Golf

Golfklúbbur Reykjavíkur Íslandsmeistari í karla- og kvennaflokki

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Kvennalið GR lyftir bikarnum.
Kvennalið GR lyftir bikarnum. Mynd/Golf.is

Golfklúbbur Reykjavíkur, GR, fagnaði í gær tvöföldum sigri á Íslandsmóti golfklúbba. Þetta var 24. titill karlaliðsins og kvennaliðið var að vinna titilinn í 22. sinn.

Leikið var á tveimur keppnisvöllum eins og seinustu tvö ár, en keppt var á Hlíðavelli í Mosfellsbæ og á Korpúlfsstaðavelli. 

GR hafði betur gegn Golfklúbbi Mosfellsbæjar í kvennaflokki með þremur og hálfum vinningi gegn einum og hálfum. Golfklúbbur Akureyrar lenti í þriðja sæti eftir að hafa haft betur gegn Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar.

GR fagnaði sigri í karlaflokki með þremur vinningum gegn tveimur í viðureign sinni við Golklúbb Kópavogs og Garðabæjar. Golfklúbbur Selfoss lenti í þriðja sæti á kostnað Golfklúbbs Vestmannaeyja.

Golfklúbburinn Oddur féll úr 1. deild kvennamegin, en í karlaflokki var það Golfklúbburinn Keilir sem féll.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×