Alfreð: Karitas hefur staðið af sér stærri tæklingar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. júlí 2021 18:43 Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari Selfoss, var sáttur með frammistöðuna gegn Breiðabliki en ekki niðurstöðuna. vísir/hulda margrét Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari Selfoss, var súr og svekktur eftir tapið fyrir Breiðabliki. „Þetta er blóðugt og það sýður á manni,“ sagði Alfreð í samtali við Vísi í leikslok. Blikar byrjuðu leikinn af miklum krafti en eftir það gekk Selfyssingum vel að halda þeim í skefjum. „Við fórum vel yfir þær og vitum hverjir styrkleikar og veikleikar þeirra eru. Við vorum vel skipulagðar og stelpurnar gerðu þetta mjög vel,“ sagði Alfreð. „Það var smá einbeitingarleysi í öðru markinu sem við fengum á okkur. Við höfum áður fengið nákvæmlega eins mark á okkur gegn Breiðabliki. Innkast, sami maður fer inn á völlinn og skýtur með vinstri. Þetta var einbeitingarleysi en leikurinn var vel framkvæmdur hjá okkur. Það var bras á okkur í byrjun en eftir það var þetta stöðubarátta.“ Öll mörkin komu á fjögurra mínútna kafla í seinni hálfleik. „Leikurinn opnaðist aðeins þegar 15-20 mínútur voru eftir. Þær áttu fullt af færum en þetta voru kannski færin sem við vildum að þær fengju. Þetta gekk ágætlega og þess vegna er hundfúlt að tapa þessu,“ sagði Alfreð. Selfyssingar áttu ekki margar sóknir í fyrri hálfleik en fengu samt víti, sem fór forgörðum, og skutu í slá. „Þú þarft að velja réttu augnablikin. Á móti Breiðabliki verðurðu að þora að halda boltanum. Þær nærast á því að vinna boltann fljótt aftur og vera með kantmennina sína framarlega. Við reyndum að leika okkur aðeins með boltann og það gekk ágætlega,“ sagði Alfreð. Selfyssingar voru ekki alltof sáttir með vítið sem var dæmt á Þóru Jónsdóttur þegar hún fór í sinn gamla samherja, Karitas Tómasdóttur. „Karitas hefur staðið af sér stærri tæklingar. Þetta var ekki einu sinni tækling. Ég ætla að vona að þetta sé ekki vatninu á Selfossi að kenna,“ sagði Alfreð að endingu. Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild kvenna UMF Selfoss Breiðablik Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Sjá meira
„Þetta er blóðugt og það sýður á manni,“ sagði Alfreð í samtali við Vísi í leikslok. Blikar byrjuðu leikinn af miklum krafti en eftir það gekk Selfyssingum vel að halda þeim í skefjum. „Við fórum vel yfir þær og vitum hverjir styrkleikar og veikleikar þeirra eru. Við vorum vel skipulagðar og stelpurnar gerðu þetta mjög vel,“ sagði Alfreð. „Það var smá einbeitingarleysi í öðru markinu sem við fengum á okkur. Við höfum áður fengið nákvæmlega eins mark á okkur gegn Breiðabliki. Innkast, sami maður fer inn á völlinn og skýtur með vinstri. Þetta var einbeitingarleysi en leikurinn var vel framkvæmdur hjá okkur. Það var bras á okkur í byrjun en eftir það var þetta stöðubarátta.“ Öll mörkin komu á fjögurra mínútna kafla í seinni hálfleik. „Leikurinn opnaðist aðeins þegar 15-20 mínútur voru eftir. Þær áttu fullt af færum en þetta voru kannski færin sem við vildum að þær fengju. Þetta gekk ágætlega og þess vegna er hundfúlt að tapa þessu,“ sagði Alfreð. Selfyssingar áttu ekki margar sóknir í fyrri hálfleik en fengu samt víti, sem fór forgörðum, og skutu í slá. „Þú þarft að velja réttu augnablikin. Á móti Breiðabliki verðurðu að þora að halda boltanum. Þær nærast á því að vinna boltann fljótt aftur og vera með kantmennina sína framarlega. Við reyndum að leika okkur aðeins með boltann og það gekk ágætlega,“ sagði Alfreð. Selfyssingar voru ekki alltof sáttir með vítið sem var dæmt á Þóru Jónsdóttur þegar hún fór í sinn gamla samherja, Karitas Tómasdóttur. „Karitas hefur staðið af sér stærri tæklingar. Þetta var ekki einu sinni tækling. Ég ætla að vona að þetta sé ekki vatninu á Selfossi að kenna,“ sagði Alfreð að endingu. Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild kvenna UMF Selfoss Breiðablik Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Sjá meira