Enski boltinn

Rooney meiddi eigin leikmann á æfingu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Wayne Rooney er í vandræðum hjá Derby County.
Wayne Rooney er í vandræðum hjá Derby County. getty/John Walton

Vandamálin hrannast upp hjá Wayne Rooney og enska B-deildarliðinu Derby County.

Leikmannahópur Derby er afar þunnskipaður og liðið má ekki við miklum skakkaföllum.

Það voru því ekki góðar fréttir sem bárust af æfingu Derby þar sem Rooney er sagður hafa meitt miðjumanninn Jason Knight. Í leik á æfingu fóru þeir í tæklingu sem Knight kom verr úr. Talið er að hann verði frá í allt að tólf vikur.

Á dögunum biðlaði Rooney til forráðamanna Derby um að leyfa sér að fá leikmenn, bara svo hann geti stillt upp fullskipuðu liði þegar næsta tímabil hefst.

Þrátt fyrir vandamálin ætlar gamli Manchester United-maðurinn samt ekki að hætta í sínu fyrsta stjórastarfi.

„Ef ég á að vera heiðarlegur væri auðvelt fyrir stjóra í minni stöðu að labba í burtu. Þetta er áskorun fyrir mig. Ég er baráttumaður. Ég er þakklátur Derby fyrir að gefa mér þetta tækifæri og mun gera allt til að koma félaginu í gegnum þetta,“ sagði Rooney.

Derby bjargaði sér frá falli úr B-deildinni í lokaumferðinni á síðasta tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×