Lögreglan í Túnis ræðst inn á skrifstofur Al Jazeera Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. júlí 2021 11:32 Götur Túnis fylltust af fólki eftir að þing var rofið í gær. Getty/Khaled Nasraoui Lögreglan í Túnis réðist inn á skrifstofur fréttastofu Al Jazeera í höfuðborginni Túnis í morgun eftir að forseti landsins rak forsætisráðherrann og rauf þing í gær. Allir starfsmenn fréttastofunnar voru reknir út af skrifstofunum. Minnst 20 þungvopnaðir lögreglumenn réðust inn á skrifstofur fréttastofunnar í morgun að sögn fréttamanna Al Jazeera. Þeir segja lögreglumennina ekki hafa verið klædda í lögreglubúninga og að þeir hafi ekki haft leitarheimild með í för. „Við fengum enga viðvörun áður en við vorum rekin út af skrifstofum okkar af öryggissveitum,“ segir Lotfi Hajji, fréttastjóri Al Jazeera í Túnis, í frétt Al Jazeera um málið. Al Jazeera er ein stærsta arabíska fréttaveitan í heiminum og hefur útibú víða um heim, sérstaklega í Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku. Hajji segir lögreglumennina hafa borið fyrir sig skipun frá dómsmálaráðuneyti landsins og báðu fréttamenn um að yfirgefa svæðið. Fréttamenn segja að lögreglumenn hafi skipað þeim að slökkva á farsímum sínum og að þeir hafi ekki getað snúið aftur á skrifstofurnar til að sækja persónulega muni. Lögreglan er sögð hafa lagt hald á ýmsan búnað á skrifstofunum. Eins og áður segir rak Kais Saied, forseti Túnis, forsætisráðherra landsins og rauf þing í gær en hann hyggst taka yfir stjórn landsins með aðstoð nýs forsætisráðherra. Stjórnarflokkurinn og þingforseti lýsa aðgerðunum sem valdaráni. Aðgerðir forsetans eru sagðar nýjasti vendipunkturinn í ört versnandi stjórnmálakreppu og ljóst að nú mun reyna verulega á stjórnarskrá landsins sem tók gildi eftir lýðræðisbyltinguna árið 2014. Í kjölfar fregnanna fylltust götur höfuðborgarinnar af fólki sem sýndu stuðning sinn í verki með fagnaðarlátum og bílflautum. Í frétt Reuters er stemningin sögð minna á þá sem ríkti í byltingunni árið 2011 en sú kveikti neista mótmælabylgju í Mið-Austurlöndum sem kennd er við Arabíska vorið. Túnis Fjölmiðlar Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Sjá meira
Minnst 20 þungvopnaðir lögreglumenn réðust inn á skrifstofur fréttastofunnar í morgun að sögn fréttamanna Al Jazeera. Þeir segja lögreglumennina ekki hafa verið klædda í lögreglubúninga og að þeir hafi ekki haft leitarheimild með í för. „Við fengum enga viðvörun áður en við vorum rekin út af skrifstofum okkar af öryggissveitum,“ segir Lotfi Hajji, fréttastjóri Al Jazeera í Túnis, í frétt Al Jazeera um málið. Al Jazeera er ein stærsta arabíska fréttaveitan í heiminum og hefur útibú víða um heim, sérstaklega í Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku. Hajji segir lögreglumennina hafa borið fyrir sig skipun frá dómsmálaráðuneyti landsins og báðu fréttamenn um að yfirgefa svæðið. Fréttamenn segja að lögreglumenn hafi skipað þeim að slökkva á farsímum sínum og að þeir hafi ekki getað snúið aftur á skrifstofurnar til að sækja persónulega muni. Lögreglan er sögð hafa lagt hald á ýmsan búnað á skrifstofunum. Eins og áður segir rak Kais Saied, forseti Túnis, forsætisráðherra landsins og rauf þing í gær en hann hyggst taka yfir stjórn landsins með aðstoð nýs forsætisráðherra. Stjórnarflokkurinn og þingforseti lýsa aðgerðunum sem valdaráni. Aðgerðir forsetans eru sagðar nýjasti vendipunkturinn í ört versnandi stjórnmálakreppu og ljóst að nú mun reyna verulega á stjórnarskrá landsins sem tók gildi eftir lýðræðisbyltinguna árið 2014. Í kjölfar fregnanna fylltust götur höfuðborgarinnar af fólki sem sýndu stuðning sinn í verki með fagnaðarlátum og bílflautum. Í frétt Reuters er stemningin sögð minna á þá sem ríkti í byltingunni árið 2011 en sú kveikti neista mótmælabylgju í Mið-Austurlöndum sem kennd er við Arabíska vorið.
Túnis Fjölmiðlar Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Sjá meira