Ljósmyndasýning á Hvolsvelli opin allan sólarhringinn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. júlí 2021 20:05 Baldur að fræða gesti um sýninguna en mikið er um hópa, sem mæta til að sjá sýninguna og virða myndirnar fyrir sér. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil aðsókn hefur verið að útiljósmyndasýningu í miðbæ Hvolsvallar í sumar en þar sýna áhugaljósmyndarar myndir sínar, sem allar eru teknar í héraði. Sýningin er opinn allan sólarhringinn. Það var Lilja Einarsdóttir, sveitarstjóri, sem opnaði sýninguna formlega í byrjun sumars og eftir það hefur verið stöðugur straumur fólks, heimamanna og ferðamanna til að skoða sýninguna, sem kemur skemmtilega út í kringum trjágróðurinn í miðbæ Hvolsvallar. Það eru áhugaljósmyndarar í Ljósmyndaklúbbnum 860+, sem tóku allar myndirnar á sýningunni en þetta er ellefta árið í röð, sem klúbburinn stendur fyrir sýningu, sem þessari. Myndirnar eru teknar í Rangárvallasýslu af áhugaljósmyndurum í klúbbnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta eru stórglæsilegar myndir að vanda og við hvetjum auðvitað alla til að koma hér á Hvolsvöll í sumar og skoða þessi listaverk, þau eru mikið prýði fyrir miðbæinn,“ segir Lilja. „Sýningin í ár er mjög fjölbreytt og skemmtileg og skemmtileg uppsetning á henni. Við eigum nóg af ljósmyndurum en við erum 38 í klúbbnum en það er ekki nema 19 sýnendur núna. Sumir eru að æfa sig enn þá og ekki búnir að skila inn myndum,“ segir Baldur Ólafsson, sem á sæti í stjórn 860+ og á myndir á sýningunni. Stjórn 860+ ljósmyndaklúbbsins, sem sá meðal annars um að koma sýningunni upp en hún var opnuð formlega 18. júní af Lilju Einarsdóttur, sveitarstjóra Rangárþings eystra. Á myndinni eru, talið frá vinstri, Baldur Ólafsson, Anna Björk Magnúsdóttir, Þorsteinn Valsson, Sveinbjörn Jónsson, Björn Á Guðlaugsson og Snorri Sævarsson.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta eru bæði náttúruljósmyndir, fuglalíf og dýralíf allskonar, það er bara mjög fjölbreytt úrval af myndum, snjór, vetur og sumar og fullt af öðrum, þetta er öll flóran. Það eru allir velkomnir, sýningin er opinn allan sólarhringinn, menn geta komið og skoðað þegar þeim hentar. Þetta er ekki sölusýning en ef einhver vill kaupa mynd þá getur hann sett sig í samband við okkur og hann getur örugglega fengið hana,“ bætir Baldur við. Myndunum er raðað skemmtilega upp innan um aspirnar í miðbænum á Hvolsvelli.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing eystra Menning Ljósmyndun Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Það var Lilja Einarsdóttir, sveitarstjóri, sem opnaði sýninguna formlega í byrjun sumars og eftir það hefur verið stöðugur straumur fólks, heimamanna og ferðamanna til að skoða sýninguna, sem kemur skemmtilega út í kringum trjágróðurinn í miðbæ Hvolsvallar. Það eru áhugaljósmyndarar í Ljósmyndaklúbbnum 860+, sem tóku allar myndirnar á sýningunni en þetta er ellefta árið í röð, sem klúbburinn stendur fyrir sýningu, sem þessari. Myndirnar eru teknar í Rangárvallasýslu af áhugaljósmyndurum í klúbbnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta eru stórglæsilegar myndir að vanda og við hvetjum auðvitað alla til að koma hér á Hvolsvöll í sumar og skoða þessi listaverk, þau eru mikið prýði fyrir miðbæinn,“ segir Lilja. „Sýningin í ár er mjög fjölbreytt og skemmtileg og skemmtileg uppsetning á henni. Við eigum nóg af ljósmyndurum en við erum 38 í klúbbnum en það er ekki nema 19 sýnendur núna. Sumir eru að æfa sig enn þá og ekki búnir að skila inn myndum,“ segir Baldur Ólafsson, sem á sæti í stjórn 860+ og á myndir á sýningunni. Stjórn 860+ ljósmyndaklúbbsins, sem sá meðal annars um að koma sýningunni upp en hún var opnuð formlega 18. júní af Lilju Einarsdóttur, sveitarstjóra Rangárþings eystra. Á myndinni eru, talið frá vinstri, Baldur Ólafsson, Anna Björk Magnúsdóttir, Þorsteinn Valsson, Sveinbjörn Jónsson, Björn Á Guðlaugsson og Snorri Sævarsson.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta eru bæði náttúruljósmyndir, fuglalíf og dýralíf allskonar, það er bara mjög fjölbreytt úrval af myndum, snjór, vetur og sumar og fullt af öðrum, þetta er öll flóran. Það eru allir velkomnir, sýningin er opinn allan sólarhringinn, menn geta komið og skoðað þegar þeim hentar. Þetta er ekki sölusýning en ef einhver vill kaupa mynd þá getur hann sett sig í samband við okkur og hann getur örugglega fengið hana,“ bætir Baldur við. Myndunum er raðað skemmtilega upp innan um aspirnar í miðbænum á Hvolsvelli.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing eystra Menning Ljósmyndun Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent