Giannis stoppaði í bílalúgu með bikarana og pantaði fimmtíu kjúklinganagga Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. júlí 2021 12:00 Giannis Antetokounmpo var sæll en svangur daginn eftir að hafa orðið NBA-meistari. getty/Jonathan Daniel Daginn eftir að hafa orðið NBA-meistari með Milwaukee Bucks renndi Giannis Antetokounmpo við í bílalúgu og pantaði sér fimmtíu kjúklinganagga. Giannis skoraði fimmtíu stig þegar Milwaukee tryggði sér sinn fyrsta meistaratitil í fimmtíu ár með sigri á Phoenix Suns, 105-98, aðfaranótt miðvikudags. Grikkinn var valinn besti leikmaður úrslitaeinvígisins sem Milwaukee vann, 4-2. Daginn eftir stærstu stund ferilsins kom Giannis við í bílalúgunni hjá Chick-Fil-A og var með bikarana tvo með sér, Larry O'Brien meistarabikarinn og Bill Russell bikarinn sem er veittur besta leikmanni úrslitaeinvígisins. Giannis var skiljanlega hinn kátasti, þrátt fyrir að hafa ekkert sofið, og greinilega svangur því hann pantaði fimmtíu kjúklinganagga. Hann skoraði einmitt fimmtíu stig í sjötta leiknum gegn Phoenix eins og áður sagði. „Ég ætti að vera að djamma í Vegas núna en er hérna að panta Chick-Fil-A,“ sagði Giannis á Instagram. „Ég sleppi þeim ekki úr augsýn. Hvað ef ég vakna allt í einu og þetta er allt saman draumur? Bikararnir eru öryggið mitt. Ég snerti þá og veit að þetta er raunverulegt.“ Giannis isn t letting go of the Larry O Brien trophy. He took it with him to @ChickfilA, ordered 50 nuggets, and tried to get free meals for life pic.twitter.com/KPnZXLD5IM— The Athletic (@TheAthletic) July 21, 2021 Í úrslitaeinvíginu gegn Phoenix var Giannis með 35,2 stig, 13,2 fráköst og 5,0 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hann var valinn verðmætasti leikmaður NBA 2019 og 2020 og varnarmaður ársins 2020. Þá fékk hann verðlaun fyrir mestu framfarir 2017. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fleiri fréttir Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Sjá meira
Giannis skoraði fimmtíu stig þegar Milwaukee tryggði sér sinn fyrsta meistaratitil í fimmtíu ár með sigri á Phoenix Suns, 105-98, aðfaranótt miðvikudags. Grikkinn var valinn besti leikmaður úrslitaeinvígisins sem Milwaukee vann, 4-2. Daginn eftir stærstu stund ferilsins kom Giannis við í bílalúgunni hjá Chick-Fil-A og var með bikarana tvo með sér, Larry O'Brien meistarabikarinn og Bill Russell bikarinn sem er veittur besta leikmanni úrslitaeinvígisins. Giannis var skiljanlega hinn kátasti, þrátt fyrir að hafa ekkert sofið, og greinilega svangur því hann pantaði fimmtíu kjúklinganagga. Hann skoraði einmitt fimmtíu stig í sjötta leiknum gegn Phoenix eins og áður sagði. „Ég ætti að vera að djamma í Vegas núna en er hérna að panta Chick-Fil-A,“ sagði Giannis á Instagram. „Ég sleppi þeim ekki úr augsýn. Hvað ef ég vakna allt í einu og þetta er allt saman draumur? Bikararnir eru öryggið mitt. Ég snerti þá og veit að þetta er raunverulegt.“ Giannis isn t letting go of the Larry O Brien trophy. He took it with him to @ChickfilA, ordered 50 nuggets, and tried to get free meals for life pic.twitter.com/KPnZXLD5IM— The Athletic (@TheAthletic) July 21, 2021 Í úrslitaeinvíginu gegn Phoenix var Giannis með 35,2 stig, 13,2 fráköst og 5,0 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hann var valinn verðmætasti leikmaður NBA 2019 og 2020 og varnarmaður ársins 2020. Þá fékk hann verðlaun fyrir mestu framfarir 2017. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fleiri fréttir Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Sjá meira