„Hann er framtíðin í golfinu“ Valur Páll Eiríksson skrifar 19. júlí 2021 19:16 Collin Morikawa hefur farið frábærlega af stað á sínum atvinnumannaferli. Andrew Redington/Getty Images Bandaríski kylfingurinn Collin Morikawa fagnaði sigri á Opna breska meistaramótinu í golfi í frumraun sinni á mótinu um helgina. Þorsteinn Hallgrímsson, fyrrum Íslandsmeistari í golfi og golfsérfræðingur Stöðvar 2 Sport, segir að um verðandi stórstjörnu sé að ræða. „Hann er framtíðin í golfinu, hann er ungur strákur, 24 ára gamall. En þessi sigur kemur kannski ekkert endilega rosalega á óvart fyrir okkur sem erum að fylgjast mikið með golfinu, því að hann hefur verið mikið efni og er einstakur.“ segir Þorsteinn í viðtali við Stöð 2 Sport. Morikawa hefur farið aðra leið en margir af þeim bestu þar sem hann var skráður sem áhugamaður á meðan hann kláraði háskólanám. Tiger Woods, til að mynda, hætti í námi eftir tvö ár í háskóla til að einbeita sér að atvinnumannaferli. „Hann klárar Berkeley-háskóla, þar sem hann er frá 2015 til 2019, sigrar á mótum þar, á frábæran feril - klárar námið sem viðskiptafræðingur og er efsti maður á heimslista áhugamanna,“ segir Þorsteinn. Líkt og fram kom að ofan þá var Morikawa að taka þátt á Opna breska í fyrsta sinn um helgina, hann lauk keppni á 15 höggum undir pari, tveimur á undan landa sínum Jordan Spieth sem varð annar. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hann vinnur risamót á frumraun sinni en hann gerði slíkt hið sama á PGA-meistaramótinu á síðasta ári. „Hann er búinn að á 42 mótum sem atvinnumaður, þar sem hann hefur alltaf komist í gegnum niðurskurðinn, Tiger Woods á metið, með 45, hann gæti slegið það en þessi mót sem hann er búinn að vinna, þau eru svo merkileg. Hann er búinn að sigra á fimm mótum, þar af tveimur risamótum, þar sem hann er að keppa sem nýliði, einu móti á heimsmótaröðinni, þannig að þrjú af þessum mótum eru allir þeir bestu með.“ segir Þorsteinn og bætir við: „Mér finnst þetta frábær leið sem Collin Morikawa valdi, að klára skólann. Hann er núna á þriðja sæti heimslistans og framtíðin er björt hjá honum.“ Aðspurður um líkindi milli Morikawa og Tiger Woods segir Þorsteinn: „Það er mikið sjálfstraust og mikill agi, en kannski munurinn á honum og Tiger er að mér finnst Morikawa mannlegri. Hann er skemmtilegur á að horfa, góður í viðtölum og frábær fyrirmynd fyrir alla kylfinga.“ Viðtalið við Þorstein má sjá í spilaranum að neðan. Klippa: Collin Morikawa Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone. Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
„Hann er framtíðin í golfinu, hann er ungur strákur, 24 ára gamall. En þessi sigur kemur kannski ekkert endilega rosalega á óvart fyrir okkur sem erum að fylgjast mikið með golfinu, því að hann hefur verið mikið efni og er einstakur.“ segir Þorsteinn í viðtali við Stöð 2 Sport. Morikawa hefur farið aðra leið en margir af þeim bestu þar sem hann var skráður sem áhugamaður á meðan hann kláraði háskólanám. Tiger Woods, til að mynda, hætti í námi eftir tvö ár í háskóla til að einbeita sér að atvinnumannaferli. „Hann klárar Berkeley-háskóla, þar sem hann er frá 2015 til 2019, sigrar á mótum þar, á frábæran feril - klárar námið sem viðskiptafræðingur og er efsti maður á heimslista áhugamanna,“ segir Þorsteinn. Líkt og fram kom að ofan þá var Morikawa að taka þátt á Opna breska í fyrsta sinn um helgina, hann lauk keppni á 15 höggum undir pari, tveimur á undan landa sínum Jordan Spieth sem varð annar. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hann vinnur risamót á frumraun sinni en hann gerði slíkt hið sama á PGA-meistaramótinu á síðasta ári. „Hann er búinn að á 42 mótum sem atvinnumaður, þar sem hann hefur alltaf komist í gegnum niðurskurðinn, Tiger Woods á metið, með 45, hann gæti slegið það en þessi mót sem hann er búinn að vinna, þau eru svo merkileg. Hann er búinn að sigra á fimm mótum, þar af tveimur risamótum, þar sem hann er að keppa sem nýliði, einu móti á heimsmótaröðinni, þannig að þrjú af þessum mótum eru allir þeir bestu með.“ segir Þorsteinn og bætir við: „Mér finnst þetta frábær leið sem Collin Morikawa valdi, að klára skólann. Hann er núna á þriðja sæti heimslistans og framtíðin er björt hjá honum.“ Aðspurður um líkindi milli Morikawa og Tiger Woods segir Þorsteinn: „Það er mikið sjálfstraust og mikill agi, en kannski munurinn á honum og Tiger er að mér finnst Morikawa mannlegri. Hann er skemmtilegur á að horfa, góður í viðtölum og frábær fyrirmynd fyrir alla kylfinga.“ Viðtalið við Þorstein má sjá í spilaranum að neðan. Klippa: Collin Morikawa Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira