Vettel týndi rusl eftir Silverstone kappaksturinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. júlí 2021 17:15 Skilaboð Sebastians Vettel fóru inn um annað og út um hitt hjá áhorfendum á Silverstone. Hann gerði samt sitt til að halda stúkunni hreinni eftir breska kappaksturinn. getty/Mark Thompson Þýski ökuþórinn Sebastian Vettel lét hendur standa fram úr ermum eftir breska kappaksturinn í gær og hjálpaði til við að týna rusl á Silverstone. Yfir 140 þúsund manns fylgdust með breska kappakstrinum sem fór að venju fram á hinni sögufrægu Silverstone braut. Lewis Hamilton vann umdeildan sigur en þeir Max Verstappen lentu í árekstri á fyrsta hring. Hollendingurinn var afar ósáttur við heimsmeistarann og sakaði hann um vanvirðingu og óíþróttamannslega framkomu. Vettel gekk ekki vel í breska kappakstrinum og þurfti að hætta eftir fjörutíu hringi. Hann fékk ekkert stig, þriðja kappaksturinn í röð. Hann lét samt til sín taka eftir kappaksturinn, setti á hanska og hjálpaði til við að týna rusl í stúkunni. Ekki veitti af enda gengu áhorfendur á Silverstone afar illa um. After a tough race, Sebastian Vettel stayed behind with a group of fans to help the clear-up at Silverstone pic.twitter.com/16EIzzHVAL— Formula 1 (@F1) July 19, 2021 Vettel er mikill umhverfissinni en fyrir breska kappaksturinn klæddist hann bol þar sem hann hvatti fólk til að ganga vel um og skilja ekki rusl eftir. Þau skilaboð virðast þó ekki hafa komist nógu vel áleiðis. Vettel, sem ekur nú fyrir Aston Martin, varð heimsmeistari fjögur ár í röð (2010-13) þegar hann keppti fyrir Red Bull. Hann hefur unnið 53 kappakstra á ferlinum. Aðeins Lewis Hamilton (99) og Michael Schumacher (91) hafa unnið fleiri keppnir í sögu Formúlu 1. Formúla Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Yfir 140 þúsund manns fylgdust með breska kappakstrinum sem fór að venju fram á hinni sögufrægu Silverstone braut. Lewis Hamilton vann umdeildan sigur en þeir Max Verstappen lentu í árekstri á fyrsta hring. Hollendingurinn var afar ósáttur við heimsmeistarann og sakaði hann um vanvirðingu og óíþróttamannslega framkomu. Vettel gekk ekki vel í breska kappakstrinum og þurfti að hætta eftir fjörutíu hringi. Hann fékk ekkert stig, þriðja kappaksturinn í röð. Hann lét samt til sín taka eftir kappaksturinn, setti á hanska og hjálpaði til við að týna rusl í stúkunni. Ekki veitti af enda gengu áhorfendur á Silverstone afar illa um. After a tough race, Sebastian Vettel stayed behind with a group of fans to help the clear-up at Silverstone pic.twitter.com/16EIzzHVAL— Formula 1 (@F1) July 19, 2021 Vettel er mikill umhverfissinni en fyrir breska kappaksturinn klæddist hann bol þar sem hann hvatti fólk til að ganga vel um og skilja ekki rusl eftir. Þau skilaboð virðast þó ekki hafa komist nógu vel áleiðis. Vettel, sem ekur nú fyrir Aston Martin, varð heimsmeistari fjögur ár í röð (2010-13) þegar hann keppti fyrir Red Bull. Hann hefur unnið 53 kappakstra á ferlinum. Aðeins Lewis Hamilton (99) og Michael Schumacher (91) hafa unnið fleiri keppnir í sögu Formúlu 1.
Formúla Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira