Aukið aflamark í strandveiðum á að tryggja veiðar út ágúst Heimir Már Pétursson skrifar 20. júlí 2021 10:47 Í tilkynningu frá sjávarútvegsráðuneytinu segir að aukning aflamarks til strandveiða eigi að tryggja að veiðar geti staðið út ágústmánuð. Að öðrum kosti hefði þurft að stöðva veiðarnar um miðjan ágúst. Stöð 2/Jóhann K. Jóhannsson Sjávarútvegsráðherra hefur heimilað auknar strandveiðar upp á eitt þúsund eitt hundrað sjötíu og eitt tonn í sumar. Að óbreyttu hefði þurft að stöðva strandveiðar um miðjan ágúst. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur undirritað reglugerð þessa efnis. Viðbótarheimildir upp á 1.171 tonn af þorski koma til vegna óráðstafaðs magns á skiptimarkaði í skiptum fyrir makríl og fleiri tegundir. Í tilkynningu frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu segir að með þessari aukningu verði heildarmagn í þorski á strandveiðum 11.171 tonn og samtals 12.271 tonn af óslægðum botnfiski. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur undirritað reglugerð um auknar aflaheimildir til strandveiða upp á 1.171 tonn.Stjórnarráðið Við upphaf fiskveiðiársins 2020/2021 hafi 11.100 tonnum af óslægðum botnfiski verið ráðstafað til strandveiða samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða þar sem 5,3% aflamagns í hverri tegund væri tekið til hliðar. Þær tegundir sem ekki nýtist beint til sérstakra ráðstafana séu settar á skiptimarkað með aflamark og hafi á yfirstandandi fiskveiðiári einkum verið óskað eftir þorski í skiptum fyrir aðrar tegundir. Að loknum fertugasta og öðrum veiðidegi hinn 19. júlí hafi heildarafli á strandveiðum verið um 7.870 tonn, þar af um 7.280 tonn af þorski. Að meðaltali hafi heildarafli á veiðidag verið tæp 190 tonn, þar af rúm 170 tonn af þorski. Að óbreyttu hefði því þurft að stöðva strandveiðar um miðjan ágúst. „Með þessari aukningu til strandveiða er ráðgert að strandveiðisjómönnum verði gert kleift að stunda veiðar út ágúst. Þá mun þessi viðbótarráðstöfun einnig jafna stöðu milli einstakra veiðisvæða þar sem á sumum svæðum er besti veiðitíminn í ágúst,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins. Sjávarútvegur Efnahagsmál Tengdar fréttir Píratar sakaðir um að senda tundurskeyti inn í samningaviðræður Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir Pírata hafa sent tundurskeyti inn í samningaviðræður um þinglok með því að fara fram á umræðu um strandveiðifrumvarp formanns atvinnuveganefndar Alþingis. Þingmaður Pírata segir stjórnvöld hafa logið að smábátasjómönnum þar sem minnihlutinn hafi verið sakaður um standa því í vegi. 11. júní 2021 11:51 Líf færist í hafnir landsins á fyrsta degi strandveiðanna Fyrsti dagur strandveiðanna var í dag og viðraði vel til sjóróðra um land allt. Um fimmtungi fleiri smábátasjómenn hafa sótt um veiðileyfi en á sama tíma í fyrra og er búist við að um sjöhundruð stundi veiðarnar í sumar. 3. maí 2021 21:35 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Fleiri fréttir Fjöldi svæða á landinu misst samband Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur undirritað reglugerð þessa efnis. Viðbótarheimildir upp á 1.171 tonn af þorski koma til vegna óráðstafaðs magns á skiptimarkaði í skiptum fyrir makríl og fleiri tegundir. Í tilkynningu frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu segir að með þessari aukningu verði heildarmagn í þorski á strandveiðum 11.171 tonn og samtals 12.271 tonn af óslægðum botnfiski. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur undirritað reglugerð um auknar aflaheimildir til strandveiða upp á 1.171 tonn.Stjórnarráðið Við upphaf fiskveiðiársins 2020/2021 hafi 11.100 tonnum af óslægðum botnfiski verið ráðstafað til strandveiða samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða þar sem 5,3% aflamagns í hverri tegund væri tekið til hliðar. Þær tegundir sem ekki nýtist beint til sérstakra ráðstafana séu settar á skiptimarkað með aflamark og hafi á yfirstandandi fiskveiðiári einkum verið óskað eftir þorski í skiptum fyrir aðrar tegundir. Að loknum fertugasta og öðrum veiðidegi hinn 19. júlí hafi heildarafli á strandveiðum verið um 7.870 tonn, þar af um 7.280 tonn af þorski. Að meðaltali hafi heildarafli á veiðidag verið tæp 190 tonn, þar af rúm 170 tonn af þorski. Að óbreyttu hefði því þurft að stöðva strandveiðar um miðjan ágúst. „Með þessari aukningu til strandveiða er ráðgert að strandveiðisjómönnum verði gert kleift að stunda veiðar út ágúst. Þá mun þessi viðbótarráðstöfun einnig jafna stöðu milli einstakra veiðisvæða þar sem á sumum svæðum er besti veiðitíminn í ágúst,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins.
Sjávarútvegur Efnahagsmál Tengdar fréttir Píratar sakaðir um að senda tundurskeyti inn í samningaviðræður Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir Pírata hafa sent tundurskeyti inn í samningaviðræður um þinglok með því að fara fram á umræðu um strandveiðifrumvarp formanns atvinnuveganefndar Alþingis. Þingmaður Pírata segir stjórnvöld hafa logið að smábátasjómönnum þar sem minnihlutinn hafi verið sakaður um standa því í vegi. 11. júní 2021 11:51 Líf færist í hafnir landsins á fyrsta degi strandveiðanna Fyrsti dagur strandveiðanna var í dag og viðraði vel til sjóróðra um land allt. Um fimmtungi fleiri smábátasjómenn hafa sótt um veiðileyfi en á sama tíma í fyrra og er búist við að um sjöhundruð stundi veiðarnar í sumar. 3. maí 2021 21:35 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Fleiri fréttir Fjöldi svæða á landinu misst samband Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Sjá meira
Píratar sakaðir um að senda tundurskeyti inn í samningaviðræður Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir Pírata hafa sent tundurskeyti inn í samningaviðræður um þinglok með því að fara fram á umræðu um strandveiðifrumvarp formanns atvinnuveganefndar Alþingis. Þingmaður Pírata segir stjórnvöld hafa logið að smábátasjómönnum þar sem minnihlutinn hafi verið sakaður um standa því í vegi. 11. júní 2021 11:51
Líf færist í hafnir landsins á fyrsta degi strandveiðanna Fyrsti dagur strandveiðanna var í dag og viðraði vel til sjóróðra um land allt. Um fimmtungi fleiri smábátasjómenn hafa sótt um veiðileyfi en á sama tíma í fyrra og er búist við að um sjöhundruð stundi veiðarnar í sumar. 3. maí 2021 21:35