Guðjónssonar slái Alfons Sampsted og félaga út þá færu Valsmenn annað hvort til Kósovó að spila við Prishtina eða til Wales að spila við Connah´s Quay Nomads. FH mætir norska stórliðinu Rosenborg í 2. umferð. Sigurvegarinn úr því einvígi mætir Domzale frá Slóveníu eða Honka Espoo frá Finnlandi. Rosenborg hefur reynst íslenskum liðum erfiður ljár í þúfu undanfarin ár og slegið þrjú íslensk lið út á síðustu sex árum. Á síðasta ári tapaði Breiðablik 4-2 er liðin mættust í Noregi. Valur tapaði samanlagt 3-2 árið 2018 og 2015 tapaði KR 4-0 samanlagt gegn Rosenborg. Þriðja umferð Sambandsdeildar Evrópu fer fram fimmtudagana 5. og 12. ágúst. Fara þarf í gegnum fjórar umferðir af undankeppni áður en ljóst er hvaða lið munu skipa riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Sambandsdeild Evrópu FH Breiðablik Valur Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Fleiri fréttir „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira
Mikil ánægja virðist ríkja með Sambandsdeildina eins og Vísir greindi frá fyrr í dag. Önnur umferð undankeppninnar hefst á fimmtudaginn kemur en það er búið að draga í næstu umferð. Fari Breiðablik áfram úr einvígi sínu gegn Austurríska félaginu Austria Vín þá munu Blikar fara annað hvort til Skotlands og spila við Aberdeen eða Svíþjóðar til að spila við Häcken. Íslandsmeistarar Vals eru komnir í Sambandsdeildina eftir að tapa gegn Dinamo Zagreb í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Ekki bíður auðveldara verkefni þar sen Valur mætir Noregsmeisturum Bodö/Glimt. Fari svo að lærisveinar Heimis Guðjónssonar slái Alfons Sampsted og félaga út þá færu Valsmenn annað hvort til Kósovó að spila við Prishtina eða til Wales að spila við Connah´s Quay Nomads. FH mætir norska stórliðinu Rosenborg í 2. umferð. Sigurvegarinn úr því einvígi mætir Domzale frá Slóveníu eða Honka Espoo frá Finnlandi. Rosenborg hefur reynst íslenskum liðum erfiður ljár í þúfu undanfarin ár og slegið þrjú íslensk lið út á síðustu sex árum. Á síðasta ári tapaði Breiðablik 4-2 er liðin mættust í Noregi. Valur tapaði samanlagt 3-2 árið 2018 og 2015 tapaði KR 4-0 samanlagt gegn Rosenborg. Þriðja umferð Sambandsdeildar Evrópu fer fram fimmtudagana 5. og 12. ágúst. Fara þarf í gegnum fjórar umferðir af undankeppni áður en ljóst er hvaða lið munu skipa riðlakeppni Sambandsdeildarinnar.
Sambandsdeild Evrópu FH Breiðablik Valur Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Fleiri fréttir „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira