Enski boltinn

Veiran setur strik í reikninginn á undirbúningstímabili Arsenal

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Leikmenn Arsenal geta ekki ferðast til Bandaríkjanna eftir að smit kom upp í hópnum.
Leikmenn Arsenal geta ekki ferðast til Bandaríkjanna eftir að smit kom upp í hópnum. Alastair Grant - Pool/Getty Images

Enska knattspyrnufélagði Arsenal neyðist til að hætta við æfingaferð sína til Bandaríkjanna þar sem að kórónuveirusmit hefur komið upp í hópnum. 

Leikmenn liðsins áttu að fljúga til Bandaríkjanna á morgun, þar sem þeir ætluðu að taka þátt í alþjóðlegu móti á Flórída.

Liðið átti að spila við Inter Mílanó næstkomandi sunnudag og síðan við sigurvegara úr viðureign Everton og Millionarios frá Kólumbíu.

Undirbúningstímabil Arsenal hefur ekki verið upp á marga fiska hingað til, en þeir spiluðu tvo leiki í Skotlandi á dögunum. Fyrri leiknum töpuðu þeir 2-1 gegn Hibernian og gerðu þeir svo 2-2 jafntefli við skosku meistarana í Rangers.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×