Dýrmætar minningar í fjölskyldualbúmið á landsmóti UMFÍ 21. júlí 2021 10:29 Stemmningin á Unglingalandsmóti er einstök. Í ár fer mótið fram á Selfossi um verslunarmannahelgina. Skráning er í fullum gangi á Unglingalandsmót UMFÍ sem fram fer á Selfossi um verslunarmannahelgina. Unglingalandsmót UMFÍ fer fram dagana 29. júlí til 1. ágúst á Selfossi. Öll ungmenni á aldrinum 11 til 19 ára geta tekið þátt og er boðið upp á 24 keppnisgreinar. Þetta verður í tuttugasta og áttunda sinn sem mótið er haldið en fyrsta mótið fór fram árið 1992. Í fyrra féll það niður vegna kórónuveirunnar og tilhlökkunin því mikil í ár. Helga Kolbeinsdóttir segir stemminguna einstaka og fjölskyldan ætlar ekki að missa af mótinu í ár. Helga Kolbeinsdóttir, Vésteinn Loftsson, Þórkatla Loftsdóttir og Loftur Erlingsson hafa mætt á Unglingalandsmót UMFÍ á hverju ári frá 2013. „Fyrsta mótið okkar var á Hornafirði árið 2013 og við höfum farið á hverju ári síðan. Það var mikil sorg í fyrra þegar mótið féll niður og við erum því extra spennt núna. Við ætlum að tjalda á mótssvæðinu þó við búum í einungis 40 mínútna fjarlægð frá Selfossi,“ segir Helga en fjölskyldan býr í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. „Það er langskemmtilegast að vera á tjaldsvæðinu þar sem aðalsviðið er, tónleikarnir og önnur dagskrá, “ segir Helga en heilmikið verður um að vera í samkomutjaldinu, m.a. tónleikar á kvöldin með Bríeti, GDRN, Stuðlabandinu, Herra Hnetusmjöri og Frikka Dór og fleirum. Íþróttasvæðið er einnig í göngufæri við tjaldsvæðið. „Skipulagið á öllu mótinu er frábært og þarna verða til dýrmætar minningar og vinabönd. Krakkarnir kynnast öðrum krökkum alls staðar að af landinu og hittast aftur á næsta móti. Eins með foreldrana, maður hittir sama fólkið ár eftir ár. Fólk fer á milli tjalda og spjallar og foreldraráð HSK hefur boðið upp á kakó og kex í samkomutjaldi sem er reist miðsvæðis á HSK tjaldsvæðinu. Svo er alltaf einhver með gítar og oft skapast mikil stemming á tjaldsvæðinu. Auðvitað spilar veðrið inn í. Við lentum í hávaðaroki á fyrsta mótinu okkar svo tjaldvagnar fuku og tjöld rifnuðu,“ segir Helga. Það fældi þau þó ekki frá landsmótinu. „Ég mæli með þessu fyrir allar fjölskyldur. Þarna er eitthvað fyrir alla og það þarf ekki einu sinni að vera með börn að keppa,“ segir Helga. Krakkarnir hennar hafi reyndar alltaf keppt og stundum skráð sig í svo margar greinar að erfitt er að fylgja öllu eftir. „Strákurinn okkar er búinn að skrá sig í svo margar greinar að þetta skarast allt hjá honum, hann er þrettán ára og æfir frjálsar og fótbolta svo við reynum að láta þær greinar ganga fyrir. Oft var dagskráin svo þétt að við hjónin þurftum að skipta okkur upp til að fylgja krökkunum eftir svo allt gengi upp og allir mættu þangað sem þeir áttu að mæta. Það verður samt að passa að þau keppi í of mörgum greinum, þau þurfa að hafa tíma til að leika sér og hitta hina krakkana,“ segir Helga. Það sé kosturinn við unglingalandsmótið, það gangi ekki bara út á harða keppni heldur spili gleðin stórt hlutverk. Hún segir forvarnargildið ótvírætt. „Kolbeinn okkar sem er 19 ára í dag átti ekki stóran vinahóp fyrr en hann fór að æfa frjálsar á Selfossi á sínum tíma og kynntist þá fleiri krökkum. Hann segir þetta hafa bjargað sér alveg og hefur hvatt yngri systkini sín til að æfa. Þau yngri æfa frjálsar á Flúðum en þjálfarinn þar, Guðbjörg Viðarsdóttir er algjörlega frábær. Strandblakið nýtur alltaf mikilla vinsælda. Auðvitað kostar það okkur foreldrana talsvert skutl og mikið skipulag en það er þess virði. Tíminn í bílnum á leið á æfingar eru bara gæðastundir sem hægt er að nota til að spjalla,“ segir Helga. Krakkarnir upplifi mikinn stuðning á landsmóti. „Það einkennir landsmótin hvað allir eru styðjandi og hvetjandi við krakkana. Þarna myndast mjög gott samfélag og krakkarnir sjá skemmtunina í þessu líka. Þau setja saman spútnik lið í greinum sem þau kunna ekkert í og sýna allskonar skemmtileg tilþrif. Strandblakið er til dæmis ótrúlega skemmtilegt og mjög vinsælt. Mér finnst vanta fleiri strandblaksvelli á íþróttasvæðum landsins. Svo er ódýrt að taka þátt,“ segir hún en einungis kostar 7.900 krónur á unglingalandsmótið og hægt að skrá sig í eins margar greinar og hver vill fyrir það verð. Innifalið er einnig aðgangur að tjaldsvæðinu fyrir alla fjölskylduna, skemmtun, afþreying og tónleikar á kvöldin. Einnig er innifalið íþróttamót fyrir börn 10 ára og yngri og afþreying fyrir þau. Keppt er í fjölbreyttum greinum á mótinu. Nánari upplýsingar um unglingalandsmót UMFÍ á Selfossi og skráningarform má nálgast hér. Frjálsar íþróttir Íþróttir barna Árborg Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fleiri fréttir Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Náttúruleg leið til að endurbæta meltinguna! Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Sjá meira
Unglingalandsmót UMFÍ fer fram dagana 29. júlí til 1. ágúst á Selfossi. Öll ungmenni á aldrinum 11 til 19 ára geta tekið þátt og er boðið upp á 24 keppnisgreinar. Þetta verður í tuttugasta og áttunda sinn sem mótið er haldið en fyrsta mótið fór fram árið 1992. Í fyrra féll það niður vegna kórónuveirunnar og tilhlökkunin því mikil í ár. Helga Kolbeinsdóttir segir stemminguna einstaka og fjölskyldan ætlar ekki að missa af mótinu í ár. Helga Kolbeinsdóttir, Vésteinn Loftsson, Þórkatla Loftsdóttir og Loftur Erlingsson hafa mætt á Unglingalandsmót UMFÍ á hverju ári frá 2013. „Fyrsta mótið okkar var á Hornafirði árið 2013 og við höfum farið á hverju ári síðan. Það var mikil sorg í fyrra þegar mótið féll niður og við erum því extra spennt núna. Við ætlum að tjalda á mótssvæðinu þó við búum í einungis 40 mínútna fjarlægð frá Selfossi,“ segir Helga en fjölskyldan býr í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. „Það er langskemmtilegast að vera á tjaldsvæðinu þar sem aðalsviðið er, tónleikarnir og önnur dagskrá, “ segir Helga en heilmikið verður um að vera í samkomutjaldinu, m.a. tónleikar á kvöldin með Bríeti, GDRN, Stuðlabandinu, Herra Hnetusmjöri og Frikka Dór og fleirum. Íþróttasvæðið er einnig í göngufæri við tjaldsvæðið. „Skipulagið á öllu mótinu er frábært og þarna verða til dýrmætar minningar og vinabönd. Krakkarnir kynnast öðrum krökkum alls staðar að af landinu og hittast aftur á næsta móti. Eins með foreldrana, maður hittir sama fólkið ár eftir ár. Fólk fer á milli tjalda og spjallar og foreldraráð HSK hefur boðið upp á kakó og kex í samkomutjaldi sem er reist miðsvæðis á HSK tjaldsvæðinu. Svo er alltaf einhver með gítar og oft skapast mikil stemming á tjaldsvæðinu. Auðvitað spilar veðrið inn í. Við lentum í hávaðaroki á fyrsta mótinu okkar svo tjaldvagnar fuku og tjöld rifnuðu,“ segir Helga. Það fældi þau þó ekki frá landsmótinu. „Ég mæli með þessu fyrir allar fjölskyldur. Þarna er eitthvað fyrir alla og það þarf ekki einu sinni að vera með börn að keppa,“ segir Helga. Krakkarnir hennar hafi reyndar alltaf keppt og stundum skráð sig í svo margar greinar að erfitt er að fylgja öllu eftir. „Strákurinn okkar er búinn að skrá sig í svo margar greinar að þetta skarast allt hjá honum, hann er þrettán ára og æfir frjálsar og fótbolta svo við reynum að láta þær greinar ganga fyrir. Oft var dagskráin svo þétt að við hjónin þurftum að skipta okkur upp til að fylgja krökkunum eftir svo allt gengi upp og allir mættu þangað sem þeir áttu að mæta. Það verður samt að passa að þau keppi í of mörgum greinum, þau þurfa að hafa tíma til að leika sér og hitta hina krakkana,“ segir Helga. Það sé kosturinn við unglingalandsmótið, það gangi ekki bara út á harða keppni heldur spili gleðin stórt hlutverk. Hún segir forvarnargildið ótvírætt. „Kolbeinn okkar sem er 19 ára í dag átti ekki stóran vinahóp fyrr en hann fór að æfa frjálsar á Selfossi á sínum tíma og kynntist þá fleiri krökkum. Hann segir þetta hafa bjargað sér alveg og hefur hvatt yngri systkini sín til að æfa. Þau yngri æfa frjálsar á Flúðum en þjálfarinn þar, Guðbjörg Viðarsdóttir er algjörlega frábær. Strandblakið nýtur alltaf mikilla vinsælda. Auðvitað kostar það okkur foreldrana talsvert skutl og mikið skipulag en það er þess virði. Tíminn í bílnum á leið á æfingar eru bara gæðastundir sem hægt er að nota til að spjalla,“ segir Helga. Krakkarnir upplifi mikinn stuðning á landsmóti. „Það einkennir landsmótin hvað allir eru styðjandi og hvetjandi við krakkana. Þarna myndast mjög gott samfélag og krakkarnir sjá skemmtunina í þessu líka. Þau setja saman spútnik lið í greinum sem þau kunna ekkert í og sýna allskonar skemmtileg tilþrif. Strandblakið er til dæmis ótrúlega skemmtilegt og mjög vinsælt. Mér finnst vanta fleiri strandblaksvelli á íþróttasvæðum landsins. Svo er ódýrt að taka þátt,“ segir hún en einungis kostar 7.900 krónur á unglingalandsmótið og hægt að skrá sig í eins margar greinar og hver vill fyrir það verð. Innifalið er einnig aðgangur að tjaldsvæðinu fyrir alla fjölskylduna, skemmtun, afþreying og tónleikar á kvöldin. Einnig er innifalið íþróttamót fyrir börn 10 ára og yngri og afþreying fyrir þau. Keppt er í fjölbreyttum greinum á mótinu. Nánari upplýsingar um unglingalandsmót UMFÍ á Selfossi og skráningarform má nálgast hér.
Frjálsar íþróttir Íþróttir barna Árborg Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fleiri fréttir Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Náttúruleg leið til að endurbæta meltinguna! Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Sjá meira